Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.06.2012, Blaðsíða 37

Læknablaðið - 15.06.2012, Blaðsíða 37
Ú R PENNA STJÓRNARMANNA LÍ Læknir eða lús, maður eða mús? Fréttir - ábyrgð á báða bóga Árdís Björk Ármannsdóttir Almennur læknir á Reykjalundi ardisar@gmail. com Hvað er að frétta? Allt mögulegt og ekkert sérstakt. Eins og venjulega. Grípandi og stuðandi fyrirsagnir gegna veigamiklu hlutverki í fjölmiðlaumhverfi nútímans. Þar sem fréttir, ekki-fréttir og allskyns þarfar og óþarfar upplýsingar flæða yfir og allt um kring. Nóg um það. Læknar og heilbrigðistengd málefni rata oft í fréttir. Ekkert óeðlilegt við það í sjálfu sér. Hvers vegna ætli fréttirnar séu samt oft svona neikvæðar, einhliða og jafn- vel rangar að einhverju leyti? Merkilegt í sjálfu sér. Það skiptir nefnilega miklu máli að rétt sé farið með staðreyndir þegar heilsa og heilbrigði eru annars vegar. Að sjálfsögðu. Þetta eru jú atriði sem allir þurfa að huga að. Það hafa allir heilsu en sumir heilsu- brest. Mikið af upplýsingum flæðir yfir þjóðina, sumar gagnlegar aðrar gagns- lausar og enn aðrar jafnvel skaðlegar og geta haft slæm áhrif á heilsu fólks. Fólk sem stríðir við veikindi og sjúkdóma er oft á tíðum mjög móttækilegt fyrir nýjum aðferðum í baráttunni við veikindin. Til í að prófa nánast hvað sem er til að ná betri og bættri heilsu. Stundum er um að ræða gagnslausar en líka skaðlausar aðferðir sem hljóta þá að vera í lagi. Þær geta líka verið skaðlausar en mjög kostnaðarsamar. Er það þá í lagi? Og svo geta þessar aðferðir hreint og beint verið skaðlegar og haft slæm áhrif á heilsu og jafnvel fram- gang sjúkdóma. Er það í lagi og hver ber þá ábyrgð á því? Ábyrgð fjölmiðla er vissulega mikil hvað varðar framsetningu fréttaefnis um heilsu og heilbrigði. Ætti að minnsta kosti að vera það. Þetta gildir einnig um reynslusögur einstaklinga. Þar er mikil- vægt að stíga varlega til jarðar. Oft á tíðum getur það verið mjög gagnlegt að heyra reynslusögur fólks. Hvað gagnaðist, hvað ekki og hvernig fólki leið á meðan. Á stundum mætti þó vanda þann fréttaflutn- ing betur eins og dæmin sanna. Mikilvægt er að sjálfsögðu að umræðan og umfjöllunin sé fagleg og þar skipta fjöl- miðlamenn sköpum. Það ætti alls ekki að slá umfjöllun um þessi málefni upp í æsi- fréttastíl með æpandi fyrirsögnum heldur skoða málin vel ofan í kjölinn. Því það getur haft afdrifaríkar afleiðingar ef fólk til að mynda hættir þeirri meðferð sem það er í án samráðs við sinn lækni eða meðferðaraðila. Það er hins vegar alltaf val hvers og eins hvaða meðferð viðkomandi kýs á grunni þeirra upplýsingar sem fyrir liggja. Fólk hefur fullan rétt á að hafna hefðbundinni meðferð og velja eigin leiðir eftir eigin höfði. Svo er það netheimurinn allur sem erfitt er að henda reiður á. Spjallsíður, facebook, twitter og hvaða nöfnum sem þetta kann nú að nefnast. Það virðist sem það megi segja allt og allir hafa sitt að segja, skoðun á öllu og allt og ekkert gagnrýnt. Ekki er óvanalegt að heilbrigðis- tengd málefni skjóti þar upp kollinum. Sem eðlilegt er. En þar þrífst líka allt milli himins og jarðar. Satt og ósatt. Faglegt og ófaglegt. Gagnrýni á gagnrýni ofan. Ekki allt málefnalegt. Hver er ábyrgð lækna og læknasam- félagsins í þessari umræðu? Eigum við að segja eitthvað þegar rangt er farið með í sambandi við heilbrigðistengd mál- efni? Hver er okkar faglega ábyrgð? Eiga læknar að taka þátt í umræðunni? Hvar eru mörkin? Þegar fólk segir frá jákvæðri reynslu sinni af óhefðbundnum lækning- um umfram hefðbundnar. Fólk hvatt til að kaupa hina ýmsu dropa, krem og fokdýrar skyndilausnir sem eiga að fyrirbyggja vanlíðan og sjúkdóma og jafnvel tryggja heilsu og langlífi. Hvað með tilboð á blóð- skoðun sem gefur aukið jafnvægi og bætta heilsu? Eigum við þá að segja eitthvað? Svara? Og hver á að svara? Hver og einn fyrir sig eða forsvarsmenn samtaka lækna eða læknaembætta? Á stundum virðist mér sem læknar mættu láta meira í sér heyra. Svara að- finnslum, gagnrýni og þegar farið er með rangt mál eða verið að auglýsa einvern óþarfa sem lausn og lækningu við hinum ýmsu kvillum. Læknar hafa faglega þekkingu og sýn á heilbrigðistengdum málum og geta veitt ráðleggingar byggðar á vísindalegum og faglegum grunni. Það er svo auðvitað hverjum og einum í sjálfsvald sett hvaða ráðleggingar hver velur að fara eftir. Læknar stjórna því ekki. En fagleg sjónar- mið verða að ráða för í allri okkar umræðu og þeim eigum við að miðla. Við megum samt ekki gleyma að hlusta, taka gagn- rýni og virða skoðanir annarra. Hroki og hleypidómar eru engum til framdráttar. Það skiptir því gríðarlegu máli að hafa öflugan talsmann í forgrunni sem tekur faglega á málum. Kannski enn frekar nú en endranær í því fjölmiðla- og netverald- arumhverfi sem við búum við. Því það þarf að svara og halda uppi faglegum sjón- armiðum byggðum á grunni vísindanna. Annars er það helst í fréttum að það er komið sumar. Gaman að því. Stjórn LÍ Þorbjörn Jónsson, formaður Valgerður Á. Rúnarsdóttir, varaformaður Magnús Baldvinsson, gjatdkeri Anna K. Jóhannsdóttir, rítari Árdís BjörkÁrmannsdóttir Orri Þór Ormarsson Salome Ásta Arnardóttir Steinn Jónsson Þórey Steinarsdóttir i pistlunum Úr penna stjómarmanna Li birta þeir sínar eigin skoðanir en ekki félagsins. LÆKNAblaðið 2012/98 361
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.