Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.07.2011, Qupperneq 12

Læknablaðið - 15.07.2011, Qupperneq 12
RANNSÓKN Snemmútskrift ekki ráfllögð n Ástxða 11 Meðgðngueitrun 7 Aönr meðgöngukvillar 5 Taia ekki islensku 3 Mikil blaeðing i aðgerð 3 Sjúkdónxjf móður 3 Annaö Legutimi yfir 48 klst n Ástxða 8 Bam ekki útsknftartueft 6 óskmöðuf 6 Verkjavandamál 4 Búseta 3 Btóðtap (Hb<70) 2 Brjóstagjafarvandamál 2 Fólagslegar aðstæöur 2 Þvaglátavandamál 7 Annaö Mynd 1. Legutími kvenna semfæddu eitt barn með valkeisaraskurði nóvember 2008 - október 2009. íflýtibatameðferð voru 182 af213, en 31 konafylgdi ekki flýtibataferlinu og var ráðlagt að dvelja lengur en 48 klst. Ástæður sjúkrahúslegu yfir 48 klst eru taldar upp, annars vegar hjá þeim sem ráðlagt var að dvelja lengur og hins vegar þeim sem fengu flýtibatameðferð en gátu ekki útskrifast snemma. nóvember 2008. Gert var ráð fyrir að legutími gæti hafa breyst á árunum milli 2003 og 2007 án markvissra aðgerða og bæði árin því notuð til samanburðar. Flýtibatameðferðin var með svipuðu sniði og í Kaupmannahöfn. Allar konur sem fæddu með valkeisaraskurði fóru í flýtibataferlið, að undanskildum konum með sykursýki af tegund I eða með- göngueitrun, þeim sem ekki skildu íslensku eða gengu með fleir- bura. Þær fengu hliðstæða einstaklingsmiðaða meðferð, en lega fram yfir 48 tíma var ráðlögð. í flýtibataferlinu fólst ítarleg fræðsla sem var lykilþáttur til að gera konurnar virkar í eigin meðferð og bata. Innskriftarfræðsla fór fram viku fyrir aðgerð og stefnt að snemmútskrift (innan 48 tíma) frá upphafi. Aður hafði fræðsla aðeins farið fram daginn fyrir aðgerð án útskriftaráætlunar. Föstu frá miðnætti var breytt í sex tíma fyrir aðgerð. Konunum var leyft að drekka allt að tveimur tímum fyrir og fljótlega eftir aðgerð, en langri vökvagjöf í æð hætt. Meiri áhersla var lögð á að konur borðuðu snemma og einnig á hreyfingu eftir aðgerð. í flýtibata er lögð áhersla á grunnverkjastillingu með föstum lyfjagjöfum um munn strax eftir aðgerð, sem ekki hafði verið markviss áður. Fastar gjafir oxýcódóns, íbúprófens og parasetamóls voru notaðar Tafla I. Legutimi kvertrta sem fæddu eitt barn með valkeisaraskurði árið 2003, 2007 og eftir að flýtibatameðferð hófst 2008-9 (heii ár borin saman). Munur á legutíma frumbyrja og fjöibyrja. P-gildi: p<0,0001 milli 2007 og 2008-9. Milli 2003 og 2007: Frumbyrjur p=0,50, fjölbyrjur p=0,001 og allar p=0,003. Valkeisaraskurðir 2003 2007 nóv 2008- Eitt barn fætt okt 2009 Frumbyrjur Fjöldi kvenna 33 40 37 Legutími, miðgildi (klst.) 101 102 53 25-75 hundraðshlutar (klst.) 98-123 78-120 50-80 Fjölbyrjur Fjöldi kvenna 166 143 176 Legutími, miðgildi (klst.) 100 81 52 25-75 hundraðshlutar (klst.) 80-102 76-102 48-79 Allar konur Fjöldi kvenna 199 183 213 Legutími, miðgildi (klst.) 100 81 52 25-75 hundraðshlutar (klst.) 83-103 76-103 49-79 2003 2007 2008-9 Tímabil Mynd 2. Stytting legutíma við valkeisaraskurð frá 2003 til 2009. Flýtibatameðferð var innleidd t nóvember 2008. Borin voru saman heil ár 2003 og 2007 miðað við nóvember 2008 - október 2009 (heilt ár). Allar konur nema þær setn fæddu tvíbura með valkeisaraskurði. í flýtibata, og morfín eftir þörfum. Oxýkódón var gefið í þrjá sólarhringa, en konur sem útskrifuðust snemma fengu eina til tvær töflur með sér heim. Ógleðivörn var hvorki notuð í flýtibata né fyrra verklagi. Sáraumbúðir voru fjarlægðar daginn eftir í flýtibata og konan hvött til að fara í sturtu, en það hafði áður ekki verið gert fyrr en eftir tvo sólarhringa. Valkeisaraskurðir voru að jafnaði gerðir í mænudeyfingu, eins og fyrr, nema frábending væri til staðar eða ekki tækist að deyfa. Fenýlefrín dreypi var notað til að halda blóðþrýstingi stöðugum við og eftir deyfinguna í stað vökvagjafar eingöngu. Svæfing útilokaði konuna ekki frá flýtibatameðferð. Útskriftarskilyrði flýtibatameðferðar voru að kona væri sjálfbjarga, gæti hugsað um bamið, brjóstagjöf gengi vel, verkjastilling væri nægjanleg með töflum og þvaglát eðlileg. Áður voru engin sérstök útskriftarskilyrði. Við útskrift innan 48 tíma var boðin heimaþjónusta ljósmóður. Ljósmóðirin mat ástand móður og barns, veitti ráðleggingar varðandi umönnun barns og brjóstagjöf, í mest átta heimsóknum. Ef kona útskrifaðist ekki innan 48 tíma var tekin afstaða til hvað hindraði útskrift og notast við fyrirfram útbúinn krossalista. Með upplýsingum úr fæðingarskráningu var hægt að finna konur sem ekki fengu flýtibatameðferð. Sjúkraskrár þeirra voru skoðaðar og útilokunarástæða skráð. Þannig mátti meta hlutfall kvenna sem fór snemma heim og fengu heimaþjónustu, miðað við þær sem lágu lengur. Skoðað var hve margar útilokuðust frá flýtibatameðferð og hvort ástæður samræmdust fyrirfram ákveðnum skilmerkjum. Islenska fæðingarskráningin (greiningarkóði ICD-10 082.0) var notuð til að finna allar konur sem fæddu með valkeisaraskurði á Landspítalanum á þremur heilum árum, 2003, 2007 og 2008- 9. Upplýsingar um fyrri fæðingar og fjölda fæddra barna fengust úr fæðingarskráningunni. í hópnum 2008-9 voru allar konur meðtaldar, eins og í 2003 og 2007 hópunum, og þar með einnig þær sem útilokuðust frá flýtibatameðferð. Upplýsingar um legutíma fengust úr legukerfi Landspítalans í klukkustundum frá innskrift til útskriftar. Ef kona hafði legið inni vegna meðgönguvandamála var legutími leiðréttur miðað við fæðingu 408 LÆKNAblaðið 2011/97

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.