Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.02.2010, Side 38

Læknablaðið - 15.02.2010, Side 38
FRÆÐIGREINAR SJÚKRATILFELLI Mynd 1. Sár t húð efst og til hægri og ífarandi æxlisvöxturfyrir miðju og neðst til vinstri (H&E, meðalmikil stækkun). Mynd 2. ífarandi æxlisvöxtur við mót yfirhúðar og leðurs (H&E, mesta stækkun). og brjóstum.5 Húðmeinvörp eru afar ósértæk í útliti og eru yfirleitt á formi hnúta í undirhúð, eru hörð viðkomu, eymslalaus og án bólgu- eða sýkingarmerkja.3 Birt hefur verið tilfelli þar sem meinvarp frá ristilkrabbameini var á nákvæmlega sama stað og í þessu tilfelli.6 Meinvörpin koma gjarnan í ljós á fyrstu tveim árunum eftir að frumæxli hefur verið fjarlægt og birtast jafnan samtímis meinvörpum í lifur, lífhimnu og lungum. Það er því afar sjaldgæft að húðmeinvarp frá endaþarms- eða ristilkrabbameini sé til staðar við fyrstu greiningu (0,05%). Einungis 0,5% meinvarpa í húð leiða til greiningar á frumæxli.2 Birtist slíkt meinvarp í nafla nefnist hann „Sister Mary Joseph Nodule".7 Húðmeinvörp benda til útbreidds sjúkdóms og batahorfur að sama skapi ekki góðar.5 Lokaorð Þetta tilfelli ítrekar mikilvægi þess að skoða húð sjúklings vel þegar grunur leikur á að um sé að ræða illkynja sjúkdóm. Einnig er mikilvægt að senda öll húðsýni sem fjarlægð eru til frekari skoðunar. Heimildir 1. Abrams Hl, Spiro R, Goldstein N. Metastases in carcinoma; analysis of 1000 autopsied cases. Cancer 1950; 3: 74-85. 2. Lookingbill DP, Spangler N, Helm KF. Cutaneous metastasis in patients with metastatic carcinoma: a retrospective study of 4020 patients. J Am Acad Dermatol 1993; 29: 228-36. 3. Brownstein MH, Helwig EB. Metastatic tumors of the skin. Cancer 1972; 29:1298-1307. 4. Brownstein MH, Helwig EB. Pattems of cutaneous metastasis. Arch Dermatol 1972; 105: 862-8. 5. Lookingbill DP, Spangler N, Sexton FM. Skin involvement as the presenting sign of intemal carcinoma. J Am Acad Dermatol 1990; 22:19-26. 6. Stavrianos SD, McLean NR, Kelly CG, Fellows S. Cutaneous metastasis to the head and neck from colonic carcinoma. Eur J Surg Oncol 2000; 26: 518-9. 7. Brady LW, O'Neill EA, Farber SH. Unusual Sites of Metastases. Semin Oncol 1977; 4: 59-64. Case report: Facial skin metastasis from rectal adenocarcinoma This case report describes an 82 year old male who sought medical attention for changes in bowel habits. Colonoscopy revealed a tumor located 10 to 15cm from the anus. Biopsy showed signetring cell adenocarcinoma. The tumor was not resected due peritoneal dissemination and a tumor invasion into the urinary bladder, found intraoperatively. During hospital stay a skin lesion of the face was removed at the request of the patient. Biopsy showed metastatic signetring adenocarcinoma. Colorectal metastatic lesions to the skin are rare findings, especially metastasis to the face. Skin examination in patients with suspected or known malignancies is an important part of the clinical examination. Vilbergsson E, Isakssort HJ, Möller PH. Case Report: Metastasis from colorectal signet ring adenocarcinoma to the skin of face. Icel Med J 2010; 96:109-10 Key words: Rectal cancer, metastases, skin. Correspondence: Páll Helgi Möller, pallm<Slandspitali.is > 0C < 2 2 => V) <fí o z UJ 1 1 0 LÆKNAblaðið 2010/96 Barst: 12. september 2008, - samþykkt til birtingar: 9. desember 2009 Hagsmunatengsl: Engin

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.