Læknablaðið - 15.07.2011, Blaðsíða 43
m
Sérfræðingar við Sjúkrahúsið á Akureyri
Sérfræðingur í barna- og
unglingageðlækningum
Laus er til umsóknar staða sérfræðings við barna- og unglingageðdeild
Sjúkrahússins á Akureyri. Staðan veitist frá 1. september 2011 eða eftir
samkomulagi.
Til greina kemur að frá og með 1. september 2011 leysi viðkomandi af
yfirlækni deildarinnar að hluta eða öllu leyti.
Stöðunni fylgir þátttaka í kennslu heilbrigðisstétta, þjálfun aðstoðar-
og deildarlækna, auk þátttöku í rannsóknarvinnu. Starfsskylda er við
heilbrigðisstofnanir á Norður- og Austuriandi.
Umsækjandi skal hafa fullgild réttindi í barna- og
unglingageðlækningum. Við ráðningu verður lögð áhersla á faglega
þekkingu ásamt hæfileikum á sviði samskipta, samvinnu og sjálfstæðra
vinnubragða.
Næsti yfirmaður er yfirlæknir barna- og unglingageðdeildar.
Nánari upplýsingar veitir Páll Tryggvason yfirlæknir barna- og
unglingageðdeildar í síma 463 0100 eða í tölvupósti pall@fsa.is og
Sigurður E. Sigurðsson, framkvæmdastjóri lækninga, sími 463 0100,
tölvupóstur ses@fsa.is.
FSA er reyklaus vinnustaður.
Sérfræðingur
í barnalækningum
Laus er til umsóknar staða sérfræðings í barnalækningum við
barnadeild FSA. Um er að ræða 100% starf eða starfshlutfall
samkvæmt samkomulagi. Staðan veitist frá 1. september 2011 eða eftir
samkomulagi.
Starfinu fylgir vaktaskylda á barnadeild, þátttaka í kennslu
heilbrigðisstétta, þjálfun aðstoðar- og deildarlækna, auk þátttöku í
rannsóknavinnu. Starfsskylda er við heilbrigðisstofnanir á Norður- og
Austurlandi.
Umsækjandi skal hafa fullgild réttindi í barnalækningum. Við ráðningu
verður lögð áhersla á faglega þekkingu ásamt hæfileikum á sviði
samskipta, samvinnu og sjálfstæðra vinnubragða.
Næsti yfirmaður er yfirlæknir barnadeildar.
Nánari upplýsingar gefur Andrea Andrésdóttir, yfirlæknir barnadeildar
í síma 463 0100 eða 860 0498 og Sigurður E. Sigurðsson,
framkvæmdastjóri lækninga, sími 463 0100, tölvupóstur ses@fsajs.
Sérfræðingur í
bæklunarlækningum
Laus er til umsóknar staða sérfræðings við bæklunardeild Sjúkrahússins
á Akureyri. Til greina kemur að fleiri en einn aðili skipti með sér stöðunni.
Staðan veitist frá 1. september 2011 eða eftir samkomulagi.
Stöðunni fylgir vinnu- og vaktaskylda við slysa- og bráðamóttöku
til jafns við aðra sérfræðinga bæklunardeildar, þátttaka í kennslu
heilbrigðisstétta og þjálfun aðstoðar- og deildarlækna, auk þátttöku í
rannsóknavinnu.
Umsækjandi skal hafa viðurkennd sérfræðiréttindi í bæklunarlækningum
á íslandi. Við ráðningu verður lögð áhersla á faglega þekkingu ásamt
hæfileikum á sviði samskipta, samvinnu og sjálfstæðra vinnubragða.
Næsti yfirmaður er forstöðulæknir bæklunardeiidar.
Nánari upplýsingar veita Ari H. Ólafsson forstöðulæknir í síma 463
0100 eða 860 0454 og í tölvupósti ari.olafsson@fsa.is og Sigurður E.
Sigurðsson, framkvæmdastjóri lækninga, sími 463 0100, tölvupóstur
ses@fsa.is.
Sérfræðingur í lyflækningum
Laus er til umsóknar 100% staða sérfræðings við lyflækningadeild
Sjúkrahússins á Akureyri. Staðan er laus nú þegar eða eftir
samkomulagi.
Stöðunni fylgir vaktaskylda á lyflækningadeild, þátttaka í kennslu
heilbrigðisstétta, þjálfun aðstoðar- og deildarlækna, auk þátttöku í
rannsóknarvinnu.
Umsækjandi skal hafa fullgild réttindi í lyflækningum og æskilegt að hafa
réttindi í undirgreinum lyfiækninga. Við ráðningu verður lögð áhersla
á faglega þekkingu ásamt hæfileikum á sviði samskipta, samvinnu og
sjálfstæðra vinnubragða.
Næsti yfirmaöur er forstöðulæknir lyflækningadeildar.
Nánari upplýsingar veita Nick Cariglia forstöðulæknir í síma 463 0100
eða 860 0469 og í tölvupósti nick@fsa.is og Sigurður E. Sigurðsson,
framkvæmdastjóri lækninga, sími 463 0100, tölvupóstur ses@fsa.is.
Umsóknarfrestur um ofangreindar stöður er til og með 15. ágúst 2011.
Umsóknir skulu sendar starfsmannaþjónustu FSA, Eyrarlandsvegi, 600 Akureyri, eða á netfang starf@fsa.is. á þar til gerðum eyðublöðum, sem
fást hjá landlæknisembættinu. Umsóknum skulu fylgja ítarlegar upplýsingar um nám og starfsferil ásamt upplýsingum um fræðilegar rannsóknir
og ritstörf, auk kennslustarfa.
Starfskjör fara eftir kjarasamningi fjármálaráðherra og Læknafélags íslands eða Skurðlæknafélags íslands.
Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Við ráðningar í störf er tekið mið af jafnréttisstefnu
sjúkrahússins.
LÆKNAblaðið 2011/97 439