Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.07.2011, Blaðsíða 11

Læknablaðið - 15.07.2011, Blaðsíða 11
RANNSÓKN Stytt sjúkrahúslega við valkeisaraskurði eftir upptöku flýtibatameðferðar og heimaþjónustu Jóhanna Gunnarsdóttir1 læknir, Þorbjörg Edda Björnsdóttir1 hjúkrunarfræðingur, Þórhallur Ingi Halldórsson2'3 faraldsfræðingur og tölfræðingur, Guðrún Halldórsdóttir1 Ijósmóðir og hjúkrunarfræðingur, Reynir Tómas Geirsson13 læknir ÁGRIP Tilgangur: Kanna hvort sjúkrahúslega við valkeisaraskurði styttist án fjölgunar endurinnlagna með innleiðslu flýtibatameðferðar, og skoða hvaða þættir hefðu áhrif á lengd legu. Efniviður: Flýtibatameðferð með útskriftarskilyrðum hófst í nóvember 2008 ásamt gæðaeftirliti og ánægjukönnun. Heimaþjónusta Ijósmæðra var í boði við útskrift innan 48 klst. Legutími allra kvenna sem fæddu einbura með valkeisaraskurði frá 1.11.2008-31.10. 2009 (n=213; 182 í flýtibatameðferð) var borinn saman við legutíma árin 2003 (n=199) og 2007 (n=183) og tekið tillit til fyrri fæðinga. Endurinnlagnir og endurkomur 2007 og 2008-9 voru skoðaðar. Ástæður lengri legu, líkamsþyngdarstuðull og fleira voru skráð í flýtibatameðferðinni. Niðurstöður: Miðgildi legutíma styttist marktækt úr 81 152 klst milli 2007 og 2008-9. Endurinnlagnir voru fjórar á báðum tímabilum og tíðni endurkoma sambærileg. Árið 2008-9 gátu 66% heildarhóps útskrifast á innan við 48 klukkustundum. Konur í flýtibatameðferð voru ánægðar með snemmútskrift. Sjúkrahúslega fjölbyrja var styttri 2007 en 2003, en óbreytt hjá frumbyrjum. Fyrri fæðingar höfðu hverfandi áhrif á legutíma 2008-9, þó frumbyrjur yngri en 25 ára í flýtibatameðferð væru líklegri til að liggja inni lengur en í 48 klukkustundir. Engin fylgni var milli líkamsþyngdarstuðuls og legutíma. Verkir hömluðu sjaldan útskrift við flýtibatameðferð og 90% töldu verkjameðhöndlun fullnægjandi eftir heimkomu. Ályktun: Legutími eftir valkeisaraskurði hefur styst eftir tilkomu flýtibatameðferðar og heimaþjónustu. Flestar hraustar konur með eitt barn geta útskrifast snemma eftir valkeisaraskurð, án þess að endurinnlögnum fjölgi. Inngangur 'Kvenna- og barnasviði, 2næringarstofu Landspítala, 3læknadeild, HÍ. Fyrirspurnir: Jóhanna Gunnarsdóttir Akademiska sjukhuset Uppsölum Svíþjóð johagun@bjarni.muna.is Barst: 3. júní 2010, - samþykkt til birtingar: 27. maí 2011. Höfundar tiltaka hvorki styrki né hagsmunatengsl. Árlega eru gerðir um 200 valkeisaraskurðir á Land- spítala. Flestir fyrirfram ákveðnir keisaraskurðir (val- keisaraskurðir) eru hjá hraustum konum vegna fyrri keisaraskurða eða sitjandastöðu barns. Legutími á sjúkrahúsi eftir keisaraskurð er breytilegur eftir löndum og sjúkrahúsum, en hefur almennt styst undanfarna áratugi.1'5 Meðalsjúkrahúslega í Bandaríkjunum styst á 20 ára bili úr sex dögum í þrjá árið 2001.1,6 Upplýsingar um snemmútskriftir eftir keisaraskurði eru takmarkaðar, en útskrift tveimur dögum eftir aðgerð virðist að jafnaði möguleg fyrir hraustar konur eftir eðlilega meðgöngu og fylgikvillalausa aðgerð.710 Alvarlegir fylgikvillar við valkeisaraskurði eru fátíðir.10-11 Flestir minniháttar fylgi- kvillar greinast þegar meira en fjórir dagar eru frá aðgerð og endurinnlagnir eru sjaldgæfar.6"8 Ekki hefur verið gerð rannsókn á forspárþáttum legutíma eftir keisaraskurð, en eftir legnám hafa verið sýnd tengsl milli legutíma og ógleði sem krefjast meðferðar.12 Slembirannsóknir um öryggi og ávinning þess að borða skömmu eftir keisaraskurð, miðað við föstu fyrsta sólarhringinn, hafa bent til óbreyttrar tíðni garnalömunar og sýnt hefur verið fram á stytta sjúkrahúslegu hjá þeim sem borða snemma.13 Flýtibata- meðferð (multimodal enhanced recovery program/fast-track surgery) byggist á þeirri tilgátu að þreyta eftir aðgerð skýrist af bólguviðbragði vegna aðgerðarinnar, og vöðvaniðurbroti sökum orkuskorts og hreyfingarleysis. Með forvarnarþáttum megi ná skjótari bata og fækka fylgikvillum. Verkjameðferð, stutt fasta, hreyfing og föst fæða skömmu eftir aðgerð eru því lykilatriði.14- 15 Áhersla er lögð á teymisvinnu fagfólks, þar með talið svæfingalæknis.14,16 Slembirannsókn um ávinning flýtibatameðferðar við valkeisaraskurð er ekki til. Flýtibatameðferð við valkeisaraskurði hófst árið 2002 í Kaupmannahöfn. Um 60% kvenna sem fengu slíka meðferð árið 2004 gátu útskrifast á öðrum degi og meðallegutími var 2,9 dagar.9-10-16 Heimaþjónusta ljósmóður er í boði á íslandi fyrir konur sem fæða eðlilega um leggöng og liggja stutta sængurlegu (innan við 36 klukkutíma). Slík þjónusta var heimiluð árið 2008 fyrir konur sem fæða með keisara- skurði, náist útskrift innan 48 tíma. Heimaþjónusta hjúkrunarfræðinga eftir bráðakeisaraskurð hefur annars staðar reynst svara kostnaði og auka ánægju kvenna.6 Markmið þessarar rannsóknar var að skoða hvort meðallegutími við valkeisaraskurði styttist án fjölgunar endurinnlagna eftir innleiðslu flýtibatameðferðar með heimaþjónustu. Jafnframt var ánægja kvenna með slíka breytingu könnuð og skoðaðir þættir sem gætu haft áhrif á lengd legutíma. Efniviður og aðferðir Borinn var saman meðallegutími kvenna eftir val- keisaraskurð á sængurkvennadeild Landspítala fyrir og eftir innleiðslu flýtibatameðferðar, með því að skoða tvö heil ár, 2003 og 2007, til samanburðar við árið eftir að nýtt verkferli hófst (1.11. 2008 til og með 31.10. 2009). Gæðaeftirlit (fagrýni) var unnið samhliða breyttu verklagi. Rannsóknin var gerð með samþykki siða- nefndar Landspítalans og Persónuvemdar. Á kvenna- deild Landspítala voru gefnar út verklagsreglur árið 2003 um umönnun kvenna eftir valkeisaraskurð sem unnið var eftir þar til flýtibatameðferð var hafin í L/EKNAblaðið 2011/97 407
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.