Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.07.2011, Blaðsíða 28

Læknablaðið - 15.07.2011, Blaðsíða 28
Ú R SÖGU LÆKNISFRÆÐINNAR Mynd 2. Stadfcldt á síðustu æviárum sínum. Með lcyfi frá Medicinsk Museion, Kaupmannahöfn. í Vestmannaeyjum 1847-48, en varð svo læknir í Danmörku. Utskrifaðir læknar frá landlæknum á þessum tíma og síðar Læknaskólanum í Reykjavík voru 42.12' 14 Þeir hljóta flestallir að hafa farið til Kaupmannahafnar og kynnst Stadfeldt eitthvað og hlustað á fyrirlestra hans.15 Tómasar Hallgrímssonar er meðal annars getið í ársskýrslum spítalans og Sigurður Magnússon Dýrafjarðar- og Patreksfjarðarlæknir var þar í mánuð 1892 og segir sig hafa haft mikið gagn af, enda ætlaðist Stadfeldt til virkrar þátttöku þeirra sem þangað komu.13 Meðan Stadfeldt var sjálfur í læknaskólanum og eftir að hann varð prófessor, lærðu um 28 menn frá íslandi til læknis í Kaupmannahöfn, þó ekki kæmi nema hluti þeirra til starfa á Islandi.12 I gegnum afa sinn, sem dó þegar Stadfeldt var 10 ára en hafði búið í öðrum landshluta, og þessa læknanema, hina fáu forystumenn lækna á Islandi og íslensku kandídatana sem voru flestir nokkra mánuði á deildinni (tafla I), hefur hann helst tengst íslandi, en tæpast með öðrum hætti. Meðal þessara Sagt er að konur frá öllum Norðurlöndum hafi fætt á fæðingadeildinni,6 en hvort einhver var frá Islandi þar á meðal er ekki vitað, vegna þess að frá öndverðu var konunum heitið nafnleynd á fæðingastofnuninni og nöfn þeirra ekki skráð.8 Átján íslenskar ljósmæður lærðu á spítalanum,16 sem hýsti eina ljósmæðraskóla Danmerkur langt fram á 20. öld, en aðeins þrjár voru þar á starfstíma Stadfeldts (tveggja getið í ársskýrslum spítalans frá 1886-1896) vegna þess að menntun þeirra var þá betur fyrir komið á íslandi. Stadfeldt átti mikinn þátt í að bæta menntun ljósmæðra í Danmörku og þá óbeint í öðrum hlutum Danaveldis og hann vildi auka veg þeirrar stéttar.9 Asger Stadfeldt var sennilega nokkuð liðtækur vísindamaður á þeirra tíma mælikvarða, en fyrst og fremst kennari, bæði klínískur kennari og akademískur. Hann hafði gáfur í góðu meðallagi, hafði orð á sér fyrir frjálslyndi, samviskusemi og manngæsku, vann mikið, skoðaði málin vandlega en var að því búnu sagður fljótur til ákvarðanatöku. Auk kennslubóka komu um 60 greinar frá honum.8 Harm gat komið með naprar athugasemdir um lægra sett starfsfólk en var almennt mikils metinn af læknum og ljósmæðrum sinnar stofnunar og síns tíma.8 Síðar á ævinni gaf hann út kennslubók um meinafræði þungunar og með kollega sínum, Emmerik Ingerslev, manna voru Guðmundarnir þrír, Hannesson, Magnússon og Björnsson, sem lögðu mikið til læknakennslu á íslandi og til þróunar skurðlækninga og Landspítalans, en fæðinga- og kvensjúkdómafræði var þá talin þar með. Á þennan hátt má segja að Stadfeldt sé forveri akademískra kennara á íslandi í fæðinga- og kvensjúkdómafræðum. Stadfeldt var samtímamaður hina yngri Fjölnis- og Félagsritamanna en nær tveim áratugum yngri en Jón Sigurðsson (fjarskyldir). Látinn er hjer í borginni einn af merkustu læknum Dana, prófessor Stadfeldt yfirlæknir við Fæðingarstofnunina. Hann var talinn ágætlega að sjer í sinni grein, starfsmaður og samviskusamur læknir. Hann var af íslenskum ættum kominn og mun hafa verið kennari allra núlifandi íslenskra lækna, þeirra sem siglt hafa. Munu margir þeirra minnast gamla „Fatters" með hlýjum hug, þegar þeir heyra lát hans. Frétt í blaðinu ísland, ritstj. Þorsteinn Gíslason, Fjelagsprentsmiðjunni, Reykjavík, 06.02.1897. 424 LÆKNAblaðið 2011/97
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.