Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.02.2010, Page 57

Læknablaðið - 15.02.2010, Page 57
UMRÆÐUR O G FRÉTTIR LÆKNADAGAR 2010 Gestir við setningu Læknadaga. hvað leggja eigi áherslur á í framtíðinni. Mér finnst tónninn í fólkinu vera þannig að mikilvægi Læknadaganna sé enn meira en áður vegna aðstæðna í þjóðfélaginu. Aðsóknin er góð og hér er svo margt í boði að maður þarf sannarlega að skipuleggja sig með góðum fyrirvara til að geta sótt allt sem vekur áhuga. Tómas Helgason: Það er stórkostlegt hvað þetta er vel skipulagt og margt í boði. Þetta sýnir ótvírætt hvað er mikið í gangi í íslenskri læknisfræði, hvað íslenskir læknar kunna mikið og eru duglegir. Ég er orðinn svo gamall að ég get sagt þetta en Læknadagarnir eru svo sannarlega andleg upplyfting fyrir mig og halda mér vakandi fyrir því sem er efst á baugi. Svo er líka mjög gaman að hitta gamla kunningja og Einar Kristinn Þórhalls- son: Ég bý og starfa sem meltingarsérfræðingur í Smálöndunum í Svíþjóð en hef alltaf reynt að koma og vera á Læknadögunum. Þetta er mjög gott tækifæri til að hitta gamla félaga og sjá og heyra hvað er verið að gera hér. Þetta er mjög gott þing núna og mjög margt í boði. Ég reyni helst að kynna mér annað en það sem snýr sérstaklega að minni sérgrein því tækifærin eru mörg til að komast á sérstök meltingarlæknaþing. Ég hef verið búsettur í Svíþjóð meira og minna samfellt Valgerður Rúnarsdóttir og Kristinn Tómasson. Kristin Guttormsson og Soili Hellman-Erlingsson LÆKNAblaðið 2010/96 129

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.