Læknablaðið - 15.06.2012, Blaðsíða 62
Ritstjórn vill fá fleiri raddir kolleganna til að hljóma. í þessu skyni hefur
blaðið kallað eftir pistlum frá formönnum sérgreinafélaga og undirdeilda
Læknafélags íslands og Reykjavíkur.
Frá félagi íslenskra lungnalækna
Hans Jakob Beck
formaður FÍL
hjabeck@gmail. com
„Enginn getur lifað án Lofts" voru ein-
kunnarorð Lofts Guðmundssonar ljós-
myndara og mætti með lágstaf gera að
slagorði lungnalækna. Að meðaltali andar
fullorðin manneskja í hvíld 6 lítrum á mín-
útu og ef við látum það gilda sem meðaltal
þjóðarinnar og segjum að það sem börn
andi minna sé vegið upp af aukinni öndun
við áreynslu, anda Islendingar um tveimur
milljónum lítra af lofti á hverri mínútu.
Þjóðin tekur upp 455 þúsund lítra af súr-
efni á hverri mínútu, eða 655 milljón lítra
á sólarhring og skilar frá sér 455 milljón
lítrum af C02 á sólarhring.
Hlutverk lungnalækna er að halda
öndun þjóðarinnar uppi með því að sporna
gegn sjúkdómum sem hamla öndun og
loftskiptum og viðfangsefnin mótast af
þeim nánu samskiptum manns og um-
hverfis sem öndunin felur í sér. Barátta
lungnalækna hefur verið barátta við sýkla,
tóbaksreyk, ónæmisvaka og mengað loft;
alla þessa óvelkomnu fylgifiska þess að
okkur er nauðsynlegt að anda stöðugt að
okkur andrúmsloftinu.
Fyrstu lungnalæknarnir voru berkla-
læknar, en lungun eru fyrsti og vinsælasti
áfangastaður mycobacterium tuberculosis,
sem enn í dag er þrautin þyngri að losna
við þó ýmsar áður mannskæðar lungna-
sýkingar sé ekki tiltökumál að lækna. Þeir
tímar eru sem betur fer liðnir að læknar
hjuggu, brenndu og blésu, en berklar eru
engu að síður enn eitt mesta lýðheilsu-
vandamál heimsins. Annað stórt lýðheilsu-
vandamál heimsins sem við þekkjum ekki
lengur eru afleiðingar eldunar innandyra
með þeirri reykjarsvælu og mengun sem
hlóðaeldi fylgir. Vantar í fornsögurnar
frásagnir af reykjarkófinu við langeldinn,
hóstanum, mæðinni og spýtingnum, svo
lungnalæknar verða að láta geðlæknum
eftir að sjúkdómsgreina sagnahetjurnar.
En Þórbergur var hins vegar með astma,
það geta lungnalæknar greint af lýsingu
hans á hjartveiki sinni í Steinarnir tala.
Reyndar var astmi lengi vanmetinn á Is-
landi, talinn fátíður og vægur svo kennt
var að astmasjúklinga væri óþarft að leggja
inn á sjúkrahús. Þetta segir mér Tryggvi
Ásmundsson, en það kom í hlut hans og
annarra frumkvöðla lungnalækninga
á Islandi að leiða mönnum fyrir sjónir
hversu alvarlegur sjúkdómur astmi getur
verið. Og heilbrigðisþjónustan tók fram-
förum með stökkum á þessum árum, fyrir
lungnalækningar skipti til dæmis sköpum
að fá gjörgæsludeildir á sjúkrahúsin.
Vagga lungnalækninga á Islandi er
á Vífilsstöðum. Þangað var Hrafnkell
Helgason ráðinn yfirlæknir nýkominn
frá sérnámi og byggði upp lungnadeild á
gamla berklahælinu, sem þarfnaðist nýs
hlutverks. Það var svo ekki fyrr en eftir
aldamót að lungnadeildin fluttist á Land-
spítala í Fossvogi og Þórarinn Gíslason
þá orðinn 5'firlæknir. Þórarinn hefur, að
öðrum mönnum ólöstuðum, vegið þyngst
við framþróun vísindastarfa stéttarinnar,
en vísindaleg virkni íslenskra lungnalækna
er umtalsverð.
Lungnalæknar allra landa og allra tíma
hafa fengist við afleiðingar lýðheilsuvanda-
mála, því mannlegu samfélagi virðist erfitt
að gera sér umhverfi sem ekki eitrar fyrir
sjálfu sér á einhvern hátt, óháð svokölluðu
velmegunarstigi. Þannig hefur iðnvæðing
tóbaksreykinga stráfellt fólk úr lungna-
sjúkdómum; krabbameini og langvinnri
lungnateppu. Þessir sjúkdómar hafa orðið
drjúgur hluti af daglegum viðfangsefnum
lungnalækna. Kæfisvefn er líka nátengdur
nútímalífsháttum og þó hann sé að sönnu
ekki jafn banvænn, þá skerðir hann lífs-
gæði fjölmargra og ýtir undir aðra áhættu-
þætti. Sýkingar í öndunarfærum geta
orðið viðfangsefni flestra lækna, sjaldnast
hættulegar, en með fjölgun ónæmis-
bældra og notkun ónæmisbælandi lyfja
verða erfiðar lungnasýkingar algengara
vandamál. Astmi og langvinn lungnateppa
eru meðal þeirra sjúkdóma sem kalla má
lýðsjúkdóma vegna algengis þeirra og þó
flestir sjúklinganna séu eflaust meðhöndl-
aðir með áhrifaríkum hætti án tilvísunar
til sérfræðinga, eru þessi vandamál fyrir-
ferðarmikil á verkefnalista lungnalækna.
Ofnæmislæknar starfa þétt saman með
lungnalæknum, enda hafa sumir sérgrein
í báðum þessum fögum. Og reyndar ein-
kennir það lungnalækningar hversu náið
samstarf er við aðrar sérgreinar læknis-
fræðinnar. Mikil samskipti eru auðvitað
við heimilislækna, en á sjúkrahúsum vinna
lungnalæknar náið með röntgenlæknum,
krabbameinslæknum, skurð- og svæfingar-
læknum, sýkingalæknum, meinafræðing-
um og ýmsum öðrum sérgreinalæknum
dags daglega. Það er því með lungnalækna
eins og lungun sjálf að farsæld byggir mjög
á hagstæðum samskiptum við umhverfið,
þó erfðaþættir og meðfæddir hæfileikar
verði vitaskuld seint lastaðir.
Faglegt uppeldi íslenskra lungnalækna
fer að miklu leyti fram erlendis, eins og hjá
svo mörgum öðrum íslenskum læknum.
Fagið nýtur þess að þar starfar saman fólk
sem kemur með strauma úr ýmsum áttum
og þó það geti stundum verið snúið vegna
mismunandi uppeldis og ólíkra sjónar-
miða, bætir krafturinn í slíkri deiglu það
margfalt upp. íslensk læknisfræði nýtur
því í raun fámennisins, því það er óraun-
hæft að mennta mjög sérhæfða lækna hér
heima. En í stað þeirrar fórnar sem þetta
kostar, fæst sú breiðvirka og öfluga sveit
sem hver sérgrein þarf til að veita lands-
mönnum læknisþjónustu sambærilega við
þá sem best býðst annars staðar.
Og að lokum má klykkja út með krækju:
nlc2013.is á norræna lungnaþingið í Reykja-
vík næsta sumar. Það minnir líka á mikil-
vægi þess að halda góðum faglegum og
fræðilegum samskiptum við önnur lönd.
386 LÆKNAblaðið 2012/98