Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.06.2012, Blaðsíða 3

Læknablaðið - 15.06.2012, Blaðsíða 3
Ný stjórn LR kjörin á aðalfundi Læknafélag Reykjavíkur hélt árlegan aðalfund sinn í Hlíðasmára 8 fimmtudaginn 24. maí. Dagskrá var að hefðbundnum sið aðalfundar og að lokinni skýrslu formanns voru reikningar skoðaðir og samþykktir og síðan gengið til stjórnarkjörs. Þar voru tveir nýir stjórnarmenn sjálfkjörnir en úr stjórn gengu Michael Clausen varaformaður og Friðný Jóhannesdóttir gjaldkeri. Á myndinni gefur að líta hina nýju stjórn en á henni eru frá hægri gjaldkeri Jörundur Kristinsson heimilislæknir, formaður, Steinn Jónsson lungna- sérfræðingur, meðstjórnandi, Ebba Margrét Magnúsdóttir kvensjúkdóma- og fæðingalæknir, varafor- maður, Reynir Arngrímsson erfðasjúkdómalæknir og ritari og Jón Gunnar Hannesson heimilislæknir. Áheyrnarfulltrúi Félags almennra lækna er Ómar Ingi Emilsson. LISTAMAÐU R MÁNAÐARINS Á opnun Listahátíðar í maí var mikið um að vera í mynd- listarlífinu. Sýningin stóra, (l)ndependent People, teygði sig víða um bæ og undir hatti hennar voru margir sjálf- stæðir viðburðir. Listatímaritið Endemi kom út í þriðja sinn og sett var upp sýning á verkum listamanna blaðsins í Myndhöggvarafélaginu á Nýlendugötu. Þar í kjallara leyndist meðal annars pappírsverk Jónu Hlífar Halldórs- dóttur (f. 1978) sem sjá má á forsíðu Læknablaðsins. Sama dag og sýningin opnaði fékk fjöldi manns nafnlaus smá- skilaboð í farsímana sína þar sem lesa mátti sömu setningu og í textaverkinu, „Yellow is the new black”, skilaboð send 19. maí, 2012, kl 14:25. Skilaboð Jónu Hlífar ferðast um einka- og almennings- rými, ýmist eins og leynileg orðsending, dulmál, auglýsing, upphrópun eða slagorð. Innihaldið er torskilið út af fyrir sig því listamaðurinn gefur áhorfendum ekkert haldreipi að styðjast við og þá fær- ist áherslan á þær aðferðir sem hún beitir. Tenging vaknar við kenningar um eðli list- og fjölmiðla og samhengið á milli þeirra og upplýsinganna sem í þeim felast. Við greinum jú texta á ólíkan máta eftir því í hvaða samhengi hann er birtur, í dagblöðum, auglýsingum, persónulegum samskiptum og þar fram eftir götunum. Jóna Hlíf hefur undanfarin ár sett fram textaverk á fjöl- breyttan máta og sýnir viðamikil verk í Hafnarhúsinu um þessar mundir í sam- starfi við Hlyn Hallsson. Hún sker bók- stafina gjarnan út í pappír eða annað efni þannig að textinn, sem sóttur er víða að, öðlast efniskennd og verður að skúlptúr eða lágmynd. (tilviki þess verks sem hér um ræðir leynist gulur litur á bak við svartan - þegar skorið er i svarta pappírinn kemur sá guli í Ijós, rétt eins og textinn sjálfur segir til um. Verkið virðist því hverfast algjörlega um sjálft sig þótt orðaval minni á tungutak tískuhönnuða sem leggja línurnar fyrir okkur neytendur. Það er sett fram á vor- dögum þegarsólarljósið sigrarskamm- degið og þannig mætti túlka setninguna á mun Ijóðrænni máta, en Jóna Hlíf lætur okkur áhorfendum eftir að leggja eigin skilning í verkið. Markús Þór Andrésson v F L L 9 W I *= - u E N F W * L A C •< Ljósmynd: Hugi Hlynsson Læknablaðið THE ICELANDIC MEDICAL jOURNAL www. laeknabladid. is Hlíðasmára 8, 201 Kópavogi 564 4104-564 4106 Útgefandi Læknafélag íslands Læknafélag Reykjavíkur Ritstjórn Engilbert Sigurðsson, ritstjóri og ábyrgðarmaður Anna Gunnarsdóttir Gylfi Óskarsson Hannes Hrafnkelsson Sigurbergur Kárason Tómas Guðbjartsson Þórdís Jóna Hrafnkelsdóttir Þórunn Jónsdóttir Tölfraeðilegur ráðgjafi Thor Aspelund Ritstjórnarfulltrúi Védís Skarphéðinsdóttir vedis@lis.is Blaðamaður og Ijós- myndari Hávar Sigurjónsson havar@lis.is Auglýsingastjóri og ritari Dögg Árnadóttir dogg@lis.is Umbrot Sævar Guðbjörnsson saevar@lis.is Upplag 1700 Áskrift 10.900,- m. vsk. Lausasala 1090,- m. vsk. Prentun, bókband f....N og pökkun 0//, Oddi, umhverfisvottuð prentsmiðja Höfðabakka 3-7 110 Reykjavík © Læknablaðið Læknablaðið áskilur sér rétt til að birta og geyma efni blaðsins á rafrænu formi, svo sem á netinu. Blað þetta má eigi afrita með neinum hætti, hvorki að hluta né í heild án leyfis. Fræðigreinar Læknablaðsins eru skráðar (höfundar, greinarheiti og útdrættir) í eftirtalda gagnagrunna: Medline (National Library of Medicine), Science Citation Index (SciSearch), Journal Citation Reports/Science Edition og Scopus. The scientific contents of the lcelandic Medical Journal are indexed and abst- racted in Medline (National Library of Medicine), Science Citation Index (SciSearch), Journal Citation Reports/ Science Edition and Scopus. ISSN: 0023-7213 LÆKNAblaðið 2012/98 327
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.