Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.07.2011, Blaðsíða 3

Læknablaðið - 15.07.2011, Blaðsíða 3
Læknablaðið THE ICELANDIC MEDICAL IOURNAL mvw. laeknabladid. is Það skemmist ei tönn ... Hlíðasmára 8, 201 Kópavogi 564 4104-564 4106 Útgefandi Læknafélag Islands Læknafélag Reykjavíkur Ritstjórn Engilbert Sigurðsson, ritstjóri og ábyrgðarmaður Anna Gunnarsdóttir Gunnar Guðmundsson Gylfi Óskarsson Hannes Hrafnkelsson Inga S. Þráinsdóttir Tómas Guðbjartsson Þórdís Jóna Hrafnkelsdóttir Tölfræðilegur ráðgjafi Thor Aspelund Ritstjórnarfulltrúi Védís Skarphéðinsdóttir vedis@lis.is í sumar verður ýmislegt á döfinni í hinu nýreista Lækningaminjasafni og Nesstofu, að sögn Önnu Þorbjargar Þorgrímsdóttur safnstjóra. Nýja húsið er risið og sómir sér glæsilega og í sumar verður unnið að fegrun umhverfis bygginguna. Enn er ýmsum frágangi innanhúss ólokið en þó verður húsið opið og kynnt á auglýstum tímum á tímabilinu 10. júlí - 28. ágúst. Á íslenska safnadeginum 10. júlí verður opnuð ný sýning, Það skemmist ei tönn... í nýbyggingunni og er hún haldin í tengslum við átak í tannheilsu og tannvernd. Sýndir verða ýmsir merkir munir í eigu safnsins er tengjast tannlækningum í gegnum tíðina, tannlæknastólar og ýmis áhöld. Þá verða haldnir fyrirlestrar um tannheilsu í tengslum við sýninguna. í Urtagarðinum í Nesi dafna lækningaplöntur og matjurtir vel en boðið verður upp á leiðsögn um garðinn á Safnadaginn. Nesstofan er opin alla daga í sumar frá 13-17 og þar verður opnuð ný sýning um lækningar og lyfjagerð 4. júlí. Allar upplýsingar um sýningarnar, opnunartíma, fyrirlestra og aðra dagskrá Lækningaminjasafnsins er að finna á heimasíðunni www.laekningaminjasafn.is og www.nesstofa.is en þar er einnig ýmis fróðleikur um starfsemi safnsins, byggingarframkvæmdirnar og sögu lækninga. Blaðamaður og Ijósmyndari Hávar Sigurjónsson havar@lis.is Auglýsingastjóri og ritari Soffía Dröfn Halldórsdóttir soffia@lis.is Umbrot Sævar Guðbjörnsson saevar@lis.is Upplag 1700 Áskrift 10.500,- m. vsk. Lausasala 1050,- m. vsk. LISTAMAÐUR MÁNAÐARINS Verk Finnboga Péturssonar (f. 1959) á forsíðu Læknabiaðsins ber heitið Motordrawing 45° og er frá þessu ári, 2011. Af nánast vísindalegum metnaði hefur Finnbogi á ferli sínum fengist við að skoða grunneiginleika ýmissa krafta og efna sem leynast i umhverfi okkar, til að mynda Ijóss og hljóðs, elds og vatns. Einkum hefur hann lagt stund á að kanna tengsl hljóðs og myndar og er til dæmis kunnur af verkum sínum sem sýna hvernig hljóðbylgjur gára vatnsyfirborð og móta heillandi mynstur. I verkinu sem hér um ræðir og Finnbogi kennir við teikningu er um að ræða eins konar pendúl sem sveiflast til og frá. Nokkurra metra löng stöng hangir I mótor sem er hátt uppi á vegg og viðheldur sveiflunni en í hinum endanum er lítil kvikmyndatökuvél. Vélinni er beint niður á við og er hún tengd við sjónvarpsskjá sem er staðsettur á gólfinu fyrir miðjum vegg undir pendúlnum. Hann sýnir I beinni útsendingu það sem myndavélin nemur. Pendúllinn sveiflast fram og til baka i 45 gráður og nemur myndavélin umhverfið til beggja hliða, til dæmis fætur áhorfenda sem standa nærri og geta séð sjálfa sig á sjónvarpsskjánum á gólfinu í mýflugumynd. Þar sem skjárinn er staðsettur beint undir pendúlnum nemur myndavélin hann einnig þegar hún sveiflast hjá og þá á sér stað einhvers konar speglun sem veldur truflun í kerfinu og myndin flöktir. I raun má segja að myndavélin sjái sjálfa sig eitt augnablik og að hringrásin lokist. Þetta gerist svo hratt að áhorfendur eiga erfitt með að greina það og standa hjá nokkra stund til að átta sig á þessari virkni. Þannig má túlka verkið sem eins konar myndlikingu fyrir listupplifun, þvi það myndgerir i raun þetta óskilgreinda augnabiik þegar áhorfandi og listaverk mætast. Markús Þór Andrésson Prentun, bókband og pökkun Oddi, umhverfisvottuð prentsmiðja Höfðabakka 3-7 110 Reykjavík © Læknablaðið Læknablaöiö áskilur sér rétt til að birta og geyma efni blaðsins á rafrænu formi, svo sem á netinu. Blað þetta má eigi afrita með neinum hætti, hvorki að hluta né í heild án leyfis. Fræðigreinar Læknablaðsins eru skráðar (höfundar, greinarheiti og útdrættir) í eftirtalda gagnagrunna: Medline (National Library of Medicine), Science Citation Index (SciSearch), Journal Citation Reports/Science Edition og Scopus. The scientific contents of the lcelandic Medical Journal are indexed and abstracted in Medline (National Library of Medicine), Science Citation Index (SciSearch), Journal Citation Reports/ Science Edition and Scopus. ISSN: 0023-7213 LÆKNAblaðið 2011/97 399
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.