Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.07.2011, Blaðsíða 23

Læknablaðið - 15.07.2011, Blaðsíða 23
Y F I R L I T Tafla III. ÚF-stuðull (UV-index) mælir áhrif útfjólublárra geisla á húðina. Því hærri stuðull, þeim mun minni viðveru i sólinni þolir húðin og verður fyrr fyrir skaða. Taflan sýnir ráðleggingar um sólráð eftir því hve hár ÚF-stuðull er. ÚF-stuðull Geislun Sólráð 1-2 Lítil Sólvörn ekki nauðsynleg 3-5 Miðlungs Sólvörn nauðsynleg. Sólgleraugu og hattur eða húfa 6-7 Mikil Sólvörn með háum stuðli (ekki lægri en 15) nauðsynleg. Sólgleraugu, hattur eða húfa. Forðast sólina á milli kl. 12 og 15. 8-10 Mjög mikil Sólvörn með mjög háum stuðli nauðsynleg. Sólgleraugu og húfa eða hattur. Forðast sólina I þrjár klst. um miðjan daginn. >11 Afar mikil Sólvörn með mjög háum stuðli nauðsynleg. Sólgleraugu og húfa eða hattur. Forðast sólina í minnst þrjár klst. um miðjan daginn. Látið ekki sólina skína á bera húð. 250 260 270 280 290 300 310 320 330 340 350 360 370 380 390 400 BylgjuUnfd (nmj Mynd 2. Hlutfallsleg álirif roðavaldandi geisla á Iníðina (rauð lína). Einmg eru sýnd áhrifá erfðaefnið (blá Hna)." má hann í til þess að verja sig fyrir sólinni. Einnig eru hér í blaðinu birtar fyrstu niðurstöður mælinga á ÚF-stuðli sem hafa verið gerðar hér á landi.10 Þær mælingar benda til þess að styrkur útfjólublárra geisla að sumarlagi sé hár hérlendis. Þegar ÚF-stuðull er reiknaður er tekið tillit til þess að áhrifin á húðina eru mismunandi eftir bylgjulengdum. Nánari skilgreining hans er eftirfarandi: ÚF-stuðull = 40 x E „ eff Ef, = styrkur roðavaldandi geisla mælt sem W/m2 Roðavaldandi geislar eru skilgreindir og vegnir á eftirfarandi hátt, mismunandi eftir bylgjulengd:7 Scr(k) = 1,0 þegar 250 < /. < 298 nm Scr(k) = lo0094<298-x) þegar 298 < \< 328 nm Scr(X) = ÍO0'015'140-)-) þegar 328 < X< 400 nm \ = bylgjulengd Scr(k) = hlutfallsleg roðaáhrif fyrir viðkomandi bylgjulengd Á mynd 2 má sjá mismunandi áhrif útfjólublárra geisla á húðina eftir bylgjulengdum. Á sömu mynd má einnig sjá hvaða bylgjulengdir eru líklegastar til að valda skemmdum á erfða- efninu." ÚF-stuðullinn er breytilegur eftir því hve hátt sólin er á lofti, Tafla IV. Tengsl á milli ÚF-stuðuls og hve lengi er hægt að vera úti i sólinni um miðjan dag án þess að húðin roðni. Einnig er sýnt hvenær er óhætt að vera úti í sól án sólvarnar það sem eftir er dagsins. ÚF- stuöull Dæmi Venjuleg húö (5 SRS) Viðkvæm húð (2 SRS) Hámarkstími í sólinni Úti eftir kl. án sólvarnar Hámarkstími í sólinni Úti eftir kl. án sólvarnar 2 Apríl og september 2 klst. 30 mín. 13:00 1 klst. 15:30 3 Apríl og maí 1 klst. 40 mín. 15:00 40 mín. 17:00 4 Maí og ágúst 1 klst. 15 mín. 16:00 30 mín. 17:00 5 Júll 1 klst. 16.30 25 mín. 17:45 6 Júní 50 mín. 17:00 20 mín. 18:15 þykkt ósonlagsins, endurskinshæfni jarðarinnar (albedo), hæð yfir sjávarmáli, endurkasti frá himinhvolfi og skýjafari. Bæði beint sólskin og dreift endurkast frá himinhvolfinu (aðallega endurkast frá nituratómum) hafa áhrif á ÚF-stuðul. Hæð sólar og skýjafar er hér mikilvægast. Vegna endurkasts getur húðin brunnið þó alskýjað sé. í kringum miðbaug getur stuðullinn náð 15. Á íslandi sveiflast stuðullinn frá núll til sjö,10 sem er svipað og í Danmörku, þó að jafnaði sé stuðullinn heldur hærri þar.9 ÚF-stuðull er hærri á fjöllum. ís og snjór eykur einnig og magnar upp geislrmina. Þannig mælist mun hærri stuðull í fjöllum sem eru þakin jöklum og getur ÚF-stuðulinn hæst orðið 20 við þannig aðstæður, til dæmis í Himalæjafjöllum. í Suður-Evrópu að sumarlagi fer ÚF- stuðull sjaldan yfir níu. Gróf þumalfingursregla segir að ÚF-stuðullinn sé hærri en þrír þegar skuggi þinn er styttri en þú sjálfur um miðjan dag (í raun og veru þegar sólin er hærra á lofti en 45 gráður). Nokkrar staðreyndir um ÚF-stuðul er að finna í töflu II. Eins og fram hefur komið aukast líkur á sólskaða eftir því sem ÚF-stuðullinn er hærri og eru gefnar mismunandi ráðleggingar varðandi sólvarnir eftir því hve hár stuðullinn er. Sjá nánar töflu III. Staðlaðir roðaskammtar Þegar magn roðavaldandi geisla er gefið upp er notast við staðlaðan roðaskammt (SRS) (Standard erythema dose, SED).12 1 staðlaður roðaskammtur = 100 J/m2 af roðavaldandi geislum Fjöldi staðlaðra roðaskammta sem sólin gefur frá sér á tímaeiningu er því mælikvarði á hve mikið geislamagn einstak- lingur sem er úti í sólinni í þann tíma hefur fengið á sig. Sama eining er notuð til að meta styrk geisla frá ljósabekkjum og öðrum tækjum sem gefa frá sér útfjólubláa geisla. Talið er að í byrjun sumars þoli dæmigerður íslendingur með venjulega húðgerð (þeir sem verða brúnir í sól, oftast án þess að brenna, húðgerð III) 4 staðlaða roðaskammta á sólarhring. Síðar um sumarið þegar húðin hefur dökknað og þykknað hækkar þessi tala í 5-6. Ef húðin fær hærri skammta á sólarhring brennur hún. Hjá þeim sem þola sólina illa eru samsvarandi tölur 1 og 2 staðlaðir roðaskammtar. LÆKNAblaðið 2011/97 419
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.