Læknablaðið - 15.06.2011, Blaðsíða 32
UMFJÖLLUN O G GREINAR
„Fræðin eru orðin það flókin að til að ná árangri þarf samstarf margra með sérþekkingu á ýmsum sviðutnsegir Einar Stefánsson augnlæknir.
minni ég hafði gert ráð fyrir; menn
voru ekki komnir útúr gamla farinu
sem ég hafði kynnst aðeins áður en
ég fór út tíu árum fyrr. En þetta var
að breytast og þama voru komnir til
áhrifa mjög öflugir menn eins og Helgi
Valdimarsson og Þórður Harðarson
ásamt fleirum sem voru brimbrjótar
og skólinn var að breytast í þá
vísindastofnun sem hann hefur orðið
síðan. Fyrstu tvö til þrjú árin eftir að
ég kom heim döluðu vísindarannsóknir
mínar verulega, en þess í stað varð ég
mjög virkur sem klíníker og skurðlæknir.
Það var svo í árslok 1992, þegar ég var
að taka saman skýrslu um ritstörf mín
á árinu vegna háskólakennslunnar, að
ég vaknaði upp við þann vonda draum
að ég hafði eiginlega eingöngu skrifað
greinar í Morgunblaðið allt það ár."
Einar leggur þó áherslu á að þetta
hafi verið mjög skemmtilegur og
athafnasamur tími, árin eftir að hann
kom heim. „Eg naut þess mjög að
stunda augnlækningar og taka þátt í að
byggja upp kennslu við læknadeildina
og það má segja að ég hafi á vissan
hátt gleymt mér við þau störf þar til
að ég rankaði við mér þama í árslok
1992 og spurði sjálfan mig hvað orðið
hefði um vísindamanninn. Þá tók við
skemmtilegur tími sem stendur enn.
Hér voru aðstæður þó allt aðrar en ég
hafði vanist í Bandaríkjunum. Hér var
engin aðstaða til að stunda dýratilraunir
svo við fórum út í annars konar rann-
sóknir. Við hófum að rannsaka skimun
í sykursýki, en ísland hafði verið eitt
fyrsta landið til að taka upp reglulega
skimun við augnsjúkdómum af völdum
sykursýki árið 1980 undir stjórn Þóris
Helgasonar sykursýkilæknis ásamt Guð-
mundi Bjömssyni prófessor og Frið-
bert Jónassyni. Við fórum sem sagt
að rannsaka árangur þessarar skim-
unar en ásamt mér var ungur læknir,
Jóhannes Kári Kristinsson, sem skrifaði
doktorsritgerð sína um þetta efni undir
minni handleiðslu. Við fundum það
út að blinda vegna sykursýki hafði
minnkað næstum því fimmfalt vegna
þessara aðgerða. Um þetta skrifuðum
við nokkrar merkar greinar sem urðu
síðan til þess að fleiri lönd tóku upp
skimun með sama sniði. Blinda vegna
sykursýki er næstalgengasta orsök
blindu í heiminum og víða um lönd
er þetta algengasta ástæða þess að fólk
á vinnualdri tapar sjón. Þetta er því
gríðarlega alvarlegur augnsjúkdómur
og það sýnir sig að ef þessar slæmu
breytingar eru greindar tímanlega og
meðhöndlaðar tímanlega með leisi-
geislatækni er hægt að draga allt að
því fimmfalt úr hættunni á því að fólk
verði blint. Lykillinn að þessum árangri
er að greina hættulegu breytingamar
áður en sjúklingurinn fer að tapa sjón,
og eina leiðin til þess að finna sjúk-
dóminn áður en sjúklingurinn veit af
honum sjálfur er með reglulegri skoðun.
Þetta hefur verið að breiðast út um
lönd og við höfum unnið markvisst
að því að kynna árangurinn af þessu
fyrirbyggjandi starfi. í framhaldi
372 LÆKNAblaðið 2011/97