Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.02.2010, Qupperneq 48

Læknablaðið - 15.02.2010, Qupperneq 48
■ UMRÆÐUR 0 G FRÉTTIR NÝR LANDLÆKNIR þær fyrir börnin sín. Auðvitað vilja allir það besta fyrir börnin sín og mitt mat er að bólusetningar séu einn mikilvægasti þáttur heilsuverndar sem í boði er fyrir þau." Telurðu að óttinn við svínainflúensuna hafi verið að miklu leyti ástæðulaus? „Ég held ekki að þeim sem sýktust og lentu í öndunarvélum á gjörgæsludeild Landspítala hafi fundist sem of mikið hafi verið gert úr svínainflúensunni. Svínainflúensan var raunverulegur vandi og ég hef það eftir sótt- vamarlækni landlæknisembættisins að viðbrögð hafi verið viðeigandi í Ijósi vandans. Ég held líka að fólk geri sér ekki almennt grein fyrir því hversu hratt faraldur af þessu tagi breiðist út ef hann nær sér á strik. Það er alltaf gott að vera vitur eftirá og sjálfsagt að meta viðbrögðin en ég tel að hér hafi verið bmgðist rétt við." Læknar þurfa sama svigrúm og aðrir Eitt afpví erfiðasta sem kemur inn á borð landlæknis- embættisins eru kærur vegna vanhæfni lækna í starfi. Er pörfá endurskoðun reglna varðandipetta? „Þau mál af þessu tagi sem heyra undir landlæknisembættið stafa yfirleitt af vímuefna- neyslu læknis, geðsjúkdómum, persónuleika- bresti eða háttsemi af hálfu læknis sem ekki verður lengur við unað. Landlæknisembættið gefur út lækningaleyfi og reyndar einnig starfsleyfi annarra heilbrigðisstétta og getur í ákveðnum tilfellum afturkallað starfsleyfi. Þetta eru alltaf mjög erfið mál og flókin og geysilega mikilvægt að á þeim sé tekið af fagmennsku og hlutlægni. Umræða um að taka þessi mál til gagngerrar skoðunar hefur verið í gangi og ég hef fullan hug á því að taka þátt í henni og gera reglur um meðferð slíkra mála sem skýrastar. Það er mjög mikilvægt hagsmunamál fyrir heilbrigðisstéttirnar að svona mál séu á hreinu. Ég vil reyndar taka skýrt fram að ég hef enga ástæðu til að ætla annað en að tekið hafi verið á þessum málum af fullri einurð og alúð hingað til. Grundvallaratriðið er að í mörgum tilvikum er hér um að ræða sjúkdóma sem læknar ekki síður en aðrir geta veikst af. Þeir þurfa því að fá sama svigrúm og aðrir til að fá bót á sínum vanda án þess að vera sviptir lækningaleyfinu." Er hugsanlegt að læknar séu fómarlömb eigin fordóma pegar kemur aðfíkn- og geðsjúkdómum? „Það má vel vera að það sé svo og að læknar eigi stundum erfitt með að viðurkenna eigin veikleika. Ég tel víst að í flestum tilfellum hafi þeir sem næst standa viðkomandi, fjölskylda, vinir og samstarfsfólk, gert sér grein fyrir vandanum áður en kemur til kasta landlæknis. Oft er langur aðdragandi að því að mál af þessu tagi koma inn á borð landlæknis og mörg tækifæri hafa eflaust gefist til að taka í taumana áður en kemur til svo harkalegrar aðgerðar sem leyfissvipting óneitanlega er. Það er kannski þarna sem þarf að skerpa á málunum, opna umræður og setja reglur. Hér þarf líka aðkomu stéttarfélags lækna og einnig að leggja meiri áherslu á þetta í læknanáminu sjálfu." Niðurskurður í heilbrigðiskerfinu er staðreynd. Dregið er úr pjónustu og störfum fækkar. Telurðu að framundan sé barátta við að halda í pað sem áunnist hefur í lýðheilsu pjóðarinnar? Að heilbrigði okkar geti hrakað ípeirri kreppu sem nú stendur? „Það er vissulega verið að fylgjast með þessu innan embættisins og það skiptir máli að embættið hafi yfir að ráða nægilega öflugum þekkingargrunni til að geta metið hugsanlegar afleiðingar efnahagskreppunnar. Hlutverk land- læknisembættisins er einmitt að vera vakandi fyrir því ef verið er að skerða þjónustu þannig að hættumörkum sé náð og að tiltekinn vandi að aukast, ekki bara til skemmri tíma heldur ekki síður þegar til lengri tíma er litið." Að undanförnu hefur verið mikið rætt um starfskjör lækna og talsvert gert úr hugsanlegum skorti á læknum í ýmsum greinum. Telurðu ástæðu til að hafa áhyggjur? „Það tekur langan tíma að mennta lækni. Hann lýkur fyrst almennu læknanámi, tekur síðan fyrstu skrefin hér sem almennur læknir undir leiðsögn sérfræðinga, fer síðan út í framhaldsnám og er síðan mislengi að koma heim aftur eftir sémám. Sumir koma jafnvel aldrei heim. Flestir hafa þó skilað sér hingað til. Það sem blasir við núna er greinileg truflun á þessu flæði lækna, sem hefur alltaf verið viðkvæmt. Ég held að það sé mikilvægt fyrir alla að gera sér grein fyrir í hverju þetta flæði er fólgið og hvaða afleiðingar ákvarðanir í dag geta haft á mönnun þegar til lengri tíma er litið. Takmarkanir á ráðningum unglækna á Landspítala geta til dæmis haft ófyrirséðar afleiðingar því ungir læknar geta ekki fengið lækningaleyfi án þess að ljúka kandídatsárinu sínu. Vissulega er hægt að breyta þessu ferli að loknu læknanámi, til dæmis með því að auka tíma utan sjúkrahúsanna einsog til dæmis starfstíma kandídatsársins innan heilsugæsl- unnar. Þetta verður þó að vera í samræmi við þær kröfur sem gerðar eru á Norðurlöndum og annars staðar þar sem læknar sækja framhaldsmenntun. Ungir læknar eru mjög mikilvægir fyrir heil- brigðiskerfið og að takmarka möguleika þeirra á starfi innan íslenska heilbrigðiskerfisins við upphaf ferilisins getur leitt til þess að þeir leiti fyrr erlendis en ella. Þá getur einnig orðið erfiðara fyrir yngri sérfræðinga að komast í stöður á sviði 120 LÆKNAblaðið 2010/96
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.