Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.02.2010, Side 49

Læknablaðið - 15.02.2010, Side 49
UMRÆÐUR 0 G FRÉTTI NÝR LANDLÆKNI sérþekkingar sirtnar og þá stöndum við frammi fyrir því að eðlileg endurnýjun eigi sér ekki stað. Ég get einnig séð fyrir mér að erfiðara geti orðið að manna læknastöður í hinum dreifðu byggðum landsins á næstu árum. Það má þó ekki gleyma að þrátt fyrir erfitt árferði geti falist ákveðin tækifæri til endurskoðunar og endurskipulagningar, líka hvað mönnun snertir á hinum mismunandi stigum heilbrigðisþjónustunnar. Ef við nýtum þau vel má segja að efnahagsþrengingamar hafi verið okkur hreinsimareldur til að skapa öflugra heilbrigðiskerfi en áður var. Til að það geti orðið verður hins vegar að gæta mjög vel að hverju skrefi sem tekið er. Gleymum því samt ekki að þó ábyrgð stjórnvalda sé mikil í þessu efni þá er hún einnig hjá okkur læknum og ekki síst þeirra sem stýra læknanáminu. Þar mun reyna verulega á hugkvæmni stjórnenda að gera ákveðnar námsbrautir aðlaðandi og spennandi til að mæta þörfinni á næstu árum." Hér má kannski spyrja að lokum hvernig þú sjáir fyrir þér samstarf embættisins við háskólana? „Samskipti embættisins við háskólana í heilbrigðisgreinum hafa verið öflug hingað til og engin ástæða til að ætla annað en að svo verði áfram. Það hlýtur að vera eitt af verkefnum embættisins að skoða hvemig hægt er að stuðla að bættri menntun og aukinni lýðheilsuþekkingu heilbrigðisstarfsmanna í samstarfi við háskólana. Það er eitt af okkar stóru verkefnum enda er góð menntun heilbrigðisstarfsfólks forsenda fyrir góðri lýðheilsu og öflugu heilbrigðiskerfi." Sameiginlegt vísindaþing Skurðlæknafélags íslands og Svæfinga- og gjörgæslulæknafélags íslands 50. ára afmælisþing og gjörgæslulpknafélags íslands Með Félagi íslenskra fæðinga- og kvensjúkdómalækna og Félagi íslenskra bráðalækna. Hótel Hilton Nordica 19.-20. mars 2010. Erindi, veggspjöld og málþing. Skilafrestur ágripa til 1. mars. Hátíðarkvöldverður. LÆKNAblaðið 2010/96 121

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.