Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.07.2011, Blaðsíða 39

Læknablaðið - 15.07.2011, Blaðsíða 39
UMFJÖLLUN O G GREINAR Afleiðingar iyfjamisnotkunar eru jafnvel cnn dýrari en misnotkunin sjálfl sem kostar þó ríkið mörg Imndruð milljónir á ári, segir VUhjilmur Ari Arason heimilislæknir. meiri en á sambærilegum svæðum á Norðurlöndunum." Vilhjálmur segir að umræðan um ofnotkun og misnotkun lyfja þurfi að haldast í hendur til að hægt sé að koma böndum á vandann, enda sé of mikil notkun lyfja á vissan hátt líka til miska fyrir þjóðfélagið eins og sýnt hefur verið með sýklalyfin. „Rót vandans er oft að finna í báðum tilvikum þar sem þjónustunni er eitthvað ábótavant. Margfalt álag á vaktþjónustuna miðað við í nágrannalöndunum hefur sfnar afleiðingar, enda erfitt að fara eftir klínískum leiðbeiningum um lyfjaávísanir þegar þannig er háttað og flestir fá sína læknisþjónustu án aðkomu síns læknis. Ömurlegasta myndin er þó sú sem við sjáum þessa dagana þegar allt virðist um seinan á bráðamóttökunum þar sem auðvelt er að þekkja rítalínsprautufíkla frá öðrum sprautufíklum vegna fjölda stungufara og slæmra sýkinga í stungusárunum. Afleiðingar misnotkunar sem eru jafnvel enn dýrari en misnotkunin sjálf og kostar ríkið mörg hundruð milljónir á ári í niðurgreiðslur á lyfjunum. Gleymum því ekki að hér er samt um gott lyf að ræða þegar notkun þess er bundin við ávísun til sjúklings á réttum forsendum, en það er jafn slæmt þegar það er misnotað af einhverjum allt öðrum en átti að fá lyfið eða ofnotað af sjúklingnum sjálfum." Ógnir í starfsumhverfinu Eflaust hafa margir velt því fyrir sér hvers vegna læknar skrifi út lyfseðla fyrir einstaklinga sem augljóslega eru fíklar og munu líklega misnota lyfið fyrir sig eða aðra. Vilhjálmur segir að læknar í heilsugæslunni verði oft fyrir beinum og óbeinum ógnunum af hálfu slíkra einstaklinga sem gera allt til að komast yfir slík lyf, enda er alvarleg fíkn skilgreind meðal annars á þann veg. „í flestum tilfellum neitar læknir að verða við slíkri kröfu en kallar um leið yfir sig vandræði og óvinsældir eins og gefur að skilja. Sem í einstaka tilfellum endar með ofbeldi eða alvarlegri ógn og hótunum. Óvissa hefur líka skapast varðandi réttarstöðu læknisins þar sem stundum er aðeins orð gegn orði og mikið mál er að ákveða ákæru til lögreglu. Akveðnar verklagsreglur eru á mörgum stofnunum varðandi það hvemig á að bregðast við ógn gegn heilbrigðisstarfsfólki og árásum. Öryggishnappar til að mynda, áfallahjálp í framhaldinu og hvemig er staðið eftirfylgd mála. Á Læknavaktinni ehf gilda til dæmis ákveðnar reglur um afgreiðslur ákveðinna lyfja og sum em alls ekki afgreidd á þeirri vakt. Þeir sem sýnt hafa af sér óábyrga hegðun og verið með ógnanir fá ekki afgreiðslu síðar án aðkomu lögreglunnar. Vandamálið er engu að síður ávallt yfirvofandi og rétt að almenningur geri sér grein fyrir að þessi vandi eykst í réttu hlutfalli við fjölda fíkla. Steranotkun, sem einnig er algeng meðal fíkla, er ekki til að bæta vandann og sumir fíklar eru oft eins og tifandi tímasprengjur. í sumum tilfellum hafa læknar jafnvel kosið að hætta störfum vegna þessara ógnana eða fært sig um set. Á öðmm stöðum eins og á slysa- og bráðamóttöku Landspítala þarf lögregluvakt til að gæta að öryggi starfsmanna." Lyfjagáttin býður hættunni heim Vilhjálmur Ari hefur bent á stóra galla á núverandi lyfjaafgreiðslukerfi í apótekunum og hversu erfitt er fyrir heimilislækni að hafa sýn yfir lyfjaafgreiðslu og lyfjanotkun sjúklinga sinna þegar enginn sér hvað hinn gerir. „Rafræna gáttin er aðgangur fyrir rafræna lyfseðla til apótekanna. Eftir að læknir hefur lagt lyfseðil inn í LÆKNAblaðið 2011/97 435
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.