Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.2010, Síða 51

Læknablaðið - 15.02.2010, Síða 51
U M R Æ Ð U R 0 G FRÉTTIR UNGLÆKNIR „Mörgum kollegum mínum pykir ekkert að þessu,finnst pað jafnvel flott," segir Haukur Heiðar Hauksson læknir og söngyari hljómsveitarinnar Diktu. eru skráðir nær 37 þúsund aðdáendur, frá öllum heimshornum, svo vinsældir hljómsveitarinnar eru engar ýkjur. Klásus betri en inntökuprófin Haukur Heiðar var í síðasta hópnum sem fór í gegnum klásus í læknadeildinni og hann segist upphaflega hafa ætlað sér að taka sér eitt ár í frí áður en hann réðist í læknisfræðina. „En svo fréttist að þetta yrði síðasta haustið með klásus svo ég ákvað að skella mér. Þó klásusinn hafi verið miskunnarlaust fyrirkomulag þá fannst mér það sanngjarnara en inntökupróf. Klásusprófin voru tekin eftir þriggja mánaða nám en inntökuprófin eru tekin að sumri til án kennslu. Þar ræður undirbúningur úr menntaskólanum mestu en allir lærðu sama námsefnið fyrir klásus. Allir sátu við sama borð." Læknisfræðin tók sín hefðbundnu sex ár og Haukur Heiðar útskrifaðist vorið 2008. „Kandídatsárið teygði dálítið úr sér því ég fékk nokkur frí útaf hljómsveitinni. í sumar byrjuðum við að vinna að nýju plötunni sem heitir Get it Together og gerðum við eiginlega allt sjálfir. Okkur langaði að stjóma ferðinni algerlega sjálfir í þetta sinn en við höfðum lært gríðarlega mikið af vinnslu annarrar plötunnar og smátt og smátt breyttist æfingahúsnæðið okkar í lítið upptökustúdíó. Við höfum verið duglegir við að bæta við okkur tækjum og eigum núna talsvert af upptökugræjum þó ýmislegt höfum við fengið að láni. Þetta kostar allt sitt. Svo datt okkur í hug að fá Jens Bogren, sænskan upptökustjóra sem vakið hafði athygli okkar fyrir frábærar upptökur með hljómsveitinni Opeth, til að hljóðblanda fyrir okkur upptökurnar. Við sendum honum tölvupóst og spurðum hvort hann væri til í mixa fyrir okkur og það var alveg sjálfsagt. Svo sendum við honum upptökurnar og fengum lögin snilldarlega mixuð til baka. Við hittum hann aldrei. Þetta fór allt fram á netinu. Planið var að fara og vera viðstaddir þegar hann mixaði en okkur seinkaði svo með upptökurnar að það var enginn tími til þess. En þetta gekk allt upp og platan kom út fyrir jólin." Aðdáendur biðu í ofvæni eftir plötunni og hún varð söluhæsta platan í síðustu vikunni fyrir jól. Upplagið seldist upp og margir urðu frá að hverfa án þess að ná í eintak fyrir jólin. „Utgefandinn misreiknaði eftirspurnina og upplagið var of lítið. Eflaust hefði verið hægt að selja fleiri diska fyrir jólin en það er ekkert við því að gera. Nýtt upplag LÆKNAblaðið 201 0/96 123

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.