Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.06.2011, Qupperneq 9

Læknablaðið - 15.06.2011, Qupperneq 9
RANNSÓKN Fenýlketónúría á íslandi Karl Erlingur Oddason1 læknir, Lilja Eiríksdóttir2 lífeindafræðingur Leifur Franzson12 lyfjafræðingur, Atli Dagbjartsson1’3 læknir ÁGRIP Inngangur: Fenýlketónúría (PKU) er efnaskiptasjúkdómur sem orsakast af stökkbreytingu í fenýlalanín-hýdroxýlkljúfs (PAH) geninu. Skimun fyrir PKU hófst árið f 972 á Islandi. Amínósýrunni fenýlalaníni (Phe) er breytt í týrósín (Tyr) fyrir tilstuðlan PAH ásamt hjálparþættinum tetrahydrobiopterín (BH4). Uppsöfnun á Phe veldur þroskaskerðingu og flogum. Meðferð PKU er Phe-skert fæði ásamt nýrri aðferðum eins og BH4-gjöf í stórum skömmtum. Markmið rannsóknarinnar var að draga saman upplýsingar um sjúkdóminn, árangur kembileitar og meðferðar. Einnig var BH4-meðferð athuguð. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin var afturskyggn þar sem upplýsingar voru fengnar úr sjúkraskrám Landspitala. Athuguð voru Serum-Phe (S-Phe) gildi, aldur við upphaf meðferðar, gerðir stökkbreytinga sem og núverandi meðferð. Skoðað var BH4-hleðslupróf hjá fjórum einstaklingum. Niðurstöður: Frá árinu f 947 hafa 27 greinst með PKU hér á landi. Nýgengi árin 1972-2008 er 1/8400 lifandi fæddum. Klassísk PKU er algengust á l'slandi. Einstaklingar greindir eftir að kembileit hófst hafa allir eðlilega greind. Aldur við upphaf meðferðar og S-Phe gildi lækka þegar líður á. Fundist hafa 12 stökkbreytingar hérlendis. Séríslenska stökkbreytingin Y377fsdelT svarar ekki BH4-hleðsluprófi. Tveir einstaklingar með PKU eru nú á BH4- meðferð og fjórir til viðbótar gætu svarað BH4-hleðsluprófi. Ályktun: Nýgengi PKU virðist aðeins hærra hér en í nágrannalöndunum. Meðferð hér gengur vel og fylgir alþjóðlegum markmiðum. Kembileit er örugg og hefur skilað tilsettum árangri. BH4-gjöf er meðferðarkostur sem gæti komið fleirum með PKU til góða. Inngangur ’Læknadeild Háskóla Islands, 2erfða- og sameindalæknis- fræðideild, 3Barnaspítala Hringsins Landspítala. Fyrirspurnir: Atli Dagbjartsson atlid@landspitali.is Barst: 14. október2010 samþykkt til birtingar: 10. maí 2011 Höfundar tiltaka hvorki styrki né hagsmunatengsl. Fenýlketónúría (PKU) er algengasti meðfæddi efna- skiptagalli sem þekktur er á íslandi. Kembileit hófst árið 1972 með þunnlagsskilju. PKU er sjálflitningsvíkjandi erfður efnaskiptasjúkdómur. Á Islandi höfðu fundist níu gerðir stökkbreytinga árið 1997, algengust af þeim var Y377fsdelT sem er séríslensk.1 í PKU er ensímvirkni fenýlalanín-hýdroxýlkljúfs (PAH) gölluð vegna stökkbreytinga í PAH-geninu sem er á langa armi litnings númer 12.2 Fundist hafa yfir 500 stökkbreytingar og valda þær mismikilli virkniskerðingu á PAH. Þessi ensímgalli veldur upp- söfnun á amínósýrunni fenýlalanín (Phe) í líkamanum og þar af leiðandi hækkuðu Serum-fenýlalaníni (S-Phe). PAH sér um fyrsta skrefið í að breyta Phe í amínósýruna týrósín (Tyr).2 Þeir þættir sem stjórna virkni PAH eru Phe, hjálparþátturinn tetrahydrobiopterin (BH4) og afturkræf fosfórun.3 PKU er skipt í fjóra flokka eftir alvarleika og gerð þar sem klassísk PKU er alvarlegust.4 Sjúkdómsmynd PKU er mikil þroskaskerðing ásamt vaxtarskerðingu og flogum. Án meðferðar búa sjúklingar við mikla andlega fötlun. Sýnd sjúkdómseinkenna er afar mis- munandi og virðist ekki fara beint eftir tegundum stökkbreytinga eða S-Phe gildum.5 Þegar uppsöfnun verður, aukast aðrar afleiður Phe. I upphafi var talið að afurðir þessara hliðarferla eins og phenylpyruvic- sýra væru helsti orsakavaldur sjúkdómsmyndarinnar.3 Seinna hefur komið í ljós að sjálf uppsöfnunin á Phe í miðtaugakerfinu (MTK) er stærsti þáttur meingerðar PKU.6 Phe-uppsöfnun í MTK veldur hindrun á taugaslíðringu sem og aftaugaslíðrun og þannig má útskýra sjúkdómsmyndina.7 Hefðbundin meðferð PKU í dag er Phe-skert fæði þar sem reiknaður er út hámarksdagskammtur Phe og meðferð fylgt eftir með blóðgildum. Gefin eru aukalega ýmis vítamín, snefilefni og prótein sem ekki fást í skerta fæðinu. Því nær eðlilegum mörkum (85-170 pM/L) sem S-Phe eru í æsku og því fyrr sem meðferð hefst, verður vitsmunaleg geta einstaklingsins betri.8-9 í Ijós hefur komið að meðferð fyrir lífstíð er mikilvæg til að halda eðlilegri andlegri getu.10'11 Margar nýjar meðferðir hafa verið reyndar á undanfömum árum. BH4-gjöf um munn í mjög stórum skömmtum hefur gefist vel á stökkbreytingar þar sem einhver PAH-virkni er til staðar.12 Einnig er farið að gefa stóru hlutlausu amínósýruna lýsín í töfluformi (PreKUnil®) en hún keppir við Phe um inngöngu í MTK yfir heilablóðstálma. Veita þessar meðferðir einstaklingunum mun meira frelsi í hefðbundnu með- ferðinni. Tilgangur rannsóknarinnar var að afla nánari upp- lýsinga um PKU á íslandi og bæta við áður útgefið efni.1 Markmið rannsóknarinnar var þríþætt. I fyrsta lagi að finna nákvæmt nýgengi PKU frá því að kembileit hófst 1972 til 2008. í öðru lagi að meta gæði meðferðar og kembileitar og í þriðja lagi að lýsa gerðum og fjölda stökkbreytinga. Að lokum er samantekt um virkni hjálparþáttarins BH4 um munn. Efniviður og aðferðir Rannsóknin var afturskyggn. Upplýsingar voru fengnar úr sjúkraskám og frá rannsóknarstofu Landspítaia. Skráð voru S-Phe gildi, aldur við upphaf meðferðar, form og fyrirkomulag núverandi meðferðar, andleg geta og hugsanlegir fylgikvillar til mats á gæðum og árangri meðferðar. I rannsókninni voru allir einstaklingar greindir með PKU á íslandi frá 1947 til 2008 með þunnlagsskiljuaðferð.13 Notaðar voru upplýsingar um fjölda fæðinga á tímabilunum 1947-1972 og 1972-2008 LÆKNAblaðið 2011/97 349

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.