Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.06.2012, Blaðsíða 42

Læknablaðið - 15.06.2012, Blaðsíða 42
UMFJÖLLUN O G GREINAR Samskipti prótína í brjóstaþekjufrumum - rannsóknarverkefni Sævars Ingþórssonar ■ ■ ■ Hávar Sigurjónsson Við upphaf Vísinda á vordögum á Land- spítalanum var ungur doktorsnemi, Sæv- ar Ingþórsson líffræðingur, útnefndur Ungur vísindamaður ársins 2012 á Land- spítala. Heiti rannsóknarverkefnis hans er Hlutverk sprouty próteina í stjórn EGFR boðleiða í brjóstaþekjufrumum. Sævar er fæddur og uppalinn á Selfossi og lauk stúdentsprófi frá Fjölbrautaskólanum á Selfossi 2001. Hann lauk BS-prófi í líf- fræði frá raunvísindadeild Háskóla íslands árið 2006 og meistaraprófi í líf- og lækna- vísindum frá læknadeild Háskóla íslands 2008. Hann hóf doktorsnám í líf- og lækna- vísindum við læknadeild HÍ 2009 og starf- ar á rannsóknarstofu í stofnfrumufræðum sem er rekin af Magnúsi Karli Magnússyni prófessor og Þórarni Guðjónssyni dósent. Eftir stúdentspróf kveðst Sævar hafa verið óráðinn í framhaldinu; tók hlé frá námi í eitt ár meðan hann hugsaði ráð sitt - fór meðal annars til sjós. „Ég var að velta fyrir mér jarðfræði og líffræði svona sitt á hvað og einnig læknisfræðinni, en hugnaðist ekki vel klásusfyrirkomulagið í læknadeildinni. Líffræðin varð á end- anum ofaná og ég sé ekki eftir því, nema þegar eldgosin dynja á okkur, þá hugsar maður að það hljóti að vera gaman í jarð- fræðinni," segir hann glaðlega. Samspil æöaþels við þekjuvef „Það var ansi stór hópur sem byrjaði í líf- fræðinni, enda var Islensk erfðagreining á mikilli siglingu á þessum árum, en hópurinn grisjaðist nokkuð þegar kom fram á annað árið og fólkið dreifðist á fleiri tengdar greinar. Eftir BS-próf hóf ég meistaranám undir handleiðslu Þórarins og Magnúsar Karls og lauk því 2008. Þá vorum við að vinna með þessi sömu mód- el sem ég hélt síðan áfram með í doktors- náminu. Það má því segja að það sé orðin nokkuð löng samfelld vinna á bakvið þessar rannsóknir. Viðfang rannsóknanna felst í að skoða frumurnar í þrívíðum líkönum en það er frumum eðlilegra að ræktast í þrívídd en á flötu gleri. Þrívíddin fæst með því að rækta frumur í geli sem inniheldur sömu efni og má finna í grunn- himnunni sem þekjuvefur situr venjulega á í líkamanum. Þegar frumurnar eru settar í þetta umhverfi skynja þær það eins og grunnhimnu og mynda vef í allar áttir en ekki flatan vöxt. í meistaranáminu mínu var ég að skoða samskipti frumnanna og samspil æðaþels við þekjuvefinn. Æðaþelið hefur auðvitað mikil áhrif á vöxt þekjuvefsins með flutningi súrefnis og næringarefna." I þessari rannsókn beindi Sævar sér- staklega sjónum að þróun æxlisfrumna í brjóstþekjuvef og kveðst hafa fengið lif- andi vef úr brjóstaminnkunaraðgerðum. „Frumurnar lifa talsvert lengi eftir að vefurinn hefur verið fjarlægður úr líkam- anum en við höfum okkar aðferðir við að framlengja líf frumnanna. Rannsóknin felst meðal annars í því að flokka frum- urnar eftir því hvaða prótín þær tjá og til þess notum við mótefni sem eru bundin við örlitlar járnkúlur. Þegar þetta er sett í öflugt segulsvið flokkast frumurnar eftir prótíntjáningunni." Sævar segir að tjáningarmynstur frumnanna sé þekkt meðal lífvísinda- manna en það sem skapi rannsóknum hans sérstöðu sé aðgengi að lifandi vef til að rannsaka en með því er hægt að skoða samskipti frumnanna nærri því eins og í líkamanum væri. „Niðurstöður okkar úr þessari rannsókn voru að æðaþelið skiptir miklu máli, það getur örvað vöxt þegar að- stæður breytast, eins og þegar æxli byrjar að myndast, en þá er æðamyndunin mjög mikilvæg til að útvega æxlinu súrefni og næringu en virðist um leið bera nokkra ábyrgð á hröðum vexti æxlisins með fram- leiðslu vaxtarboða. Þetta er hugsanlega eitthvað sem hægt væri að nýta sér til að bæta gæði meðferðar þó í eðli sínu sé þetta grunnrannsókn." Frumulina með stofnfrumueiginleika Formleg lýsing á markmiði doktorsverk- efnisins hljómar svo: Að rannsaka hlutverk og samskipti Sprouty-2 við EGFR týrósínkíriasaviðtakafjölskylduna í greinóttri formgerð brjóstkirtilsins og kortleggja áhrif yfirtjáningar og sívirkrar tjáningar viðtakanna íframþróun æxlisvaxtar í brjóstkirtli. í rannsóknunum er notast við þrí- víð frumuræktunarlíkön og frumulínur, bæði úr heilbrigðum vefog krabbameinsvef ásamt frumulínu með stofnfrumueiginleika. Frumulínan sem Sævar notar nefnist D492. „Þetta er frumulína sem Þórarinn útbjó í doktorsnámi sínu í Kaupmanna- höfn og einangraði úr heilbrigðum brjóstvef og er fær um að sérhæfast, bæði í tví- og þrívíðri ræktun, yfir í tvær megin- gerðir þekjuvefs í brjóstinu. Gerðirnar eru kirtilþekjan sem framleiðir mjólkina og vöðvaþekjan sem liggur utanum kirtil- þekjuna og kreistir mjólkina út í áttina að geirvörtunni. Þessar frumur eru taldar eiga sér sömu stofnfrumur, og frumulínan D492 er fær um að mynda báðar gerðir. Þegar þessari frumulínu er sáð í gelið þá myndar hún greinótt form sem eru mjög keimlík því sem við sjáum í eðlilegum vef í brjóstinu. Með þessu getum við stýrt vaxtarþróuninni og unnið okkur frá heilbrigðum vef og skoðað nákvæmlega fyrstu skrefin sem verða þegar heilbrigður vefur fer að vaxa óeðlilega og æxli byrjar að myndast. Framþróun krabbameins í líkamanum getur tekið mörg ár og þeirri þróun getum við hraðað í rannsóknar- stofunni. Þróunin eftir að æxlisvöxturinn er byrjaður getur verið svörun við upphaf- legu breytingunum, frumurnar eru að laga 366 LÆKNAblaðið 2012/98
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.