Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.02.2010, Side 24

Læknablaðið - 15.02.2010, Side 24
FRÆÐIGREINAR RANNSÓKN Sterkur grunur var um þrístæðu 21 í þriðja tilvikinu vegna óeðlilegrar fjögurra hólfa sýnar og gruns um lokuvísagalla, en litningapróf var afþakkað. Einstæða X var greind eftir fæðingu annars vegar og við rannsókn eftir fóstureyðingu hins vegar. Astæður fyrir fósturhjartaómskoðun voru fósturbjúgur og óeðlileg fjögurra hólfa sýn í þessum tveimur tilvikum. Þrjú börn höfðu genagalla, meðfæddan Marfans sjúkdóm, CATCH- 22 og CHARGE heilkenni greint eftir fæðingu. Afdrifþungana Af þeim 73 þungunum þar sem ómun sýndi fram á hjartagalla fæddu 54 konur (73,9%) lifandi börn, þar af voru tvennir tvíburar. Tólf barnanna fóru í aðgerð vegna hjartagalla skömmu eftir fæðingu (12/54; 22,2%). í þessum tilvikum var um að ræða femu Fallots (tetralogia of Fallot), rof á ósæðarboga (interrupted aortic arch), lokaða lungnaslagæð (pulmonary atresia), lokaða lungnaslagæð og VSD, þrengsli á lungnastofnsloku (pulmonary stenosis), ósæðarþrengsli (coarctatio aortae), pritnum ASD og þríblöðkulokuleka (tricuspid regurgitation). Fjögur börn höfðu flóknari samsetta hjartagalla. Tvö barnanna létust skömmu eftir aðgerð. Eitt barn úr rannsóknarhópnum fæddist andvana, það hafði þrístæðu 18. Endir var bundirtn á meðgöngu í 18 tilvik- um, vegna hjarta- eða litningagalla sem hafði slæmar horfur (18/73; 24,7%). í 15 tilvikum þar sem fóstureyðing var gerð var tilvísunarástæðan óeðlileg fjögurra hólfa sýn við 20 vikna óm- skimun. í tveimur tilvikum var tilvísunarástæðan aukin hnakkaþykkt við 12 vikur, við 20 vikur kom í öðru tilfellinu fram óeðlileg fjögurra hólfa sýn en takttruflun í hinu. Ein fóstureyðing var gerð vegna þrístæðu 21. Tíu fóstranna höfðu vanþroska vinstra hjarta, (hypoplastic left heart syndrome), eitt hafði lokaða þríblöðkuloku (tricuspid atre- sia), fjögur voru með flókna samsetta hjartagalla og eitt með lokaða lungnaslagæð og vanþroska hægra hjarta (pulmonary atresia, hypoplastic right heart). Eitt fóstur hafði alvarlegan Ebstein hjartagalla og lífslíkur voru afar slæmar. Greining meiriháttar hjartagalla var staðfest með krufningu í öllum tilvikum. Umræða Óeðlileg fjögurra hólfa sýn við fósturómskimun um miðja meðgöngu leiddi hlutfallslega til greiningar flestra hjartagalla í fósturlífi. Ef fjögurra hólfa sýn var óeðlileg leiddi það til greiningar hjartagalla í 73% tilvika og voru allir meiriháttar. Sú ábending var aðeins um 2,5% af heildarfjölda ómana en leiddi til greiningar um 30% allra hjartagalla. Þetta er í samræmi við niðurstöður annarra rannsókna sem hafa sýnt háa greiningartíðni (detection rate) óeðlilegrar fjögurra hólfa sýnar, eða á bilinu 49- 77% u'14-16 Hjartsláttartruflun hjá fóstri leiddi til til grein- ingar hjartagalla í fimm tilvikum af 122 (6,9%) en þrír af fimm hjartagöllum reyndust vera meiri- háttar (lokuvísagalli, ferna Fallots, Ebsteins hjarta- galli). Algengar ábendingar fyrir fósturhjartaómun, svo sem fjölskyldusaga um meðfæddan hjarta- galla, sykursýki móður og lyfjanotkun á með- göngu, leiddu yfirleitt til greiningar minniháttar hjartagalla. Algengasta ábendingin, fjölskyldu- saga um hjartagalla, leiddi aðeins til greiningar í um 3% tilvika og í öllum tilvikum nema einu var gallinn minniháttar. Engir hjartagallar greindust vegna ábendinganna sykursýki móður, fjölburar og heilkenni blóðtilfærslu milli tvíbura (twin-to- twin transfusion syndrome) og aðrir sjúkdómar móður. Fósturhjartaómanir sem gerðar voru vegna notkunar flogalyfja leiddu til greiningar fjögurra VSD sem allir voru lokaðir eftir fæðingu. Sykursýki móður er algeng tilvísunarástæða fyrir fósturhjartaómskoðun en í okkar hópi greindist ekkert fóstur með hjartagalla og kemur það nokkuð á óvart. Vel er þekkt að sykursýki móður felur í sér allt að þrefalda hættu á hjarta- galla hjá fóstri.17 Þetta gæti bent til betri blóð- sykurstjórnar en áður hjá þunguðum konum en einnig gæti lítið þýði skýrt að enginn hjartagalli fannst. Þær rannsóknir sem birtar hafa verið um ábend- ingar fyrir fósturhjartaómskoðunum hafa greint frá mismunandi niðurstöðum hvað varðar algengi tilvísunarástæðna. Greint var frá því í nýlegri rann- sókn að hjartsláttartruflun fósturs væri algengasta ábendingin fyrir fósturhjartaómskoðun og leiddi til greiningar hjartagalla í 2,5% tilvika, næstal- gengasta tilvísunarástæðan var óeðlileg fjögurra hólfa sýn.11 í annarri nýlegri rannsókn var al- gengasta tilvísunarástæðan fyrir fósturhjartaóm- skoðun óeðlileg fjögurra hólfa sýn við ómskimun og var sú ábending einnig talin gagnlegri við að finna meðfædda hjartagalla en aðrir áhættu- þættir.14 Fjölskyldusaga var næstalgengasta tilvís- unarástæðan með tæplega tveggja prósenta grein- ingartíðni.14 Fjölskyldusaga um meðfæddan hjartagalla var algengasta tilvísunarástæðan (34%) og hafði greiningartíðni um 1% í eldri rannsókn frá 1995.15 Margar rannsóknir hafa sýnt fram á mikil- vægi fjögurra hólfa sýnar við greiningu hjartagalla í fósturlífi11-14-16-18 og er það í samræmi við niður- stöður þessarar rannsóknar. Aukin hnakkaþykkt við 12 vikna ómskoðun er vísbending um litningagalla fósturs en einnig 96 LÆKNAblaðið 2010/96

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.