Læknablaðið - 15.06.2012, Blaðsíða 10
RANNSÓKN
Innæðalyfjagjöf með slagæðastíflun:
árangur staðbundinnar
krabbameinsmeðferðar á Islandi
Þórarinn Árni Bjarnason' læknanemi, Haraldur Bjarnason, 2læknir, Óttar Már Bergmann3 læknir, Hjalti Már Þórisson, A5 læknir
ÁGRIP
Inngangur: Innæðakrabbameinslyfjameðferð með slagæðastiflun er
staðbundin krabbameinsmeðferð til að meðhöndla krabbamein í lifur.
Meðferðin er líknandi en getur einnig nýst með skurðaðgerð og/eða raf-
brennslu. Hún getur einnig nýst til að halda sjúklingum á lifrarígræðslulista
eða niðurstiga sjúkdóminn svo þeir komist á slíkan lista. Markmið rann-
sóknarinnar var að kanna árangur staðbundinnar krabbameinsmeðferðar
og tíðni fylgikvilla á Islandi.
Efni og aðferðir: Gerð var afturskyggn klínisk rannsókn sem náði til
allra sem fengu innæðakrabbameinslyfjameðferð með slagæðastíflun,
slagæðastíflanir og innæðakrabbameinslyfjagjafir á íslandi frá 1. maí 2007
til 1. mars 2011. Upplýsingar voru fengnar úr sjúkraskrárkerfi og mynd-
geymslukerfi Landspítala.
Niðurstöður: Það hafa verið framkvæmdar 18 innæðakrabbameins-
lyfjameðferðir með slagæðastíflun, 6 slagæðastíflanir og tvær svæðis-
bundnar krabbameinslyfjameðferðir til að meðhöndla 9 sjúklinga með
lifrarfrumukrabbamein og þrjá með meinvörp frá krabbaliki. Meðallifun
sjúklinga með lifrarfrumukrabbamein var 15,2 mánuðir og hjá sjúklingum
með krabbalíkismeinvörp 61 til 180 mánuðir. Alger svörun varð tvisvar og
hlutasvörun fjórum sinnum. Sjúkdómurinn hélst stöðugur 111 skipti en
versnaði í þremur tilvikum. Minniháttar fylgikvillar greindust eftir 6 af 26
inngripum. Einu sinni kom upp meiriháttar fylgikvilli. Enginn fékk lifrarbilun
sem rekja má til inngripsins. Einn sjúklingur með lifrarfrumukrabbamein
var á lifrarígræðslulista fyrir meðferð og tókst að halda honum á lista fram
að ígræðslu. Þá tókst að niðurstiga þrjá svo þeir komust á listann.
Ályktun: Árangur staðbundinnar krabbameinsmeðferðar er viðunandi hér
á landi og eru fylgikvillar í kjölfar inngripsins innan marka.
'Læknadeild Háskóla
íslands, ''Department
of Radiology, Mayo
Clinic, Rochester MN
“meltingarfæradeild,
4röntgendeild Landspítala,
’Vale School of Medicine,
New Haven CT
Fyrirspurnir:
Hjalti Már Þórisson
hjaltimt@landspitali.is
Greinin barst:
17. október 2011,
samþykkt til birtingar:
15. mai 2012.
Engin hagsmunatengsl
gefin upp.
Inngangur
Innæðakrabbameinslyfjameðferð með slagæðastíflun,
IKSS (Transcatheter arterial chemoembolization, TACE), er
ein tegund staðbundinnar krabbameinsmeðferðar (logo-
regional therapy) og er meðferðarmöguleiki við krabba-
mein í lifur. Inngripið felur í sér að æðaleggur er þrædd-
ur um náraslagæð og þaðan um lifrarslagæð að þeirri
slagæðagrein sem nærir æxlið. Þá er blöndu af krabba-
meinslyfjum, með eða án joðs í olíufasa (ethiodized oil), og
æðastíflandi efnum gefið í slagæðina sem nærir krabba-
meinið.1 í IKSS á Islandi er gefið doxurubicin og mito-
mycin ásamt joði í olíufasa og pólývinýl-alkóhólagnir.
Til eru aðrar tegundir staðbundinnar krabbameinsmeð-
ferðar eins og innæðakrabbameinslyfjagjöf (trans-arterial
chemotherapy) og slagæðastíflun (bland embolization).
Markmið IKSS er að ná háum styrk frumudrepandi
krabbameinslyfja í krabbameininu og stuðla að blóð-
þurrð í æxlinu. Á sama tíma er magni krabbameins-
lyfja sem fer út í almennu blóðrásina haldið í lágmarki
(mynd l).2 IKSS er líknandi meðferð sem hefur að mark-
miði að meðhöndla óskurðtæk krabbamein og meinvörp
í lifur, einkum lifrarfrumukrabbamein (hepatocellular
carcinoma, HCC) og meinvörp frá krabbalíki (carcinoid)?A
Inngripið getur einnig nýst með skurðaðgerð og raf-
brennslu (radiofrequency ablation) og stuðlað að niðurstig-
un krabbameinsins og þar af leiðandi gert lifrarígræðslu
að möguleika fyrir þessa sjúklinga.5 Þá hafa rannsóknir
bent til þess að IKSS geti gagnast sjúklingum með gall-
gangakrabbamein (cholangiocarcinoma) og meinvörp í
lifur frá briseyjaæxlum og stoðvefjaæxlum.6’7
Ekki geta allir sjúklingar með óskurðtæk krabba-
mein í lifur gengist undir IKSS. Helstu frábendingar
við IKSS eru léleg lifrarstarfemi (Child s-flokkur C) með
lélegu blóðflæði til lifrarinnar, illvíg sýking og ef hægt
er að fjarlægja æxlið með skurðaðgerð. Einnig verður
að sýna sérstaka varúð ef sjúklingur er með bilirúbín
hærra en 40 mg/L, þrengsli í portal-bláæðinni, galla í
blóðstorkukerfi, slag- og bláæða-æðatengingu (arterio-
venous shunt) um æxlið og lifrarheilakvilla.
IKSS var fyrst lýst 1977 en um síðustu aldamót komu
fram rannsóknir sem sýndu fram á betri lifun sjúklinga
með lifrarfrumukrabbamein sem meðhöndlaðir voru
með IKSS miðað við sjúklinga sem gengust undir hefð-
bundna meðferð.3-8 Síðastliðin 15 ár hefur IKSS verið
helsta meðferð við óskurðtækum krabbameinum í lifur.
I maí 2007 var gerð fyrsta slagæðastíflunin á Islandi
til að meðhöndla lifraræxli og fyrsta IKSS var gerð í
október 2009. Núna gangast allir sjúklingar sem fara í
staðbundna krabbameinsmeðferð til meðhöndlunar á
krabbameini í lifur, undir IKSS.
Árangur IKSS og annarra staðbundinna krabba-
meinsmeðferða til að meðhöndla æxli í lifrinni hefur
ekki verið skoðaður á Islandi. Megintilgangur þessarar
334 LÆKNAblaðið 2012/98