Læknablaðið - 15.02.2010, Blaðsíða 53
U M R Æ Ð U R
0 G FRÉTTIR
UNGLÆKNIR
var að koma í búðirnar í janúarbyrjun og vonandi
heldur eftirspurnin áfram."
Framundan hjá Diktu er tónleikaferð um
Evrópu undir vorið og nýja platan er væntanleg
út víðar þegar kemur fram á árið 2010. Haukur
Heiðar kveðst ætla að hvíla sig nokkuð eftir
annasamt haust þar sem saman fóru vaktir á
Landspítalanum og vinnsla plötunnar. „Þetta er
búið að vera ansi sturlað og starfshlutfallið var
ca. 250% ef einhver var á annað borð að reikna.
Ég hefði ekki haldið þetta út mikið lengur. Ég
ákvað að festa mig ekki í vinnu eftir að platan kom
út til að hvfla mig og hafa betri tíma til að fylgja
plötunni eftir."
Gæti hugsað sér heimilislækningar
Hann segist ekki hafa ákveðið hvaða sérgrein
hann ætli að leggja fyrir sig en heimilislækningar
höfði til hans. „Ég hef unnið talsvert í heilsugæslu,
bæði á Sólvangi í Hafnarfirði og í Arbæ og hef
haft mikla ánægju af því og get vel hugsað mér
heimilislækningarnar."
Aðspurður hvort hann geti samræmt ímyndina
sem læknir og poppari brosir hann og segist hafa
velt þessu talsvert fyrir sér. „Það er nauðsynlegt í
starfi sínu sem læknir að koma vel fyrir og vekja
traust sjúklingsins. Það hefur gerst að ég hafi hitt
sjúkling sem kvöldið áður var að horfa á mig á
tónleikum. Það er kannski svolítið skrýtið. En
ég held að þetta sé þó ekki eins skrýtið og það
hljómar. Ég er líka vanur þessu heiman frá mér
því pabbi var alltaf að spila samhliða því að vera
læknir. Ég skal reyndar viðurkenna að það er
dálítið annað að vera meðleikari grínista en að
sleppa sér sem aðalsöngvari rokksveitar. Ég finn
reyndar að mörgum kollegum mínum þykir ekkert
að þessu, finnst það jafnvel flott og sannleikurinn
er sá að margir í poppbransanum verða skrýtnari
á svipinn þegar þeir heyra að ég er læknir. „Ertu
líka læknir?" spyrja þeir algjörlega gáttaðir."
Hvernig líst honum svo á sig þessi fyrstu skref
í læknisstarfinu?
„Það er auðvitað frábært að vera læknir og ég
vil ekki vera neitt annað. En aðstæðumar sem
mæta manni em ekki alveg eins og maður bjóst
við. Grunnlaun unglækna eru skammarlega lág
sem þýðir að til að ná viðunandi tekjum verður
að vinna mjög mikið, taka alla aukavinnu og
vaktir sem bjóðast. Þetta fer ekki vel saman við
fjölskyldulíf og margir eiga erfitt með að ná utan
um þetta. Ástandið í þjóðfélaginu bætir ekki úr
skák og í fyrsta sinn standa unglæknar frammi
fyrir því að fá jafnvel ekki vinnu því ráðningastopp
á Landspítalanum setur strik í reikninginn. Maður
er því ekki alveg heiðskír í bjartsýninni og kannski
er bara eins gott að hafa músíkina með. Vera bæði
spilamaður og læknir."
Vísindaþing
Geðlæknafélags
íslands
Geðlæknafélag
íslands
Þriöja vísindaþing Geðlæknafélags íslands verður haldið á Grand Hótel
Reykjavík dagana 23. og 24. apríl 2010.
Þingið er haldið í tengslum við 50 ára afmæli Geðlæknafélagsins. Dagskrá hefst kl. 13 föstudaginn 23. apríl og stendur til kl. 17
laugardaginn 24. apríl. Aðalfundur kl. 9-11 á laugardeginum. Á þinginu munu geðlæknar og annað fagfólk á geðheilbrigðissviði
kynna afrakstur vísindastarfs síns í stuttum erindum og á veggspjöldum. Frestur til að skila ágripum erinda (hámark 250 orð) er til 20.
mars 2010 og skal senda með tölvupósti til Magnúsar Haraldssonar, hmagnus@tandspitati.is
Á þinginu mun forseti samtaka evrópskra geðlækna (European Psychiatric Association),
prófessor Hans-Jurgen Möller, halda erindi um stöðu og framtíð geðlækninga.
Laugardagskvöldið 24. apríl verður hátíðarkvöldverður og skemmtidagskrá.
í undirbúningsnefnd eru geðlæknarnir Kristinn Tómasson, Magnús Haraldsson og Sigurður Páll Pálsson.
LÆKNAblaðið 2010/96 125