Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.06.2011, Page 24

Læknablaðið - 15.06.2011, Page 24
ALDARAFMÆLI HÍ Björn Sigurðsson læknir og ævistarf hans Eins og alþjóð veit er aldarafmæli Háskóla íslands á þessu ári. Einn liður í afmælishátíðinni er helgaður afburða vísindastörfum Björns Sigurðssonar, læknis og fyrsta forstöðumanns Tilraunastöðvar Háskólans í meinafræði að Keldum. Björn Sigurðsson fæddist að Veðramóti í Skagafirði árið 1913. Hann lauk stúdentsprófi í Reykjavík 1932 og fimm árum síðar kandídatsprófi í læknisfræði frá Háskóla íslands. Það var óvenju stuttur námstími. Sumarið 1936 sendi landlæknir læknanemann Björn Sigurðsson norður í Flatey á Skjálfanda að rannsaka taugaveikifaraldur sem þar gekk. Um árangur þeirrar ferðar skrifaði Björn skýrslu sem landlæknir birti í Heilbrigðisskýrslwn 1936. Vinnan sem lýst er í þessari frumsmíð höfundarins, ber með sér alla þá eiginleika sem áttu eftir að móta farsælt starf hans síðar á ævinni, vandvirkni, óþreytandi starfsorku, rökhyggju, útsjónarsemi og frumleika. Þama á skerinu norður við Dumbshaf tókst Birni að búa til nothæfan hitaskáp úr næstum því engu efni. Við þessar „starfsaðstæður" leysti hann af hendi með prýði það verk sem hann hafði tekið að sér. Sömu eiginleikar nutu sín vel nokkrum árum síðar, þegar Björn lagði fræðilegan og efna- hagslegan grundvöll að Tilraunastöð Háskólans í meinafræði að Keldum og þeim verkefnum sem þar var unnið að í hans tíð. Björn var námskandídat á sjúkrahúsi Hvítabandsins í Reykjavík og jafnframt aðstoðarlæknir á rannsóknastofu Háskólans í meina- og sýklafræði við Barónsstíg. Að loknu kandídatsárinu lá leið Björns til Kaupmannahafnar í framhaldsnám í meina- og sýklafræði. Þar var hann vorið 1940, þegar Þjóðverjar hernámu Danmörku og Bretar ísland. Björn kom heim haustið 1940 með Petsamóhópnum, síðasta íslendingahópnum sem komst hingað frá Danmörku meðan seinni heimsstyrjöldin geisaði. Hann fór aftur að vinna á rannsóknastofu Háskólans. Sumarið 1941 fékk Björn styrk úr Rockefellersjóði til framhaldsnáms í Bandaríkjunum. Hann var þar í tvö ár við nám og rannsóknir í Princeton-háskóla í New Jersey og lagði aðaláherslu á veirufræði, fræðigrein sem þá var eiginlega í frumbernsku. Björn kom heim úr Bandaríkjadvölinni sumarið 1943. A námsárum Björns barst hingað plága sem gerði nærri útaf við sauðfjárbúskapinn, einu atvinnugreinina í landinu í þá daga. Árið 1933 voru fluttar hingað 20 kindur af karakúlstofni. Þær komu frá margverðlaunuðu þýsku fjárræktarbúi og voru með öll tilskilin heilbrigðisvottorð í góðu lagi. Islenskur dýralæknir hafði verið sendur að skoða þær vel og vandlega áður en þær voru keyptar, og hér tók við tveggja mánaða sóttkví í Þerney áður en kindunum var dreift á bestu bæi um land allt. Samt fluttu þessar skepnur með sér fjóra banvæna sjúkdóma sem höfðu ekki áður sést hér. Tveir þeirra, garnaveiki (paratuberculosis) og votamæði (pulmonary adenomatosis), voru þekktir í öðrum lönd- um, þó að enginn hefði áður séð þá hér, en tveir, þurramæði (;maedi) og visna (visna), höfðu hvergi fundist áður. Alþjóðaheiti þeirra eru íslensk, þ.e. heitin sem Björn Sigurðsson notaði í fræðigreinunum þegar hann lýsti meingerð þeirra fyrstur manna. Rannsóknir á þessum fjórum sjúkdómum urðu aðalstarf Björns og grundvöllur þeirrar skilgreiningar á hæggengum veirusýkingum sem hann er þekktastur fyrir. Það liðu tvö til sex ár frá þessum innflutningi þar til fór að bera á sjúkdómum í heimafénu hér. Rannsóknaraðstaða var hvergi nema á rannsóknastofu Háskólans í meina- og sýklafræði og læknarnir þar unnu allir að því að reyna að leysa gátuna þegar glíman við hana byrjaði. Tjón bænda jókst með hverju ári sem leið og mikil þörf var orðin á betri rannsóknaraðstöðu fyrir landbúnaðargeirann. Þegar Björn kom aftur frá Bandaríkjunum fór hann beint í fulla vinnu á rannsóknastofu Háskólans og vann jafnframt að því að koma upp alveg nýrri stofnun, Tilraunastöð Háskólans í meinafræði að Keldum. Stór Rockefellerstyrkur fékkst til þessarar nýju til- raunastöðvar með því skilyrði að Björn Sigurðsson yrði þar forstöðumaður. Þessi nýja tilraunastöð tók til starfa árið 1948 og stýrði Bjöm henni af miklum krafti til æviloka. Björn var einstakur starfsmaður sem allir á Keldum báru mikla virðingu fyrir. Fyrir Birni voru erfiðleikar til að sigrast á þeim, verkefnin til að vinna þau vel, niðurstöður tilrauna til að draga af þeim rökréttar ályktanir, skoðanamunur til að ræða hann og komast að rökréttum niðurstöðum, og í fræðunum fannst honum réttast að leggja spurningar vandlega fyrir náttúruna sjálfa með tilraunum og athuga svörin. Þannig lifði Bjöm lífinu í dagsins önn. Hann vann daglega langan starfsdag. Þó að hann hefði með höndum svo mikla stjórnsýslu að flestum fyndist það fullt starf nú, virðist það ekki hafa komið mjög mikið niður á vinnu 364 LÆKNAblaðiö 2011/97

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.