Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.03.2011, Qupperneq 19

Læknablaðið - 15.03.2011, Qupperneq 19
FRÆÐIGREINAR Ylfa Rún Óladóttir1 2 kandídat Sigurður Kristjánsson3 barna- og ofnæmislæknir Michael Clausen34 barna- og ofnæmislæknir Lykilorð: bráð berkjungabólga, einkenni, greining, meðferð. ’Læknadeild HÍ,2 Landspítala, 3Barnaspítala Hringsins, 4göngudeild í ofnæmissjúkdómum Landspítala Hringbraut. Fyrirspurnir og bréfaskipti: Michael Clausen, mc@landspitali. is Y F I R L I T Bráð berkjungabólga Yfirlitsgrein Ágrip Bráð berkjungabólga er veirusýking í neðri öndunarfærum. Þetta er mjög algengur sjúk- dómur meðal ungra bama og er oftast af völdum RS-veirunnar. Sjúkdómurinn einkennist af bólgu og þrengingu á smáum berkjum í lungum barnanna og veldur öndunarerfiðleikum og teppu. Greining bráðrar berkjungabólgu byggist á sjúkdómseinkennum, en rannsóknir koma að litlu gagni. Meðferðin er fyrst og fremst stuðningsmeðferð, lyf og önnur úrræði hafa lítil áhrif á sjúkdómsganginn. Horfur eftir bráða berkjungabólgu eru yfirleitt mjög góðar og flest böm jafna sig að fullu. Tilgangur þessarar yfirlitsgreinar er að rekja einkenni, greiningu og meðferð bráðrar berkjunga- bólgu samkvæmt gagnreyndum heimildum. Einnig er gerð grein fyrir faraldsfræði, meina- lífeðlisfræði og langtímahorfum sjúklinga með bráða berkjungabólgu. Inngangur Bráð berkjungabólga (bronchiolitis) er veirusýking í neðri öndunarfærum sem leggst aðallega á ung börn. Árlega er komið með um 20% barna yngri en eins árs til læknis vegna bráðrar berkjunga- bólgu.1 RS-veiran (Respiratory syncytial virus), er algengasti orsakavaldur, en nokkrar aðrar veimr og bakteríur geta valdið sjúkdómnum. Árstíðabundnar sveiflur em á tíðni sýkinga af RS-veirunni og árlega eru faraldrar yfir vetrar- tímann.2'5 Berkjungabólga er í flestum tilfellum vægur sjúkdómur sem gengur yfir af sjálfu sér. Lyf og önnur úrræði hafa yfirleitt lítil áhrif á klínískan gang sjúkdómsins.2' 3'6-8 Aðaleinkenni eru kvef- einkenni og hósti og geta varað í allt að tvær vikur.3'5'9 Flest börn jafna sig að fullu, en nokkur hluti fær astmaeinkenni í tengslum við kvefsýk- ingar, jafnvel fram á unglingsár.10'13 Misjafnt er hvernig bráð berkjungabólga er greind og meðhöndluð, hvort sem er inni á sjúkra- húsi eða utan þess.14 Gefnar hafa verið út klínískar leiðbeiningar um greiningu og meðferð bráðrar berkjungabólgu sem byggðar em á gagnreyndum heimildum.3-6'7 í þessari yfirlitsgrein er fjallað um greiningu og meðferð bráðrar berkjungabólgu samkvæmt gagnreyndum heimildum. Faraldsfræði Bráðri berkjungabólgu var fyrst lýst eftir inflú- ensufaraldur í Bretlandi árið 1941. Ung böm voru sérstaklega viðkvæm fyrir þessum sjúkdómi sem einkenndist af mikilli andnauð.15 Síðan hefur komið í ljós að margar veimr geta valdið bráðri berkjungabólgu sem er meðal algengustu sýk- inga sem leggjast á ung börn.1'3'4-16 Flest tilfelli eru væg og innan við 3% barna á fyrsta ári sem greinast með bráða berkjungabólgu þurfa að leggjast inn.2'16-18 Sjúkdómurinn er árstíðabundinn og faraldrar eru á veturna og fram á vor. Komið hefur fram í nokkmm rannsóknum að tilfellum bráðrar berkjungabólgu hafi fjölgað síðustu ára- tugi en ástæðan fyrir því er ekki að fullu þekkt. Talið er að bætt lifun fyrirbura skipti máli í því sambandi, en vitað er að fyrirburar eru í aukinni hættu á að fá alvarlega berkjungabólgu.5' 16' 19 Einnig hefur dagvistun barna aukist og er þekktur áhættuþáttur fyrir öndunarfærasýkingu.20 Veiran sem oftast veldur bráðri berkjungabólgu er RS- veiran, eða í um 43-90% tilfella.2-4'5'21 Veiran hefur verið þekkt síðan árið 1956 og greindist hjá simpönsum.22 Veiran veldur oftast bráðum öndunarfærasýkingum í börnum og meirihluti barna hefur fengið smit af henni við tveggja ára aldur.5-18 Sýkingartíðnin er hæst hjá börnum á aldrinum sex vikna til sex mánaða og endur- teknar sýkingar eru algengar þar sem ekki verður viðvarandi ónæmi gegn veirunni við sýkingu.3- 5'18 RS-veiran veldur jafnan vægum einkennum, en tæplega þriðjungur fær einkenni frá neðri öndunarvegum og 2-3% allra ungbama yngri en eins árs þurfa að leggjast inn á sjúkrahús vegna RS-veirusýkingar.2'16 Aðrir sýklar sem geta valdið bráðri berkj- ungabólgu eru rhinoveira, inflúensuveirur, para- inflúensuveirur, Bordetella pertussis, Mycoplasma pneumonie, boca-veira, adeno-veira og human metapneumo-veira.3-4 Human metapneumo-veira var nýlega uppgötvuð í Hollandi. Þessi veira hefur gengið á milli manna í að minnsta kosti 50 LÆKNAblaðið 2011/97 151
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.