Læknablaðið - 15.02.2010, Page 23
FRÆÐIGREINAR
RANNSÓKN
tilvikum. Meðalmeðgöngulengd við greiningu
var 159 dagar, miðgildi 20 vikur og 2 dagar; (bil
15v 2d - 38v 3d). í 71% tilvika var ómskoðunin
framkvæmd milli 18. og 22. viku meðgöngu.
Ábendingar
Algengasta ábendingin var fjölskyldusaga um
meðfæddan hjartagalla, alls 631 (631/1187; 53,2%).
í þessum hópi hafði 121 kona áður eignast barn
með hjartagalla, 73 mæður og 41 faðir voru sjálf
með hjartagalla. í 396 tilvikum var um ótilgreinda
og oft óljósa fjölskyldusögu að ræða. Meðfæddur
hjartagalli fannst í 18 tilvikum (18/631;2,9%).
Allir gallarnir voru minniháttar (15 VSD, 1 MVR
og 1 kransæðafistill) fyrir utan einn galla sem var
flókinn samsettur hjartagalli ( DORV, TGA, VSD,
PS).
Næstalgengasta ábendingin var aukin hnakka-
þykkt miðað við meðgöngulengd, 159 tilvik
(159/1187;13,4%). Meðal þeirra greindust 16
einstaklingar (16/159;10,1%) með hjartagalla við
fósturhjartaómskoðun. Þar af voru 12 VSD, tveir
primutn ASD, ein lokuð þríblöðkuloka og einn
lokuvísagalli.
í 30 tilvikum (30/1187;2,5%) var fósturhjarta-
ómskoðun gerð vegna óeðlilegrar fjögurra hólfa
sýnar við 20 vikna fósturómskimun. Af þeim voru
22 (22/30; 73,3%) greindir með hjartagalla við
fósturhjarta-ómskoðun. Öll fóstrin reyndust vera
með meiriháttar hjartagalla sem fylgdu slæmar
horfur. Mörg þeirra þörfnuðust aðgerðar fljótlega
eftir fæðingu. Til samanburðar leiddu allar aðrar
ábendingar til greiningar sjö meðfæddra hjarta-
galla sem höfðu mjög slæmar horfur eða kröfðust
inngrips skömmu eftir fæðingu. Tafla III sýnir
allar tilvísunarástæður í algengisröð.
Gerðir hjartagalla
Algengasti hjartagallinn sem fannst með fóstur-
hjartaómskoðun var VSD (36/73; 49%), þar af
voru 22 í vöðvahluta sleglaskilanna (muscular
VSD) en 14 í þynnri efri hluta (membranous VSD).
Eftir fæðingu voru fimm þeirra enn til staðar, fjórir
í vöðvahluta sleglaskila og einn í efri hluta þeirra.
Allir meiriháttar hjartagallar voru staðfestir eftir
meðgöngulok ýmist með ómskoðun eða krufningu.
Tafla IV sýnir gerðir og algengi hjartagalla sem
voru greindir í fósturhjartaómskoðun.
Litningagallar
Meðal þeirra fóstra sem greindust með hjartagalla
voru sex með litningagalla. Þrjú voru með þrístæðu
21, tvö með einstæðu X (Downs heilkenni) og eitt
með þrístæðu 18. Tvö fóstranna með þrístæðu 21
voru greind með VSD í fósturhjartaómskoðun og
eitt þeirra með lokuvísagalla. Annað fóstranna
Tafla III. Tilvísurtarástæður og fjöldi greininga.
15.864 fósturómskimanir
Tilvísunarástæður Vísað í FHÓ MHG n=73 (%) Hlutfall af
n=1187 heildarfjölda greininga í FHÓ, %
Fjölskyldusaga um MHG 631 18(2,9) 24,7
Aukin hnakkaþykkt 159 16(10,1) 21,9
Hjartsláttartruflanir 122 5 (4,1) 6,8
Sykursýki móður 75 0 0
- IDDM 47 0 0
- GDM 28 0 0
Aðrar vanskapanir 48 2 (4,3) 2,7
Lyf á meðgöngu 39 4 10,3) 5,5
Óeðlileg fjögurra hólfa sýn 30 22 (73,3) 30,1
Fjölburar 18 0 0
Aðrir sjúkdómar móður* 12 1(8,3) 1,4
Fósturbjúgur 6 2 (33,3) 2,7
Litningagallar 4 3(75) 4,1
Ótilgreint 44 0 0
• rauðir úlfar, obesitas, heilablóðfall, Kartagener heilkenni, CATCH-22, geislameðferð, endurtekin fósturlát.
FHÓ = fósturhjartaómskoðun; MHG = meðfæddur hjartagalli; IDDM = insulin dependant diabetes mellitus;
GDM = gestational diabetes mellitus.
Tafla IV. Hjartagallar greindir með fósturhjarta-
ómskoðun.
MHG Fjöldi; N = 73 (%)
VSD 36 (49,3)
- perimembranous 14(19,2)
- vöðvahluti 22 (30,1)
Primum ASD 2 (2,7)
Ósæðarþrengsli (CoA) 2 (2,7)
Ebstein hjartagalli 2 (2,7)
Vanþroska vinstra hjarta (HLHS) 9(12,3)
Flókinn samsettur galli 7 (9,6)
Opleysi ósæðarboga (IAA) 1 d,4)
Lungnaslagæðarlokuþrengsli 1 (1,4)
Lokuð lungnastofnsloka og VSD 1 (1,4)
Lokuð lungnastofnsloka 2 (2,7)
Lokuð þríblöðkuloka (TAT) 2 (2,7)
Byggingargalli þríblöðkuloku (TVA) 1 (1,4)
Lokuvísagalli (AVSD) 3 (4,1)
Míturlokuleki (MVR) 2 (2,7)
Kransæðafistill 1 (1,4)
Ferna Fallots (TOF) 1 (1,4)
MHG = meðfæddur hjartagalli; VSD = ventricular septal defect; ASD
= atrial septal defect; CoA = coarctation aortae;
HLHS = hypoplastic left heart syndrome; IAA = interrupted aortic
arch; TAT = tricuspid atresia; TVA = tricuspid valve abnormality;
AVSD = atrioventricular septal defect; MVR = mitral valve
regurgitation; TOF = tetrologia of Fallot.
með Turner heilkenni hafði ósæðarþrengsli en
hitt hafði lokaða lungnastofnsloku. Fóstrið með
þrístæðu 18 hafði flókinn samsettan hjartagalla
með einhólfa hjarta. Þrístæða 21 var þekkt i tveimur
tilvikum af þremur fyrir fósturhjartaómskoðun.
LÆKNAblaðið 2010/96 95