Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.07.2011, Blaðsíða 13

Læknablaðið - 15.07.2011, Blaðsíða 13
RANNSÓKN Tafla II. Endurkomur á kvennadeild fyrir og eftir upphaf flýtibatameðferðar við valkeisaraskurð. Tímabil Heildarfjöldi kvenna Árið 2007 192 konur okt 2008 - nóv 2009 224 konur Endurkomur á kvennadeild innan mánaöar frá útskrift Fjöldi kvenna Fjöldi skipta/konu Hlutfall kvenna % Fjöldi kvenna Fjöldi skipta/konu Hlutfall kvenna % Göngudeiidarkomur Brjóstagjafarvandamál (Brjóstaráðgjöf) 17 1,8 8,9 17 1,5 7,6 Vandamál tengd skurði skurðsýkingar meðtaldar 7 1,7 3,6 14 1,6 6,3* Vandamál frá legi, brjóstasýkingar, þvagfærasýkingar eða hiti án skýringa 9 1,4 4,7 10 1,2 4,5 Annað (viðtöl við félagsráðgjafa, sykursýkismóttaka og blóðþrýstingsmælingar 5 1,6 2,6 15 1,9 6,7** Endurinnlagnir 3 1,3 1,6 4 1,0 1,8 'p=0,22 "p=0,05. bams (38 konur árið 2003, 24 konur 2007, 26 konur 2008-9). Miðgildi, fjórðungamarkabil (interqmrtile range) og rammarit (boxplot) voru notuð til samanburðar þar sem legutími fylgdi ekki normaldreifingu. Hlutfallsleg áhætta (risk ratio, RR) og 95% öryggisbil (confidence intervál, CI) var notað við samanburð á legutíma frum- og fjölbyrja. Marktækni var ákvörðuð með Wilcoxon og Kruskal-Wallis prófum. Konur sem fæddu tvíbura voru skoðaðar sér, þar sem sá hópur var ekki sambærilegur með tilliti til meðgöngulengdar og fylgikvillatíðni. Þar sem endurinnlagnir innan 30 daga voru mjög fáar og því erfitt að treysta gögnum frá legukerfi, var öllum konum í hópum 2008-9 og 2007 flett upp handvirkt í Sögukerfinu og kannað hvort þær lögðust inn aftur eða komu á göngudeild, og fjöldi og ástæður skráðar. Endurinnlagnir og endurkomur 2003 voru ekki athugaðar. Haft var gæðaeftirlit með flýtibatameðferð fyrsta árið í formi framvirkrar skráningar á sérstök eyðublöð, sem var að hluta liður í að fylgja eftir breyttu verklagi. Skráður var aldur konu, fyrri fæðingar og keisaraskurðir, þyngdarstuðull (Body Mass Index = BMI) miðað við þyngd í fyrstu mæðraskoðun (skráð í fimm flokkum) og þyngdaraukning á meðgöngu. Einnig var skráð hvenær konur borðuðu fyrst og fóru fram úr eftir fæðingu (í heilum tímum), sem og notkun ógleði- og verkjalyfja. Tengsl ofangreindra þátta við legutíma í klukkustundum voru könnuð með fylgnistuðli Spearmans og marktækni ákvörðuð, annars vegar út frá Wilcoxon raðprófi og hins vegar x2 nákvæmniprófi Fishers, eftir því sem við átti. Notast var við legutíma frá fæðingu fremur en innskrift til að forðast skekkju vegna mismunandi biðtíma fram að aðgerð. Konum var skipt eftir því hvort snemmútskrift náðist eða ekki, og miðgildi samfelldra breyta skoðuð í þeim hópum með Wilcoxon raðprófi eða Kruskal-Wallis tilgátuprófi. Miðgildi legutíma og fyrstu máltíðar var skoðaður með tilliti til notkunar ógleðilyfja. Munur var talinn marktækur ef p-gildi var <0,05. Anægja kvenna með breytta meðferð var könnuð með afturskyggnum hætti. Konur í flýtibatameðferð á tímabilinu janúar til maí 2009 fengu senda ánægjukönnun í tölvupósti þremur til fimm vikum eftir útskrift. Af 62 konum svöruðu 54 (87%). Meðal annars var spurt um hvort konu hafi fundist dvölin hæfilega löng og hvort aðstoð við brjóstagjöf og verkjastilling hafi þótt fullnægjandi. í niðurstöðum er annars vegar greint frá samanburði á legutíma heildarhópa kvenna sem fæddu með valkeisaraskurði á ofan- greindum tímabilum, sem þá er vísað til með ártölum, og hins vegar fagrýni á flýtibatameðferð. Niðurstöður Legutími eftir valkeisaraskurð styttist marktækt um rúmlega sólar- hring eftir innleiðslu flýtibatameðferðar, í tvo til þrjá sólarhringa hjá meirihluta kvenna. Af konum sem fæddu einbura með valkeisaraskurði 2008-9, að meðtöldum þeim sem ekki fengu flýtibatameðferð (n=31), gátu 66% útskrifast snemma (mynd 1). Miðgildi legutíma kvenna með einbura styttist úr 82 í 52 tíma milli 2007 og 2008-9 (mynd 2). Konur sem fæddu einbura fóru marktækt fyrr heim 2007 miðað við 2003, án sérstakra breytinga á meðferð, en sá munur var nær eingöngu vegna kvenna sem áttu börn fyrir (tafla I). Munur á legutíma frumbyrja og fjölbyrja var tæpur sólarhringur árið 2007 en einungis um ein klukkustund 2008-9. Meðalaldur kvennanna var 32 ár á öllum tímabilum. Um fimm prósent af konum sem fór í valkeisaraskurð á hverju tímabilanna fæddu tvíbura. Þegar tekin voru saman öll tímabilin (n=34), lá aðeins fjórðungur þessara kvenna innan við fjögurra sólarhringa sængurlegu. Legutími kvenna með tvíbura styttist um tvo sólarhringa milli 2003 og 2008-9 (p=0,005). Þrátt fyrir það var miðgildi legutíma kvenna með tvíbura 116 klst árið 2008-9 miðað við 52 klst. hjá konum sem fæddu einbura á sama tímabili (p<0,0001). Fjórar konur voru endurinnlagðar af heildarhópnum 2008-9 (n=224, fjölburameðgöngur meðtaldar), allar meira en hálfum mánuði eftir útskrift. Ein kona til viðbótar fór í aðgerð vegna sjúkdóms ótengdum keisaraskurðinum og var ekki tekin með. Árið 2007 (n=192) voru fjórar endurinnlagnir, þar af lagðist ein kona tvisvar inn. Algengustu vandamálin voru sýkingar, vandamál tengd skurðsári, brjóstum eða legi (tafla II). Sama hlutfall kvenna leitaði á göngudeild bæði tímabilin vegna annarra sýkinga en í skurði eða blæðinga frá legi. Heldur fleiri komu til að láta skoða skurðinn eftir að snemmútskriftir hófust en munurinn var ekki marktækur. Ein kona fékk alvarlega skurðsýkingu á LÆKNAblaðið 2011/97 409
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.