Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.03.2011, Page 19

Læknablaðið - 15.03.2011, Page 19
FRÆÐIGREINAR Ylfa Rún Óladóttir1 2 kandídat Sigurður Kristjánsson3 barna- og ofnæmislæknir Michael Clausen34 barna- og ofnæmislæknir Lykilorð: bráð berkjungabólga, einkenni, greining, meðferð. ’Læknadeild HÍ,2 Landspítala, 3Barnaspítala Hringsins, 4göngudeild í ofnæmissjúkdómum Landspítala Hringbraut. Fyrirspurnir og bréfaskipti: Michael Clausen, mc@landspitali. is Y F I R L I T Bráð berkjungabólga Yfirlitsgrein Ágrip Bráð berkjungabólga er veirusýking í neðri öndunarfærum. Þetta er mjög algengur sjúk- dómur meðal ungra bama og er oftast af völdum RS-veirunnar. Sjúkdómurinn einkennist af bólgu og þrengingu á smáum berkjum í lungum barnanna og veldur öndunarerfiðleikum og teppu. Greining bráðrar berkjungabólgu byggist á sjúkdómseinkennum, en rannsóknir koma að litlu gagni. Meðferðin er fyrst og fremst stuðningsmeðferð, lyf og önnur úrræði hafa lítil áhrif á sjúkdómsganginn. Horfur eftir bráða berkjungabólgu eru yfirleitt mjög góðar og flest böm jafna sig að fullu. Tilgangur þessarar yfirlitsgreinar er að rekja einkenni, greiningu og meðferð bráðrar berkjunga- bólgu samkvæmt gagnreyndum heimildum. Einnig er gerð grein fyrir faraldsfræði, meina- lífeðlisfræði og langtímahorfum sjúklinga með bráða berkjungabólgu. Inngangur Bráð berkjungabólga (bronchiolitis) er veirusýking í neðri öndunarfærum sem leggst aðallega á ung börn. Árlega er komið með um 20% barna yngri en eins árs til læknis vegna bráðrar berkjunga- bólgu.1 RS-veiran (Respiratory syncytial virus), er algengasti orsakavaldur, en nokkrar aðrar veimr og bakteríur geta valdið sjúkdómnum. Árstíðabundnar sveiflur em á tíðni sýkinga af RS-veirunni og árlega eru faraldrar yfir vetrar- tímann.2'5 Berkjungabólga er í flestum tilfellum vægur sjúkdómur sem gengur yfir af sjálfu sér. Lyf og önnur úrræði hafa yfirleitt lítil áhrif á klínískan gang sjúkdómsins.2' 3'6-8 Aðaleinkenni eru kvef- einkenni og hósti og geta varað í allt að tvær vikur.3'5'9 Flest börn jafna sig að fullu, en nokkur hluti fær astmaeinkenni í tengslum við kvefsýk- ingar, jafnvel fram á unglingsár.10'13 Misjafnt er hvernig bráð berkjungabólga er greind og meðhöndluð, hvort sem er inni á sjúkra- húsi eða utan þess.14 Gefnar hafa verið út klínískar leiðbeiningar um greiningu og meðferð bráðrar berkjungabólgu sem byggðar em á gagnreyndum heimildum.3-6'7 í þessari yfirlitsgrein er fjallað um greiningu og meðferð bráðrar berkjungabólgu samkvæmt gagnreyndum heimildum. Faraldsfræði Bráðri berkjungabólgu var fyrst lýst eftir inflú- ensufaraldur í Bretlandi árið 1941. Ung böm voru sérstaklega viðkvæm fyrir þessum sjúkdómi sem einkenndist af mikilli andnauð.15 Síðan hefur komið í ljós að margar veimr geta valdið bráðri berkjungabólgu sem er meðal algengustu sýk- inga sem leggjast á ung börn.1'3'4-16 Flest tilfelli eru væg og innan við 3% barna á fyrsta ári sem greinast með bráða berkjungabólgu þurfa að leggjast inn.2'16-18 Sjúkdómurinn er árstíðabundinn og faraldrar eru á veturna og fram á vor. Komið hefur fram í nokkmm rannsóknum að tilfellum bráðrar berkjungabólgu hafi fjölgað síðustu ára- tugi en ástæðan fyrir því er ekki að fullu þekkt. Talið er að bætt lifun fyrirbura skipti máli í því sambandi, en vitað er að fyrirburar eru í aukinni hættu á að fá alvarlega berkjungabólgu.5' 16' 19 Einnig hefur dagvistun barna aukist og er þekktur áhættuþáttur fyrir öndunarfærasýkingu.20 Veiran sem oftast veldur bráðri berkjungabólgu er RS- veiran, eða í um 43-90% tilfella.2-4'5'21 Veiran hefur verið þekkt síðan árið 1956 og greindist hjá simpönsum.22 Veiran veldur oftast bráðum öndunarfærasýkingum í börnum og meirihluti barna hefur fengið smit af henni við tveggja ára aldur.5-18 Sýkingartíðnin er hæst hjá börnum á aldrinum sex vikna til sex mánaða og endur- teknar sýkingar eru algengar þar sem ekki verður viðvarandi ónæmi gegn veirunni við sýkingu.3- 5'18 RS-veiran veldur jafnan vægum einkennum, en tæplega þriðjungur fær einkenni frá neðri öndunarvegum og 2-3% allra ungbama yngri en eins árs þurfa að leggjast inn á sjúkrahús vegna RS-veirusýkingar.2'16 Aðrir sýklar sem geta valdið bráðri berkj- ungabólgu eru rhinoveira, inflúensuveirur, para- inflúensuveirur, Bordetella pertussis, Mycoplasma pneumonie, boca-veira, adeno-veira og human metapneumo-veira.3-4 Human metapneumo-veira var nýlega uppgötvuð í Hollandi. Þessi veira hefur gengið á milli manna í að minnsta kosti 50 LÆKNAblaðið 2011/97 151

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.