Læknablaðið - 15.07.2011, Blaðsíða 24
Y F I R L I T
Um miðjan daginn breytist styrkur sólargeislanna lítið, ef
ekki koma til breytingar á skýjafari. Sé styrkur sólargeislanna
stöðugur í eina klukkustund má reikna geislaskammtinn með
eftirfarandi formúlu:
Geislaskammtur = ÚF-stuðull x 3600 /40 = ÚF stuðull X 90 0/m1 2 3 4 *)
Af þessu leiðir að SRS/klst. = 0,9 x ÚF-stuðull
Það má því segja með nægilegri nákvæmni að um miðjan
daginn sé fjöldi staðlaðra roðaskammta á klukkustund = ÚF-
stuðull.9 Þess ber að geta að ísland er ekki á beltistíma, heldur er
sólin hér hæst á lofti um kl. 13:30. Þetta er þó örlítið breytilegt
eftir staðsetningu. í Reykjavík er sólin að meðaltali hæst á lofti
kl. 13.28.
Roðavaldandi geislar á íslandi
Þegar niðurstöður mælinga á ÚF-stuðli og stöðluðum roða-
skömmtum sumarið 2010 eru skoðaðar kemur í ljós að ÚF-stuðull
fer yfir þrjá flesta daga sumarsins og því er notkun sólvarnar
nauðsynleg að sumarlagi ef sést til sólar.10
Júní var sólríkasti mánuðurinn og mældust að meðaltali 20
staðlaðir roðaskammtar á dag. Sé tekið tillit til þess að fölur
íslendingur þolir eingöngu fjóra staðlaða roðaskammta, er ljóst
að að flesta daga í júní er hægt að fá fimmfaldan skammt sem
þarf til þess að húðin brenni, ef verið er úti allan daginn. Hæsta
gildið sem mældist í júní var 32 SRS, eða áttfaldur sá skammtur
sem þarf til þess að brenna í sólinni. Þeir sem hafa viðkvæma
húð þola eingöngu einn til tvo staðlaða roðaskammta og því
mun skemmri tíma í sólinni. Þegar líður á sumarið eykst þol
einstaklinga fyrir sólinni um 25-50%.
Athygli vekur að strax í lok apríl mældust á þriggja klukku-
stunda tímabili um miðjan dag fjóra til sex staðlaðir roðaskammtar
á sólríkum dögum. í lok maí má finna nokkra daga þar sem
sólin gefur frá sér 10 staðlaða roðaskammta um miðjan daginn
og í kringum 25 allan daginn. í júní og júlí má finna nokkra
sólríka daga þar sem 12-13 staðlaðir roðaskammtar mældust yfir
miðjan daginn og yfir 30 allan daginn.
Þetta verða að teljast nokkuð háar tölur og ljóst er að á
sólríkum degi að sumarlagi er auðvelt að brenna illa, jafnvel
eftir stutta útiveru.
í töflu IV hafa verið teknar saman upplýsingar, byggðar á
mælingum frá 2010, um sólráð að sumarlagi á íslandi.
Rétt er að hvetja lækna hér á landi til að kynna reglulega
sólvarnir fyrir sjúklingum sínum, sérstaklega þeim sem eru í
áhættuhóp að því er varðar sortuæxli eða önnur húðkrabbamein
(til dæmis þeir sem hafa marga fæðingarbletti, óreglulega
fæðingarbletti, ættarsögu eða húð sem þolir illa sól). Rannsókna er
þörf á sólvenjum íslendinga áður en hægt er að fullyrða um hve
mikinn þátt sólin á íslandi á í háu nýgengni sortuæxla hérlendis.
Upplýsingar um ÚF-stuðul á höfuðborgarsvæðinu má nálgast
á heimasíðu Húðlæknastöðvarinnar (www.hls.is). Upplýsingar
um ÚF-stuðul í Borgarfirði má fá á heimasíðu Félags sumar-
húsaeigenda í Hvammi (www.hvammshlid.is).
Að lokum viljum við nota tækifærið og hvetja íslenska fjölmiðla
til að birta ÚF-stuðul yfir sumarmánuðina og að kynna gildi
hans fyrir notendum sínum.
Heimildir
1. Útfjólublá geislun sólar og þynning ósonlagsins.
Upplýsinga- og staðreyndarit nr. 10. Umhverfisstofnun,
Reykjavík 2005.
2. Stolarski R, Bojkov R, Bishop L, Zerefos C, Staeheiin J,
Zawodny J. Measured trends in stratospheric ozone.
Science 1992; 256: 342-9.
3. Sigurðsson Á. Ósonmælingar í Reykjavík 1957-2009.
Fræðaþing Veðurfræðifélagsins. 2010. www.vedur.org/
index.php/fraedathing/fraedathing-2009-2010/maí 2011.
4. Diffey BL. What is light? Photodermatol Photoimmunol
Photomed 2002; 18: 68-74.
5. Hönigsmann H. Erythema and pigmentation.
Photodermatol Photoimmunol Photomed 2002; 18: 75-81.
6. Diffey BL. The consistency of studies of ultraviolet
erythema in normal human skin. Phys Med Biol 1982; 27:
715-20.
7. Erythema Reference Action Spectrum and Standard
Erythema Dose (CIE S 007/E-1998; ISO 17166:1999(E)).
CIE, Geneve 1999.
8. Global Solar UV index. A practical guide: World Health
Organization 2002. www.who.int/uv/publicahons/glo-
balindex /en / index.html /nóvember 2010.
9. Wulf HC, Eriksen P. UV-indeks og dets betydning. Ugeskr
Laeger 2010; 172:1277-9.
10. Sigurgeirsson B, Wulf H. Mælingar á roðavaldandi geisl-
um sólarinnar sumarið 2010. Læknablaðið 2011; 97: 411-4.
11. Setlow RB. The wavelengths in sunlight effective in
producing skin cancer: a theoretical analysis. Proc Natl
Acad Sci USA1974; 71:3363-6.
12. Diffey BL, Jansen CT, Urbach F, Wulf HC. The standard
erythema dose: a new photobiological concept. Photo-
dermatol Photoimmunol Photomed 1997; 13: 64-6.
ENGLISH SUMMARY
Erythemogenic UV rays
Sigurgeirsson B, Wulf HC
The UV-index is an international standard measurement of the strength of erythemogenic ultraviolet radiation. It is often published in the media and then
refers to the highest expected UV radiation for that day. The highest UV-index value measured in lceland is seven. Although this is similar to the maximum
values from southern Scandinavia, the average UV-index is lower in lceland compared to other Nordic countries. Around solar noon the UV index is
roughly equivalent to the Standard Erythema Dose (SED). During a bright summer day in lceland the number of Standard Erythema doses can go as high
as 32, but is on average in June around twenty. The typical lcelander gets red after 4-6 SED and it is obvious that during solar noon it is easy to sunburn in
lceland if you stay outside without sun protection.
Key words: UV index, ultraviolet radiation, standard erythema dose, sunburn.
Correspondence: Bárður Sigurgeirsson, bsig@hudlaeknastodin.is
420 L/EKNAblaðið 2011/97