Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.07.2011, Blaðsíða 45

Læknablaðið - 15.07.2011, Blaðsíða 45
FRÁ LANDLÆKNI Dreifibréf landlæknisembættisins - 2/2011 Tilmæli sóttvarnalæknis Bólusetning heilbrigðisstarfsmanna heilbrigðisstofnana á íslandi Tilgangur þessara tilmæla, sem gefin eru með stoð í sóttvarnalögum, er að tryggja heilbrigði heilbrigðisstarfsmanna sjúkrastofnana og öryggi sjúklinga með því að minnka líkur á útbreiðslu farsótta á sjúkrastofnunum. Það er á ábyrgð hverrar sjúkrastofnunar að hrinda þessum tilmælum í framkvæmd en kostnaður fellur á einstaka sjúkrastofnun nema bólusetning gegn árlegri inflúensu (sjá neðar). Skilgreining á heilbrigðisstarfsmanni er sá sem kemur að umönnun veikra á sjúkrastofnun. Við nýráðningu heilbrigðisstarfsmanna skal tryggja að þeir séu fullbólusettir gegn eftirtöldum sjúkdómum (sjá yfirlit yfir almennar bólusetningar á Islandi): • barnaveiki (Diphtheria) • stífkrampa (Tetanus) • kíghósta (Pertussis) • mænusótt (Polio) • mislingum (Morbilli) • hettusótt (Parotitis epidemica) • rauðum hundum (Rubella) • lifrarbólgu B (hepatitis B) • pneumókokkasýkingum; hjá einstaklingum 60 ára og eldri á 10 ára fresti. Ef viðkomandi er ekki fullbólusettur skal bjóða honum bólusetningu samkvæmt ofangreindum leiðbeiningum. Endurmeta skal bólusetningu heilbrigðisstarfsmanna á 10 ára fresti samkvæmt leiðbeiningum sóttvarnalæknis. Endurbólusetja skal heilbrigðisstarfsmenn á 10 ára fresti gegn barnaveiki, stífkrampa og kíghósta (dtp). I dag er á markaði eftirtalið bóluefni til notkunar hjá fullorðnum sem inniheldur ofangreinda mótefnavaka í einni og sömu sprautu: Boostrix® Mælst er til þess að allir heilbrigðisstarfsmenn séu bólusettir gegn árlegri inflúensu. Kostnaður bóluefnisins fellur á sóttvarnalækni. Sóttvamalæknir Leiðréttingar Læknablaðið biðst velvirðingar á handvömmum í síðasta blaði. • Misritað var í myndatexta á blaðsíðu 365. Nafn mannsins lengst til hægri á myndinni er Halldór Grímsson. • Höfundur hugleiðinga við siðfræðitilfellið á bls. 384 í júníblaðinu er Jón Eyjólfur Jónsson öldrunarlæknir. í greininni Fenýlketómíría á íslandi eftir Karl Erling Oddason, Lilju Eiríksdóttur, Leif Franzson, Atla Dagbjartsson: 349-52, var birt úrelt mynd. Sú rétta er hér fyrir neðan ásamt texta: Aldur (dagar) viö upphaf meöferðar 1972-2006 *--1--1-1---1-1--1--1--1--1--1-1--1--1--1--1--1-1---1— .<? •£, -0' V> N* <i> & A >?> •?> T> ÓV <V> qþ <jþ Ó) ^ ^ ^^<. ^'jj.■ ^.■ Einstaklingar Mynd 1. Aldur við upphaf meðferðar. Einstaklingum er raðað eftir aldri, sá elsti lengst til vinstri. Besta lína aldursraðar og aldur við uppliaf meðferðar eru sýnd á mynd. Er ráðstefna framundan? Alhliða skipulagning ráðstefna og funda Engjateigur 5 1105 Reykjavík | 585-5900 | congress@congress.is | www.congress.is congress ^REYKJAVÍK LÆKNAblaðið 2011/97 441
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.