Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.07.2011, Blaðsíða 15

Læknablaðið - 15.07.2011, Blaðsíða 15
RANNSÓKN þar sem borin var saman fasta og fæðuinntaka skömmu eftir keisaraskurð, sýnt um sólarhrings styttingu á sjúkrahúslegu.1' 18 Stutt fasta og næring fljótt eftir aðgerð er meginatriði í flýtibatameðferðinni16 og gæti þannig einnig átt þátt í breyttum legutíma. Ekki fundust þó marktæk tengsl milli legutíma og fyrstu máltíðar þegar skoðaðar voru konur í flýtibatameðferð sem allar borðuðu innan átta klukkutíma. Tíundu hverri konu sem fékk flýtibatameðferð var gefið ógleðilyf. Tíðni þessa vandamáls er mismunandi (4-32%), en skilgreiningar einnig breytilegar, sem og notkun verkjalyfja. í rannsókn á konum sem fengu morfín eftir keisaraskurð var tíðni ógleði 14%.7 Ógleði tengist oft þenslu á kvið og vægri gamalömun. Orsakir garnalömunar eftir aðgerð eru lítt skilgreindar en tengjast hamlandi sympatískum taugaviðbrögðum, bólgu í görnum og lyfjanotkun.3 Eftir legnám þurftu þrisvar sinnum færri konur ógleðilyf meðal kvenna sem fóru snemma heim, miðað við hinar sem voru lengur inniliggjandi.12 Ekki var marktækur munur á þessu í okkar úrtaki. Þörf er á rannsókn á tíðni ógleði eftir keisaraskurð þar sem reynt væri að meta orsakir ógleðinnar og í kjölfarið áhrif ógleðivarna. Fagrýni sýndi að fáeinar konur voru með verki sem töfðu útskrift og þurftu meira morfín. Sambærilegum hópi kvenna fannst verkjastillingin heldur ekki fullnægjandi. Þetta mætti bæta, en taka þarf mið af því að ógleði virðist algengara vandamál en miklir verkir. Notkun ópíóíð-lyfja getur stuðlað að ógleði, einkum við gjöf í æð. Aukin notkun er því ekki ákjósanleg þegar verkir hamla heimferð og leita þarf annarra leiða í verkjameðhöndlun. Eftir að innlagnarferli valkeisaraskurða var endurskoðað með aðferðir flýtibatameðferðar að leiðarljósi og heimaþjónusta bauðst, hafa konur útskrifast fyrr heim en áður tíðkaðist. Allar hraustar konur sem fæða fullburða böm með valkeisaraskurði ættu að hafa möguleika á snemmútskrift. Konur sem tala ekki íslensku eða fæða tvíbura ættu að fá flýtibatameðferð, og skoða þarf hvort hægt sé að bjóða þessum konum heimaþjónustu. Veita þarf einstaklingsmiðaða meðferð þegar við á og huga vel að mjög ungum konum, auk þess að hafa augun opin fyrir nýjum meðferðarmöguleikum til verkjastillingar og ógleðivama. Þakkir Birnu Björgu Másdóttur lækni, hag- og upplýsingamálum, Land- spítala og Guðrúnu Garðarsdóttur ritara Fæðingarskráningar, er þakkað fyrir aðstoð við gagnaöflun. Hildi Harðardóttur yfir- lækni fæðinga, meðgöngu- og fósturgreiningadeilda og starfsfólki sængurkvennadeildar og skurðstofu á kvennadeild er þökkuð aðstoð við framkvæmd rannsóknarinnar og innleiðingu flýtibata- ferlisins. Samstarfshópur um innleiðslu flýtibatameðferðar við val- keisaraskurði samanstóð auk höfunda (að frátöldum tölfræðingi) af Kristínu Jónsdóttur fæðinga- og kvensjúkdómalækni, Aðalbirni Þorsteinssyni yfirlækni svæfinga á kvennasviði, Guðfinnu S. Svein- björnsdóttur hjúkrunarfræðingi/ljósmóður og Rannveigu Rúnars- dóttir deildarstjóra meðgöngu- og sængurkvennadeilda. Heimildir 1. Patolia DS, Hilliard RL, Toy EC, Baker B. Early feeding after cesarean: randomized trial. Obstet Gynecol 2001; 98: 113-6. 2. Izbizky GH, Minig L, Sebastiani MA, Otano L. The effect of early versus delayed postcaesarean feeding on women's satisfaction: a randomised controlled trial. BJOG 2008; 115: 332-8. 3. Kafali H, Duvan CI, Gözdemir E, Simavli S, Onaran Y, Keskin E. Influence of gum chewing on postoperative bowel activity after cesarean section. Gynecol Obstet Invest 2010; 69:84-7. 4. Abd-El-Maeboud KH, Ibrahim MI, Shalaby DA, Fikry MF. Gum chewing stimulates early retum of bowel motility after caesarean section. BJOG 2009; 116:1334-9. 5. Kovavisarach E, Atthakom M. Early versus delayed oral feeding after cesarean delivery. Int J Gynaecol Obstet 2005; 90:31-4. 6. Brooten D, Roncoli M, Finkler S, Amold L, Cohen A, Mennuti M. A randomized trial of early hospital discharge and home follow-up of women having cesarean birth. Obstet Gynecol 1994; 84: 832-8. 7. Strong TH Jr, Brown WL Jr, Brown WL, Curry CM. Experience with early postcesarean hospital dismissal. Am J Obstet Gynecol 1993; 169:116-9. 8. Bossert R, Raybum WF, Stanley JR, Coleman F, Mirabile CL Jr. Early postpartum discharge at a university hospital. Outcome analysis. J Reprod Med 2001; 46: 39-43. 9. Degn-Petersen B, Carlsen H, Weber T, Rasmussen YH, Kehlet H. Accelereret patientforlob efter sectio. Ugeskr Læge 2004; 166: 2254-8. 10. Bulow-Lehnsby AL, Gronbeck L, Krebs L, et al. Komplikationer i forbindelse med kejsersnit i elektivt sectio-team. Ugeskr Læge 2006; 168:4088. 11. Valgeirsdóttir H, Harðardóttir H, Bjamadóttir RI. Fylgikvillar við keisaraskurði. Læknablaðið 2010; 96: 37-42. 12. Summitt RL Jr, Stovall TG, Lipscomb GH, Washbum SA, Ling FW. Outpatient hysterectomy: determinants of discharge and rehospitalization in 133 patients. Am J Obstet Gynecol 1994; 171:1480-4; discussion 1484-7. 13. Magnesi L, Hofmeyr GJ. Early compared with delayed oral fluids and food aftur caesarean section. Cochrane Database of Systemic Reviews 2002, Issue 3. Art. No.:CD003516.DOI:10.1002/14651858.CD003516 14. Kehlet H. Multimodal approach to postoperative recovery. Curr Opin Crit Care 2009; 15: 355-8. 15. Kehlet H, Dahl JB. Anaesthesia, surgery and challenges in postoperative recovery. Lancet 2003; 362; 1921-8 16. Bulow-Lehnsby AL, Gronbeck L, Krebs L, Langhoff-Roos J. Elektivt sectio-team - en organisatorisk nyskabelse. Ugeskr Læger 2006;168:4085-8. 17. Brooten D, Knapp H, Borucki L, et al. Early discharge and home care after unplanned cesarean birth: nursing care time. J Obstet Gynecol Neonatal Nurs 1996; 25: 595-600. 18. Göijmen A, Gögmen M, Sarao lu M. Early post-operative feeding after caesarean delivery. J Int Med Res 2002; 30: 506-11. 19. Kramer RL, Van Someren JK, Qualls CR, Curet LB. Postoperative management of cesarean patients: the effect of immediate feeding on the incidence of ileus. Obstet Gynecol 1996; 88:29-32. LÆKNAblaðið 2011/97 41 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.