Læknablaðið - 15.07.2011, Blaðsíða 21
Y F I R L I T
Roðavaldandi geislar sólarinnar
og þýðing þeirra
Bárður Sigurgeirsson1 læknir, Hans Christian Wulf2 læknir
ÁGRIP
Útfjólublár stuðull er alþjóðleg skilgreining sem segir til um styrk útfjólublárra geisla. Gildi hans er oft birt í fjölmiðlum og segir þá til um hæsta gildi sem
búist er við þann daginn. Hæsta gildi sem mælst hefur á Islandi er rúmlega sjö. Þrátt fyrir að þetta sé svipað og í Danmörku er útfjólublár stuðull þó að
jafnaði lægri á Islandi. Um hádegisbil er útfjólublár stuðull nánast jafn fjölda staðlaðra roðaskammta á klukkustund. Á heiðskírum íslenskum sumardegi hafa
mælst allt að 32 staðlaðir roðaskammtar, en í júní er meðalgildið 20 á dag. Húð flestra Islendinga roðnar við fjóra til sex staðlaða roðaskammta þannig að
mjög stuttan tima þarf til þess að húðin roðni ef verið er úti án þess að nota sólvörn, sérstaklega í kringum hádegið.
'Húðlæknastöðin,
læknadeild Hl,
2húðsjúkdómadeild
Bispebjerg Hospital,
Kaupmannahöfn.
Útfjólubláir geislar (ÚF) (UV rndiation) ná einungis yfir
lítinn hluta rafsegulrófsins (electromagnetic spectrum).
Aðrir geislar sem sólin gefur frá sér eru útvarpsbylgjur,
örbylgjur, innrauðir geislar (hiti), sýnilegt ljós, röntgen-
geislar og gammageislar. Einkennandi fyrir hverja
tegund geisla er bylgjulengdin, sem ræður mestu um
eiginleikana (mynd 1). Um það bil tveir þriðju hlutar
geisla sólarinnar ná yfirborði jarðarinnar, afgangurinn
er tekinn upp af ósoni, vatnsdropum og ögnum í
andrúmsloftinu. Við miðbaug eru 10% geislanna útfjólu-
bláir, 50% sýnilegir og 40% innrauðir. Þessi hlutföll eru
mjög breytileg og ráðast af hæð yfir sjávarmáli, árstíðum
(hæð sólarinnar), mengun og þykkt ósonlagsins.
Fyrirspurnir:
Bárður Sigurgeirsson
bsig<Shudtaeknastodin.
is
Barst: 9. janúar 2011 -
samþykkt til birtingar:
1. júní 2011
Höfundar tiltaka hvorki
styrki né hagsmunatengsl.
Ósonlagið
Ósonlagið hlífir lífverum jarðarinnar við skaðlegum
geislum sólarinnar. Ósonlagið er myndað úr óson-
sameindum sem samsettar eru úr þremur súrefnis-
frumeindum (03). Styrkleiki ósons í lofthjúp jarðar
er aðeins 3:10.000.000 og ef öllu væri þjappað saman
væri þykkt ósonlagsins einungis nokkrir sentimetrar.
Það svæði þar sem styrkur ósons er hæstur er kallað
ósonlag, en um 90% af ósoni er í 10-50 kílómetra hæð
yfir jörðu, en þéttni þess er mest í 18-32 kílómetra hæð.
Þannig tekur lofthjúpur jarðarinnar og ósonlagið upp
alla skaðlegu geislana (útfjólubláa geisla með stuttar
bylgjulengdir, röntgen- og gammageisla). Ósonlagið
er þynnst yfir pólunum og við miðbaug. Ýmis efni
geta valdið eyðingu ósons eins og til dæmis halón
og metylbrómíð. Ósóneyðandi efni hafa verið notuð í
iðnaði, til dæmis í úðabrúsa og ísskápa. Mjög hefur
verið dregið úr notkun þessara efna á síðari árum, en
mjög langan tíma mun þó taka að losna við þau að
fullu úr andrúmsloftinu. Ef ósonlagið þynnist kemst
meira af útfjólubláu ljósi í gegnum lofthjúp jarðarinnar
sem hefur í för með sér aukna útfjólubláa geislun
við yfirborð jarðar.1 Styrkur ósons í andrúmsloftinu
hefur minnkað á undanförnum áratugum, sérstaklega
á norðlægum svæðum.2 Þar sem hærra hitastig dregur
úr myndun ósóns hefur hlýnim jarðar í för með sér
þynningu á ósonlaginu.
Veðurstofa íslands mælir styrk ósons yfir íslandi.
Mælingamar sýna að ósonlagið þynntist um 5-10% á
tímabili frá um 1975 til 1990 og síðan eru vísbendingar
um hægfara bata á síðustu árum.3
Útfjólubláir geislar
Útfjólubláu geislarnir ná yfir bylgjulengdir frá 100-
400 nanómetrum og er skipt i þrjú mismunandi
bylgjusvið, A, B og C. Líffræðileg áhrif útfjólublárra
geisla eru mjög breytileg eftir því hver bylgjulengdin
er.4 Eftirfarandi skipting var ákveðin árið 1932 á
alþjóðlegri ráðstefnu um ljós:
ÚFA (UVA) 315-400 nm
ÚFB (UVB) 280-315 nm
ÚFC (UVC) 100-280 nm
Húðlæknar og ljóslíffræðingar nota aðra skiptingu.
Upphaf ÚFB-geislasviðsins er valið við 290 nanómetra
vegna þess að styttri bylgjulengdir eru ekki í sólarljósi
í neinum mæli nema á hæstu fjöllum. Á sama hátt eru
mörkin á milli ÚFA og ÚFB dregin við 320 nm vegna
þess að bylgjulengdir styttri en 320 nanómetrar hafa
mun meiri ljóslíffræðileg áhrif en lengri bylgjulengdir.
ÚFA 320-400 nm
ÚFB 290-320 nm
ÚFC 200-290 nm
LÆKNAblaðið 2011/97 417