Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.07.2011, Blaðsíða 17

Læknablaðið - 15.07.2011, Blaðsíða 17
RANNSÓKN Mælingar á roðavaldandi geislum sólarinnar sumarið 2010 Bárður Sigurgeirsson' læknir, Hans Christian Wulf2 læknir ÁGRIP Tilgangur: Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna styrk roðavaldandi geisla sólarinnar á Islandi. Efniviður og aðferðir: Mælingar fóru fram á tímabilinu apríl til september 2010. Notaður var útfjólublár Ijósnemi (Davis Instruments, Hayward, California) sem nemur eingöngu roðavaldandi geisla. Ljósneminn var staðsettur í Skorradal í Borgarfirði (breiddargráða 64,533287; lengdargráða -21,526338; hæð 63 metrar). Nemanum var komið þannig fyrir að skuggi gat ekki fallið á hann frá aðliggjandi trjám eða byggingum. Niðurstöður: Útfjólublár stuðull fór yfir þrjá, 21 dag í maí, 26 daga í júní, 26 daga í júlí, 23 daga í ágúst og tvo daga í september. Hæsta gildi sem mældist var 7,3 hinn 18.06 kl. 13.25. Útfjólublár stuðull mældist 5 eða hærri 16 daga í júní. Daglegt magn staðlaðra roðaskammta mældist hæst 19,2 í apríl, 27,1 í maí, 32,2 í júní, 30 í júlí, 23,5 í ágúst og 11,6 í september. Ályktun: Þetta eru fyrstu niðurstöður mælinga á roðavaldandi geislum sem birtast hérlendis. Bæði útfjólublár stuðull og magn roðavaldandi geisla mælist hátt á sólríkum sumardegi. Á sólríkustu dögunum mældist sexfalt geislamagn sem þarf til þess að húðin roðni. Inngangur 'Húðlæknastöðin, læknadeild Hl, 2húðsjúkdómadeild Bispebjerg Hospital, Kaupmannahöfn. Fyrirspurnir: Bárður Sigurgeirsson, bsig@hudlaeknastodin. is Barst: 9. janúar 2011 - samþykkt til birtingar: 1. júnf 2011 Höfundar tiltaka hvorki styrki né hagsmunatengsl. Undanfarna áratugi hefur nýgengi húðkrabbameina, sérstaklega sortuæxla, aukist hratt hérlendis. Samkvæmt upplýsingum frá Krabbameinsskrá Krabbameinsfélags íslands greindust að meðaltali 49 manns á ári með sortuæxli í húð (20 karlar og 29 konur) á árunum 2004- 2008, 10 manns létust árlega.1 Tíðni húðæxla í heild hefur tvöfaldast á síðustu tíu árum og mest er aukningin hjá ungum konum. Sortuæxlum hefur fjölgað mest, en þau eru alvarlegasta tegund húðkrabbameina og algengasta krabbameinið hjá konum á aldrinum 15-34 ára. Eftir 1985 hækkaði árlegt aldursstaðlað nýgengi kvenna úr 5,5 í um 20 af 100.000, en hefur eitthvað lækkað á allra síðustu árum. Hin mikla aukning sem hefur orðið á sortuæxlum hérlendis á undanförnum árum hefur gjarnan verið tengd við aukna notkun ljósabekkja á sama tímabili,2 en minna er vitað um tengsl við sól hérlendis. Erfitt er að meta tengsl húðkrabbameina við sólargeisla á Islandi þar sem ekki liggja fyrir neinar niðurstöður mælinga á styrk roðavaldandi geisla hér á landi. Útfjólublár (ÚF) stuðull (UV-index) er tala sem segir til um styrk skaðlegra sólargeisla, en sömu bylgjulengdir geta einnig valdið sólbruna og húðkrabbameini. Stuðullinn er án eininga, en því hærri sem hann er, þeim mun styttri tíma þarf til að húðin roðni í sól- inni.3-4 Þessir geislar eru nefndir „roðavaldandi geislar" {erythemogenic UV rays). Þegar magn roðavaldandi geisla er gefið upp, er oftast notast við hugtakið „staðlaður roðaskammtur" (SRS) (Standard erythema dose, SED), sem jafngildir 100 J/m2 af roðavaldandi geislum.5 Nánar er fjallað um ÚF-stuðul og roðavaldandi geisla sólarinnar á öðrum stað í blaðinu og vísast í þá grein um frekari upplýsingar og skilgreingar á hugtökum.6 í þessari grein eru birtar niðurstöður mælinga á roðavaldandi geislum á íslandi sumarið 2010. Efniviður og aðferðir Mælingar fóru fram á tímabilinu apríl til september 2010. Notaður var útfjólublár ljósnemi (Davis Instruments, Hayward, California) sem nemur ein- göngu roðavaldandi geisla.7 Geislasviðið sem neminn mælir er hið sama og Alþjóðaljósráðið (International Commission of Illumination (CIE)) hefur skilgreint fyrir slíkar mælingar (250-400 nm, vegið eftir bylgjulengdum).8 Næmi nemans er hið sama og næmi húðarinnar fyrir útfjólubláu ljósi. Neminn var tengdur við veðurstöð af gerðinni Vantage pro2 plus frá Davis Instruments.9 Niðurstöður mælinga voru sendar þráðlaust í tölvu á fimm mínútna fresti og skráðar sjálfvirkt í gagnagrunn (Weatherlink frá Davis Instruments). Ljósneminn er staðsettur í Skorradal í Borgarfirði (breiddargráða 64,533287; lengdargráða -21,526338; hæð yfir sjávarmáli 63 metrar). Nemanum var komið þannig fyrir að skuggi gat aldrei fallið á hann af aðliggjandi trjám eða byggingum (mynd 1). Bæði ÚF-stuðull og heildarorkan í J/m2 voru skráð. Út frá þessum upplýsingum var síðan hægt að reikna fjölda staðlaðra roðaskammta á sólarhring. LÆKNAblaðið 2011/97 413
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.