Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.2010, Blaðsíða 22

Læknablaðið - 15.02.2010, Blaðsíða 22
FRÆÐIGREINAR RANNSÓKN Tafla I. Tilvísunarástæður fyrir fósturhjartaómskoðun. Áhættuþættir fjölskyldu - Áöur eignast barn með meöfæddan hjartagalla - Faðir með meðfæddan hjartagalla - Erfðasjúkdómar (til dæmis Marfans, Noonans) Áhættuþættir móður - Móðir með meðfæddan hjartagalla - Efnaskiptasjúkdómur (til dæmis sykursýki, fenylketónmiga) - Inntaka fósturskemmandi efna (til dæmis litíum, retinoíðar, flogaveikilyf, áfengi) - Sýking á meðgöngu (til dæmis rauðir hundar, parvo B19, CMV, toxoplasmosis) - Sjálfsónæmissjúkdómar (til dæmis rauðir úlfar, Sjögren sjúkdómur) Áhættuþættir fósturs - Óeðlileg fjögurra hólfa sýn - Önnur missmíði en á hjarta - Litningagalli - Hjartsláttartruflun - Fósturbjúgur - Aukin hnakkaþykkt - Fjölburar og TTTS CMV=cytomegalovirus; TTTS=twin-to-twin transfusion syndrome Ábendingar □ fjölskyldusaga 53,3% aukin hnakkaþykkt " 13,4% hjartsláttartruflanir U 10,3% □ sykursýki móður 6,3% ■ lyf á meðgöngu 3,3% „ óeðlileg fjögurra hólfa sýn 2,5% ■ fjölburar 1,5% □ annað 5,5% Tafla II. Alþjóðleg heiti hjartagalla og íslenskar þýðingar. Alþjóðlegt heiti Islenskt heiti Skammstöfun Ventricular septal defect Sleglaskilagalli VSD Atrial septal defect Gáttaskilagalli ASD Atrio-ventricular septal defect Lokuvísagalli AVSD Mitral valve regurgitation Míturlokuleki MVR Tricuspid atresia Þríblöðkulokun TAT Interrupted aortic arch Rof á ósæðarboga IAA Coarctation aortae Ósæðarþrengsli CoA Triscuspid regurgitation Þríblöðkulokuleki TR Hypoplastic left heart syndrome Vanþroska vinstra hjarta HLHS Pulmonary stenosis Lungnaslagæðarþrengsli PS Double outlet right ventricle Tvöfalt útfall hægra slegils DORV Transposition of the great arteries Víxlun meginslagæða TGA Tetrologia of Fallot Ferna Fallots TOF Pulmonary atresia Lungnaslagæðarlokun PAT Landspítala. Afdrif þungana þar sem hjartagalli greindist með fósturhjartaómskoðun voru könnuð og greiningar hjartagalla eftir fæðingu fengin úr sjúkraskýrslum. Um miðja meðgöngu er öllum konum boðin ómskoðun með tilliti til stærðar fósturs, fylgjustað- setningar og byggingargalla líffæra, þar með talin fjögurra hólfa sýn hjarta. Þessi skoðtm er hér köll- uð fósturómskimun. Flestar fósturómskimanir eru framkvæmdar af sérþjálfuðum ljósmæðrum sem starfa á fósturgreiningardeild Landspítala. Á landsbyggðinni framkvæma ýmist læknar eða ljósmæður skoðunina. Fósturhjartaómskoðun er framkvæmd af bamahjartalæknum. Auk fjögurra hólfa sýnar er metin tenging stóru æðanna við hjartað, aðlægar bláæðar, þrengingar í lokum, lokulekar og virkni hjartavöðva. Við flokkun á hjartagöllum var stuðst við alþjóðlegt flokkunarkerfi ICD-10 og alþjóðlegar skammstafanir notaðar í megintexta ásamt ís- lenskum heitum eða þýðingum. Greint er sérstak- lega á milli opa í slegli hvort um er að ræða op í vöðvahluta eða nálægt þunnum himnuhluta sleglaskila (membranous/perimembranous). Op milli gátta (ASD) er til staðar í fósturlífi og einnig fósturæð. Því greinast þeir gallar ekki með vissu fyrir fæðingu og eru ekki hafðir með í úrtakinu. Op staðsett í neðri hluta gáttaskila (primum ASD) flokkast með gátta- og sleglaskilagalla sem einnig er kallaður lokuvísagalli (AVSD) og er með í þessu úrtaki. Leki á þríblöðkuloku milli hægri slegils og hægri gáttar getur verið af lífeðlisfræðilegum ástæðum í fósturlífi án þess að vera byggingar- galli. Hér er þríblöðkulokuleki ekki hafður með nema um byggingargalla eða mjög marktækan leka sé að ræða. Ef um samsettan hjartagalla er að ræða, það er fleiri en þrír gallar saman, er hann nefndur flókinn samsettur hjartagalli en jafnframt eru erlendar skammstafanir einstakra galla hafðar með innan sviga. Að öðru leyti vísast í töflu II yfir íslenskar þýðingar og alþjóðlegar skammstafanir hjartagalla. Við vinnslu gagna voru notuð forritin PRISM og Excel. Leyfi voru fengin frá Vísindasiðanefnd Landspítala (16/2009), Persónuvemd oglækninga- forstjóra Landspítala. Niðurstöður Alls voru framkvæmdar 15864 fósturómskimanir við 19-20 vikna meðgöngu á fósturgreiningardeild Landspítala á árunum 2003-2007. Þar af var 1187 (7,5%) þunguðum konum vísað í fóstur- hjartaómskoðun hjá barnahjartalæknum á Barna- spítala Hringsins. Fósturhjartaómskoðun leiddi til greiningar hjartagalla í 73 (73/1187;6,l%) 94 LÆKNAblaðið 2010/96
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.