Læknablaðið - 15.07.2011, Qupperneq 45
FRÁ LANDLÆKNI
Dreifibréf landlæknisembættisins - 2/2011
Tilmæli sóttvarnalæknis
Bólusetning heilbrigðisstarfsmanna heilbrigðisstofnana á íslandi
Tilgangur þessara tilmæla, sem gefin eru með stoð í
sóttvarnalögum, er að tryggja heilbrigði heilbrigðisstarfsmanna
sjúkrastofnana og öryggi sjúklinga með því að minnka líkur á
útbreiðslu farsótta á sjúkrastofnunum. Það er á ábyrgð hverrar
sjúkrastofnunar að hrinda þessum tilmælum í framkvæmd en
kostnaður fellur á einstaka sjúkrastofnun nema bólusetning
gegn árlegri inflúensu (sjá neðar).
Skilgreining á heilbrigðisstarfsmanni er sá sem kemur að
umönnun veikra á sjúkrastofnun.
Við nýráðningu heilbrigðisstarfsmanna skal tryggja að þeir
séu fullbólusettir gegn eftirtöldum sjúkdómum (sjá yfirlit yfir
almennar bólusetningar á Islandi):
• barnaveiki (Diphtheria)
• stífkrampa (Tetanus)
• kíghósta (Pertussis)
• mænusótt (Polio)
• mislingum (Morbilli)
• hettusótt (Parotitis epidemica)
• rauðum hundum (Rubella)
• lifrarbólgu B (hepatitis B)
• pneumókokkasýkingum; hjá einstaklingum
60 ára og eldri á 10 ára fresti.
Ef viðkomandi er ekki fullbólusettur skal bjóða honum
bólusetningu samkvæmt ofangreindum leiðbeiningum.
Endurmeta skal bólusetningu heilbrigðisstarfsmanna á 10
ára fresti samkvæmt leiðbeiningum sóttvarnalæknis.
Endurbólusetja skal heilbrigðisstarfsmenn á 10 ára fresti
gegn barnaveiki, stífkrampa og kíghósta (dtp). I dag er á
markaði eftirtalið bóluefni til notkunar hjá fullorðnum sem
inniheldur ofangreinda mótefnavaka í einni og sömu sprautu:
Boostrix®
Mælst er til þess að allir heilbrigðisstarfsmenn séu
bólusettir gegn árlegri inflúensu. Kostnaður bóluefnisins fellur
á sóttvarnalækni.
Sóttvamalæknir
Leiðréttingar
Læknablaðið biðst velvirðingar á handvömmum í
síðasta blaði.
• Misritað var í myndatexta á blaðsíðu 365.
Nafn mannsins lengst til hægri á myndinni
er Halldór Grímsson.
• Höfundur hugleiðinga við siðfræðitilfellið
á bls. 384 í júníblaðinu er Jón Eyjólfur
Jónsson öldrunarlæknir.
í greininni Fenýlketómíría á íslandi eftir Karl Erling Oddason, Lilju
Eiríksdóttur, Leif Franzson, Atla Dagbjartsson: 349-52, var birt
úrelt mynd. Sú rétta er hér fyrir neðan ásamt texta:
Aldur (dagar) viö upphaf meöferðar
1972-2006
*--1--1-1---1-1--1--1--1--1--1-1--1--1--1--1--1-1---1—
.<? •£, -0' V> N* <i> & A >?> •?> T> ÓV <V> qþ <jþ Ó)
^ ^ ^^<. ^'jj.■ ^.■
Einstaklingar
Mynd 1. Aldur við upphaf meðferðar. Einstaklingum er raðað eftir aldri, sá elsti lengst
til vinstri. Besta lína aldursraðar og aldur við uppliaf meðferðar eru sýnd á mynd.
Er ráðstefna framundan?
Alhliða skipulagning ráðstefna og funda
Engjateigur 5 1105 Reykjavík | 585-5900 | congress@congress.is | www.congress.is
congress
^REYKJAVÍK
LÆKNAblaðið 2011/97 441