Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.06.2011, Qupperneq 15

Læknablaðið - 15.06.2011, Qupperneq 15
Y F I R L I T Sjálfsprottin innanskúmsblæðing - yfirlitsgrein ÓlafurÁrni Sveinsson1 læknir, Ingvar H. Ólafsson2 læknir, Ólafur Kjartansson3 læknir, Einar Már Valdimarsson4 læknir ÁGRIP Sjálfsprottin innanskúmsblæðing er blæðing inn í innanskúmshol án þess að um áverka sé að ræða. Æðagúlar eru orsökin í 80% tilfella. Aðrar ástæður eru æðamissmíð, blóðþynningarmeðferð, æðabólga og æxli í heilavef. Sjálfsprottin innanskúmsblæðing er algengasta ástæða heilablóðfalls hjá ungu fólki. Nálægt helmingur sjúklinga deyr af völdum sjúkdómsins. Af þeim sem lifa af kemst aðeins helmingur f fulla vinnu aftur og margir búa við skert lífsgæði. í endurblæðingu felst mesta bráðahættan. Því beinast fyrstu viðbrögð að lokun æðagúlsins, annaðhvort með innanæðahnoðrun með platínuþráðum, eða klemma er sett á æðagúlinn með taugaskurðaðgerð. Inngangur 'Taugadeild Karolinska sjúkrahússins í Stokkhólmi, 2taugaskurðdeild, 3röntgendeild, “taugalækningadeild Landspítala. Fyrirspurnir: Ólafur Sveinsson olafur.sveinsson® karolinska.se Sjálfsprottin innanskúmsblæðing (SIB) er blæðing inn í innanskúmsholið (subarachnoidal space) án þess að um áverka sé að ræða. Æðagúlar eru orsökin í um 80% til- fella. Aðrar ástæður eru meðal annars æðamissmíð (arteriovenous malformation), blóðþynningarmeðferð, æðabólga og æxli í heilavef (sjá töflu I). SIB er algengasta ástæða heilablóðfalls hjá ungu fólki. Nálægt helmingur sjúklinga með SIB deyr af völdum sjúkdómsins.1 Af þeim sem lifa af kemst eingöngu helmingur í fulla vinnu aftur og margir búa við skert lífsgæði. Því er um mjög alvarlegan sjúkdóm að ræða. í endurblæðingu felst mesta bráðahættan. Fyrstu viðbrögð beinast því að lokun æðagúlsins, annaðhvort með innanæðahnoðrun (endovascular coiling) með platínuþráðum eða að klemma er sett á æðagúlinn í opinni höfuðaðgerð (clipping).‘ Algengasti fylgikvilli SIB er æðasamdráttur sem getur leitt til heilablóðþurrðar. Þá áhættu er hægt að minnka með gjöf kalsíumhemilsins nímódipíns og með því að halda uppi góðum fylliþrýstingi æða. Vatnshöfuð er annar fylgikvilli sem hægt er að meðhöndla tímabundið með fráflæðislegg (ventricular drainagé) eða varanlegum ventli (ventriculo-peritoneal shunt). Tafla I. Sjaldgæfar ástæður innanskúmsblæðingar. Bólgusjúkdómar í heilaæðum Sveppalíkisæðagúll (mycotic aneurysms) Æðbólgur (Polyarteritis nodosa, Churg-Strauss heilkenni og æðabólga Wegeners) Aðrar ástæður Flysjun (Arterial dissection) Æðaflækja (Cerebral arteriovenous malformations) Slag- og bláæðarfistill í heila Cavernous angiomas Stokkasegi (Ceæbral venous thrombosis) Heilamýlildissjúkdómur (Cerebral amyioid angiopathy) Moyamoya-sjúkdómur Blæðing f heiladingulsæxli lllkynja tróðæxli (glioma) Æðakímfrumæxli (haemangioblastoma) á mænu Lyf Kókaínmisnotkun Blóðþynnandi lyf Barst: 8. febrúar 2011 Samþykkt: 17. maí 2011 Höfundar tiltaka hvorki styrki né hagsmunatengsl. Faraldsfræði í flestum rannsóknum er nýgengi SIB 6-7 tilfelli á ári á hverja 100.000 íbúa.2-3 Þrefalt hærri nýgengistölum er lýst í rannsóknum frá Finnlandi og Japan.2 Þó að nýgengið aukist með aldri er helmingur sjúklinga yngri en 55 ára.3 Meðalaldur við rof æðagúls er um 50 ár. í nokkrum rannsóknum hefur nýgengið verið allt að tvöfalt hærra hjá konum en körlum.1 Orsakir Æöagúlar í um 80% tilfella eru brostnir æðagúlar ástæðan fyrir SIB. Um 10% SIB eru staðsett í kringum miðheila (perimesencephalic).4 í þeim tilfellum finnst æðagúll sjaldnast. Aðrar orsakir eru sjaldgæfar (sjá töflu I). Æðagúlar koma fram á stöðum þar sem æðar greinast. Algengasta staðsetningin er á æðahring Willis og við nálægar æðagreinar hans (mynd l).4 Æðagúlar eru kenndir við æðina þar sem þeir myndast. Um LÆKNAblaðið 2011/97 355

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.