Læknablaðið - 15.07.2011, Blaðsíða 9
RITSTJÓRNARGREIN
Er bjart yfir íslandi?
Jón Hjaltalín
Ólafsson
húð-og
kynsjúkdómalæknir á
Landspítala
jonh@landspitali.is
Þótt undarlegt sé, hafa harla litlar upp-
lýsingar verið handbærar um magn út-
fjólublárra geisla á íslandi. í þessu hefti
Læknablaðsins eru tvær greinar eftir húð-
læknana Bárð Sigurgeirsson og Hans
Christian Wulf sem fjalla um roðavaldandi
geislun á íslandi. Fram kemur meðal annars
að útfjólublá geislun á sólríkum degi getur
orðið sexfalt það geislamagn sem nægir
til að valda sólbruna. Sólbruni þarf þó
ekki að koma þeim á óvart sem eru með
viðkvæma húð og eru úti við þegar sól er
hátt á lofti. Það kemur þó á óvart að magn
þessara geisla sé svo mikið sem lýst er. Þrátt
fyrir efnahagserfiðleika leita Islendingar
enn mikið til sólarlanda í frí, því íslenska
sumarið er stutt. Loftið hérlendis er oftast
hreint og á það trúlega stóran þátt í að
öflugir útfjólubláir geislar ná á yfirborð
landins. íslensku geislamælingarnar fóru
fram í Skorradal, sem liggur á svipaðri
breiddargráðu og Þrándheimur í Noregi.
Útfjólubláa geislunin virðist vera svipuð
á báðum stöðum. Reyndar er tímabilið
sem mælingar fóru fram hérlendis stutt
eins og höfundamir benda á. Líklegt er
að þessum mælingum verði haldið áfram.
Vonir standa til að Geislavarnir ríkisins
muni setja upp svipaðar mælistöðvar á
fleiri stöðum. Mælitæki og vinna við þessa
rannsókn var að öllu leyti einkaframtak og
má það teljast frekar óvenjulegt en einnig
virðingarvert.
Svo virðist sem hlýrra sé á landinu
en fyrir fáeinum áratugum. Hugsanlega
er þetta einungis stutt náttúrleg sveifla
en þegar myndir birtast af ungu fólki
buslandi í sjónum við hvítar strendur í
Garðabæ eða í Nauthólsvík hvarflar að
manni að veðurfar sé í raun hlýnandi.
Nýlega hefur verið sýnt fram á svo ekki
verður vefengt, að sölt böð, frekar en böð
í hreinu vatni, auka gegndræpi húðar fyrir
útfjólubláum geislum. Af þeim sökum er
enn frekar ástæða til að verja húðina vel
þegar baðað er í sjó eða öðrum söltum
böðum. Bláa lónið er heilsulind sem óhætt
er að mæla með fyrir allan almenning og
ekki síst fyrir sjúklinga með sjúkdóma eins
og sóríasis. Þar er saltmagnið mun minna
en í sjó en þó til staðar og á ef til vill þátt
í þeim góða meðferðarárangri sem næst
hjá sóríasissjúklingum sem meðhöndlaðir
eru þar.
Útfjólubláir geislar og sólvarnarkrem:
Sá stuðull sem er á sólvarnarkremum
og kallast SPF (Sun Protective Factor) á
einungis við þá vörn sem kremin veita
gegn útfjólubláum-B geislum (ÚF-B, Ultra
Violet B) en ekki gegn ÚF-A geislum. ÚF-A
geislar hafa lengri bylgjulengd en ÚF-B
geislar en með lengri bylgjulengd fara
geislarnir dýpra niður í húðina. Til dæmis
fara ÚF-A geislar í gegnum gler. ÚF-A
geislar eru einmitt aðalbylgjulengdin í
sólbaðstofulömpum. Stuttu ÚF-B geislamir
brenna húðina frekar en ÚF-A geislar.
Rannsóknir hafa sýnt að ÚF-A geislarnir
eru krabbameinsvaldandi, ekki síður en
ÚF-B geislar. Á umbúðum sumra nýrra
sólvarnarkrema stendur „Broad spectrum"
og verja þau þá bæði gegn ÚF-B og ÚF-A
geislum, en mælt er með notkun slíkra
krema. Ráðlagt er að nota krem með SPF
25 í það minnsta, og einnig með ÚF-A
vörn. Þegar krem eru borin á í þunnu lagi
gefa þau oftast ekki þá vörn sem stendur
á umbúðunum. Ef viðkomandi brennur
eftir 10 mínútna sólbað án sólvarnar ætti
hann að þola sólbað án bruna 25 sinnum
lengur (250 mínútur) ef hann ber á sig krem
sem hefur SPF 25. Mæling framleiðandans
sem sýndi 25-falda vörn er oftast þannig
gerð að þykktin á kreminu sem borið er
á húðina er svo mikil að fáir ef nokkrir
bera kremin á sig í því magni. Því virðist
sem krem með SPF 25 verji húðina oftast
ekki nema sem samsvarar SPF 10-15. Af
þessum sökum væri best að nota krem
með sem allra hæstum stuðli (SPF 50) og
bera ef til vill örlítið þynnra og fá þannig
raunverulega vörn sem jafngildir SPF 15-25.
Flestir eru nú sammála því að ÚF-
geislar geti stuðlað að myndun sortuæxla
þó þeir séu alls ekki eina orsökin. Hér á
landi hefur nýgengi sortuæxla verið hátt
undanfarin ár og þá sér í lagi hjá ungum
konum. Með þetta í huga eru greinarnar
í þessu hefti um roðavaldandi geisla enn
áhugaverðari. Sortuæxli eru alvarleg en
sem betur fer eru þau oft ennþá þunn
og hafa ekki valdið meinvörpum þegar
þau eru fjarlægð. I þeim tilvikum eru
þau læknanleg með skurðaðgerð. Hingað
til hefur lyfjameðferð ekki gefist vel hjá
sortuæxlasjúklingum með meinvörp en nú
hafa tvö ný lyf verið þróuð og virðist sem
þau geti lengt lífslíkur hjá sumum þeirra.
Með aukinni fræðslu um sólvarnir og vel
upplýstum almenningi vonum við að fækka
megi sortuæxlum hérlendis.
Clear skies in lceland?
Associate Professor in Dermatology and Venereology
University of lceland,
Chairman Department of Dermatology and Venereology,
Landspitali University Hospital
LÆKNAblaðið 2011/97 405