Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.2010, Síða 34

Læknablaðið - 15.02.2010, Síða 34
FRÆÐIGREINAR RANNSÓKN aldurshóp en er þó lægra en niðurstöður annarra rannsókna á afleiðingum sjálfsvígstilrauna gefa til kynna31'32 en þar hefur dánartíðni verið allt að 34%.33 Þessi munur getur þó stafað af mismunandi samsetningu sjúklingahópa. Dánarhlutfall sjúk- linga eftir fyrstu sjálfvígstilraun sem leiðir til innlagnar á gjörgæsludeild helst hátt fyrstu þrjú árin eftir útskrift af spítala (10%), svipað og sýnt hefur verið í öðrum rannsóknum.10'18'M'35 Hættan er mest fyrsta árið eftir tilraunina líkt og aðrar rannsóknir hafa sýnt.10'18'28'34 Andlátin urðu flest vegna sjálfsvíga. Þetta dánarhlutfall hlýtur að valda vonbrigðum. Það er þekkt að ekki er einungis aukin hætta á sjálfsvígum eftir fyrri sjálfvígstilraunir, heldur eru einnig auknar líkur á andláti af völdum annarra sjúkdóma og slysa.10'18-28' 34 Dánarorsök gjörgæsluhópsins sem fylgt var eftir var í 80% tilfella sjálfsvíg. Sjúklingahópurinn sem lendir á gjörgæsludeild virðist því vera enn líklegri til að deyja af völdum sjálfsskaða en aðrir sjúklingar sem gera sjálfsvígstilraun (til dæmis þeir sem fara einungis á bráðamóttöku eða beint á almennar legudeildir). Styrkir þetta grun um að þessi hópur hafi haft sterkan ásetning að deyja. Mjög erfitt hefur þó reynst að greina í sundur í eftirfylgdarrannsóknum einstaklinga sem lenda síðar í sjálfsvígshóp frá þeim sem einungis gera alvarlegar tilraunir.30 Lifun eftir sjálfsvígstilraun í rannsóknarhópn- um var sambærileg á milli kynja sem er frá- brugðið niðurstöðum fyrri rannsókna á sjálfs- vígsáhættu eftir sjálfsvígstilraun. Yfirleitt hafa karlar miklu meiri sjálfsvígsáhættu í framtíðinni eftir sjálfsvígstilraun samanborið við konur.10,18- 28,34 Konur eru yfirleitt mun fjölmennari í öllum sjálfsvígstilraunahópum og yngri konur gera oftar vægari tilraunir.3'8'10 Konur í okkar hópi sem komu á gjörgæsludeild voru eldri en karlarnir og einnig eldri en í sambærilegum rannsóknum. Vitað er að sjálfsvígsáhætta kvenna eykst því eldri sem þær eru þegar þær gera sjálfsvígstilraun.10'28,34 Þættir með forspárgildi Fjöldi inntekinna taflna, hærra APACHE II skor og fjöldi líkamlegra sjúkdómsgreininga juku marktækt áhættu á síðari sjálfsvígstilraun. Aukinn fjöldi inntekinna taflna og hærra APACHE skor vegna lélegs líkamlegs ástands framkallað af sjálfsvígstilraun má túlka sem meiri ákveðni í vilja til að deyja.35 Meiri fjöldi sjúkdómsgreininga getur endurspeglað bágborið heilsufar en þekkt er að lélegt heilsufar er áhættuþáttur fyrir sjálfsvígum eftir sjálfsvígstilraun.28,29,35 Fyrri sjálfsvígstilraun var mjög algeng (61%) í hópnum en fjöldi fyrri tilrauna spáði þó ekki fyrir um dánarlíkur í þessari rannsókn, hugsanlega var hópurinn of einsleitur að þessu leyti til að fá fram marktækni. Þó að aðalgeðgreining hefði ekki forspárgildi fyrir lifun sýndi sig að einstaklingar með geðrof (geðklofasjúkdóm) og geðhvörf höfðu hæst dánarhlutfall, 23% dóu af geðrofshópi og 18% úr geðhvarfahópi á eftirskoðunartímabili. Þessi niðurstaða er í samræmi við aðrar rannsóknir sem sýna að geðrofs- og geðhvarfasjúklingar eru í meiri sjálfsvígshættu eftir tilraun miðað við aðrar geðgreiningar.1'28,30 Þunglyndis- og kvíðaraskanir höfðu einungis 2% dánarlíkur en erfitt er að greina sundur kvíða- og þunglyndisraskanir. í þessari rannsókn var þunglyndum sem sannað var að hefðu geðhvörf skipað í geðhvarfahóp. I rannsóknum eru þunglyndis- og kvíðasjúkdómar oft sameinaðir í einn flokk en í nýlegri grein30 sem skoðaði alvarlegar sjálfsvígstilraunir og sjálfsvíg sem tókust sýndi sig að þunglyndir voru í báðum hópunum en kvíðnir voru marktækt oftar áfram í sjálfsvígstilraunahópi. Er það í samræmi við okkar niðurstöðu. Fíkniraskanir hafa sterka skörun við allar geðraskanir, sérstaklega lyndisraskanir, og valda erfiðleikum við mat á áhrifum geðraskana en fíkn var algengasta aðalgeðgreiningin í þessari rannsókn eða í 43% tilfella. Auk þess var meirihluti eða 56% undir áhrifum áfengis þegar tilraunin var gerð en áfengisvíma hefur bein áhrif til neikvæðra tilfinninga, sjálfsvígshugsana eða slíkt getur komið fram í fráhvarfsfasa.22 28 Ályktun Árlega leggjast inn um 50 einstaklingar á gjörgæsludeildir Landspítala vegna alvarlegra sjálfsvígstilrauna þar sem inntaka lyfja er algengasta orsökin (91%). Þetta er ungur sjúk- lingahópur, konur eru í meirihluta og tíðni á fíkni-, kvíða- og þunglyndisröskimum er há. Félagslega stendur þessi hópur verr en sam- anburðarhópur úr almennu þýði með hátt hlutfall öryrkja, atvinnulausra og einstæðinga. Dánartíðni á sjúkrahúsi er 3% sem telst há fyrir þennan aldurshóp og hún helst há eftir útskrift af sjúkrahúsi (10%) þrátt fyrir að hátt hlutfall hóps- ins (80%) fái eftirfylgni innan geðheilbrigðis- kerfisins. Það vekur spumingar um hvort með- ferðarúrræði sem í boði eru séu nægjanlega árangursrík. Þakkir Vísindasjóður Landspítala fær þakkir fyrir veittan styrk við framkvæmd rannsóknarinnar. 1 06 LÆKNAblaðið 2010/96

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.