Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.06.2012, Blaðsíða 47

Læknablaðið - 15.06.2012, Blaðsíða 47
UMFJÖLLUN O G GREINAR Mun hafa áhrif á samskipti lækna við landlækni Steinn Jónsson formaður Læknafélags Reykjavíkur Steinn segir úrskurðinn ekki hafa komið sér á óvart. „En hann var auðvitað þegar til kom það afdráttarlaus og vel rökstuddur að ekki varð á betra kosið frá sjónarmiði læknasamtakanna sem höfðu sætt ámæli frá ráðamönnum fyrir að vísa málinu til Persónuverndar. í úrskurð- inum kemur fram að beiðni landlæknis um skrá yfir allar konur sem höfðu farið í brjóstastækkun á íslandi var ekki byggð á fullnægjandi rökum og stangaðist á við ákvæði persónuverndarlaga og ákvæði stjórnarskrár um friðhelgi einkalífsins. Þetta var mjög góður úrskurður fyrir LI og skýrði línur varðandi skyldur okkar gagn- vart sjúklingunum og upplýsingagjöf til yfirvalda." Steinn kveðst telja tvímælalaust að úrskurðurinn muni hafa áhrif á samskipti lækna og landlæknisembættisins í fram- tíðinni. „Við munum byggja okkar samskipti við landlæknisembættið á þessum úr- skurði í sambærilegum málum og láta reyna á túlkun Persónuverndar á lögum og reglum í þessu sambandi ef á þetta reynir aftur." Svar Persónuverndar vonbrigði Geir Gunnlaugsson landlæknir „Leiðbeinandi svar Persónuverndar til Læknafélags íslands f.h. Félags lýtalækna varðandi aðgang landlæknis að upplýs- ingum um brjóstastækkunaraðgerðir hér á landi síðastliðinn áratug eru vonbrigði. Góðar upplýsingar um heilbrigðisþjón- ustuna, óháð rekstrarformi og greiðslu- þátttöku, eru forsenda þess að hægt sé fylgjast með gæðum hennar og grípa til aðgerða ef ástæða þykir til. Þær eru einnig mikilvægar fyrir ákvarðanatöku um þróun þjónustunnar," segir Geir Gunn- laugsson landlæknir. „Það er lögbundin skylda allra sem starfa við heilbrigðisþjónustu að halda sjúkraskrár og úrvinnsla upplýsinga í þeim er mikilvæg uppspretta þekkingar. Hið frjálsa val einstaklinga á þjónustu byggist ekki síst á því að hafa upplýs- ingar sem þeir geta stuðst við til að taka ígrundaða ákvörðun um þá meðferð sem þeim stendur til boða hverju sinni. Því er vandséð hvernig skert aðgengi landlæknis að jafnmikilvægum upplýsingum og þeim sem varða brjóstastækkanir feli í sér jákvæða þróun fyrir heilbrigðisþjónustuna og almenning í landinu." Geir segir leiðbeinandi svar Persónu- verndar varðandi aðgang að upplýsingum um brjóstastækkanir ekki vera úrskurð og hafi ekki réttarfarslegt gildi. „Svarið er heldur ekki dómur um rétt landlæknis til aðgangs að þeim heilsufarsupplýsingum sem hann telur nauðsynlegar. Svarið er aftur á móti áminning til okkar allra um mikilvægi þess að standa vörð um pers- ónuvernd þeirra sem sækja heilbrigðis- þjónustu, óháð rekstrarformi. Svarið vekur einnig athygli á því að lagaumgjörð Embættis landlæknis virðist ekki vera nægjanlega skýr ti! að tryggja embættinu nauðsynlegan aðgang að upplýsingum sem er að finna í þeim fjölbreyttu gagna- söfnum sem eru í notkun í heilbrigðis- þjónustunni. Það er hagsmunamál lækna og þeirra sem njóta heilbrigðisþjónustu að lög séu skýr og ótvíræð varðandi aðgang land- læknis að upplýsingum um framkvæmd hennar. Læknar ekki síður en almenn- ingur gera kröfu til þess að íslendingar njóti heilbrigðisþjónustu sem byggist á bestu þekkingu og reynslu á hverjum tíma og sé í fremstu röð í heimi. Skilvirkar og vel skilgreindar upplýsingar um hana er forsenda þess að slík þjónusta sé í boði hér á landi, óháð rekstrarformi og greiðslu- þátttöku." LÆKNAblaðið 2012/98 371
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.