Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.06.2012, Blaðsíða 4

Læknablaðið - 15.06.2012, Blaðsíða 4
331 Þórarinn Ingólfsson Heimilislækningar á íslandi í vanda Heimilislæknar eru of fáir nú, yngri læknar hafa hætt störfum og þeir eldri nálgast eftirlaun eða íhuga að draga sig í hlé. Ekki fást hæfir umsækjendur í stöður sem eru auglýstar. 333 Tryggvi Ásmundsson Vangaveltur um lífeyrismál Sparnaður er hugtak sem er is- lendingum ekki tamt. Stjórnvöld virðast styðja þá hugsun og það er ekkert gert til að hvetja fólk til að spara. FRÆÐIGREINAR 334 Þórarinn Árni Bjarnason, Haraldur Bjarnason, Óttar Már Bergmann, Hjalti Már Þórisson Innæða krabbameinslyfjameðferð með slagæðastíflun: Árangur staðbundinnar krabbameinsmeðferðar á íslandi Árangur staðbundinnar krabbameinsmeðferðar á islandi var viðunandi og var tíðni fylgikvilla innan ásættanlegra marka. Meðallifun sjúklinga með lifrar- frumukrabbamein var 15,2 mánuðir og þrír af 8 fóru á lifrarígræðslulistann. 341 Hallgerður Lind Kristjánsdóttir, Guðný Stella Guðnadóttir, Sigríður Bára Fjalldal, Hulda Flósa Þórarinsdóttir, Agnar Bjarnason, Óskar Einarsson Frammistaða Landspítala í forvörnum gegn bláæðasegasjúkdómum; þversniðsrannsókn á bráðadeildum Með notkun fyrirbyggjandi meðferðar má koma í veg fyrir stóran hluta bláæðasegasjúkdóma og fækka þannig fylgikvillum og minnka dánartíðni. Um árabil hafa verið til klínfskar leiðbeiningar um hverjir eigi að fá slíka meðferð en þrátt fyrir það sýna faraldsfræðilegar rannsóknir fram á að þeim er illa fylgt. 349 Guðrún Dóra Clarke, Jón Steinar Jónsson, Magnús Ólafsson, Sigrún Sif Jóelsdóttir, Gunnar Guðmundsson Algengi reykinga og langvinnrar lungnateppu hjá skjólstæðingum heilsugæslustöðvarinnar á Akureyri Tíundi hver einstaklingur sem kom á heilsugæslustöðina á Akureyri og hafði áður reykt reyndist vera með langvinna lungnateppu sem ekki var þekkt. Þetta ætti að vera heilsugæslunni hvatning til að rannsaka markvisst skjólstæðinga með reykingasögu með tilliti til þessa. Slík vinnubrögð eru forsenda þess að bæta greiningu lungnateppu, sjúklingar myndu greinast fyrr og fengju mark- vissari meðferð í tíma. 355 Signý Ásta Guðmundsdóttir, Páll Helgi Möller, Reynir Arngrímsson Ehlers-Danlos-heilkenni af gerð IV. Sjúkratilfelli og sjúkdómseinkenni Ehlers-Danlos-heilkenni eru arfgengir bandvefssjúkdómar með sín sérkenni en allir einkennast af minnkuðum styrk og heilleika húðar, liða, æða og annarra vefja. Heilkennið er afar sjaldgæft. Hér er lýst einkennum einstaklinga í íslenskri fjölskyldu þar sem sjúkdómurinn hefur greinst. 328 LÆKNAblaðiö 2012/98
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.