Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.06.2012, Blaðsíða 32

Læknablaðið - 15.06.2012, Blaðsíða 32
SJÚKRATILFELLI Lykill Karl | KarlmeðEDSIV ] Látinn Q Kona @ KonameðEDSIV 0 Látin Mynd 1. Allir sem höfðu staðfestn greiningu á EDS-IV árið 2011 voru úr sönm fjöl- ski/ldu. I kjölfar greiningar upphafstilfellis var öðrum ættingjum boð- inn viðtalstími hjá lækni og DNA-erfðagreining framkvæmd ef sjúkdómseinkenni uppfylltu skilmerki sjúkdómsins eins og lýst er í töflu II. Helstu sjúkdómseinkennum þátttakenda er lýst í töflu III. Fimm einstaklingar höfðu fengið einn eða fleiri meiriháttar fylgikvilla EDS IV. Alls hafa þrír fengið vandamál tengt ósæðinni, tveir létust ungir vegna ósæðarrofs og einn (III-2) greindist með hækkaðan blóðþrýsting og víkkun á ósæðarrót 36 ára gamall. Krufning (II-l) leiddi í ljós flysjun á kviðarhluta ósæðar sem náði niður að garnahengisslagæðum. Blæðing var víða, meðal annars inn í gollurshús og aftanskinubil. Ósæðin var mjög grönn og með vefjavanþroska (hypoplasia) en það hefur líklega verið orsakavald- ur flysjunarinnar. Tveir einstaklingar hafa fengið garnarof, báðir við 32 ára aldur, og þurftu að fá tímabundið garnastóma. Hjá II-2 komu eftirfarandi fylgikvillar fram: lungnarek, samfall á hægra lunga, lungnahá- Tafla II. Aðal- og viðbótarskilmerki fyrir EDSIV. Tilvist tveggja eða fleiri aðaiskitmerkja er nauðsynleg til klínískrar greiningar. Ef aðalskilmerki vantar eru viðbótarskilmerki ein og sér ekki nóg til þess að stað- festa greiningu. Tafla staðfærð eftir Beighton.' Aðalskilmerki - Æðarof - Garnarof - Rof á legi á meðgöngu - Fjölskyldusaga um EDS IV Viðbótarskilmerki - Þunn, gegnsæ húð - Marblettir - Einkennandi andlitsfall (þunnar varir, beint nef, lítil haka og breiðleitur augnsvipur) - Ótímabær öldrunareinkenni útlima vegna taps á kollageni og fitu í húðbeð - Yfirhreyfanleiki smárra liða handa og fóta - Sina- og eða vöðvaslit - Æðahnútar - Æðaflækja i heila - Loftbrjóst / blóð- og loftbrjóst - Endurtekin liðhlaup - Meðfætt mjaðmaliðhlaup - Klumbufótur - Rýrnun tanngóms Mynd 2. Ljósmynd af yfirhreyfanleika i liðamótum: (A) Aðeins einn var með aukinn lireyfanleika í olnbogalið. (B) Aukinn hreyfanleiki í hnúaliðum handar fannst í tveimur sjúklingum. (C) Þrír voru með aukinn hreyfanleika ífjærliðum fingra. þrýstingur og lífhimnubólga. Illa gekk að hemja blóðrek til lungna svo ákveðið var að binda fyrir holæð (veua cavct ligature). Við þá aðgerð rofnaði holæðin áður en hægt var að binda fyrir hana og lendarslagæð rifnaði en það jók blæðinguna verulega. Sjúklingur- inn greindist 34 árum síðar með bráðakviðverki og stíflu í æðum til garna og varð að fjarlægja hluta af smáþörmum og ristli. í kjöl- farið fylgdi erfið sjúkrahúslega með samfalli á lunga og drepi í húð. Sjúklingurinn varð bráðkvaddur nokkrum mánuðum síðar, 66 ára að aldri. Hjá III-4 voru vandamál við tengingu garnastóm- ans, drep í slímhúð og sýking undir húð í vinstri flanka. Fimm einstaklinganna hafa verið metnir með tilliti til viðbótar- skilmerkja (tafla III). Algengustu einkenni sem fundust voru mar- blettir (n=5), æðahnútar (n=4) og ilsig (n=4). Allir sögðust þeir vera mjög marblettagjarnir og með aukna blæðingartilhneigingu. Storkutími var mældur hjá einum einstaklingi árið 1980 og reynd- ist eðlilegur. Blæðingartilhneigingin lýsti sér helst í blæðingum frá gómi við tannburstun, erfiðleikum við að stöðva blæðingar við tannviðgerðir og langdregnum blæðingum frá húðsárum. Allar konurnar lýstu miklum tíðablæðingum. Eftir nálarsýnatöku úr lifur fékk einn einstaklingur blæðingu undir lifrarhýði sem rofn- aði inn í kviðarhol með lífhimnubólgu f kjölfarið. Fjórir af fimm reyndust vera með æðahnúta og höfðu tveir þeirra farið í aðgerð af þeim orsökum. Fjórir einstaklingar höfði fengið liðhlaup í axlar, bringu- eða viðbeinslið, framristarkjúkuliðum eða völubeinslið. Einn var tal- inn hafa liðhlaup í vinstri mjöðm við tveggja mánaða aldur en sú greining var aldrei staðfest. Annar hafði fengið endurtekin lið- hlaup í öxl og tvisvar sinnum farið í aðgerð á báðum axlarliðum. Tveir lýstu smellum og læsingum í kjálkalið og tveir höfðu rifið liðþófa í hné. Fjórir af fimm voru með ilsig. Ein kona var með frá- skeifa aðlögun og ilsig á báðum fótum sem rakið var til liðhlaups á völubeinslið. Þessi kona hafði farið í stífun á báðum ökklum. Einn hafði fengið fyrirvaralaust slit á hásin. Við skoðun voru þrír með aukinn liðleika í fjærliðum fingra og tveir með aukinn hreyfanleika í hnúaliðum (mynd 2). Aðeins einn var með aukna hreyfigetu í olnboga en tveir voru með aukna hreyfigetu í hnéliðum. Allir kvörtuðu um langvarandi verki í smá- liðum handa (n=l), olnboga (n=l) og spjald- og mjaðmabeinslið 356 LÆKNAblaðið 2012/98
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.