Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.06.2012, Qupperneq 45

Læknablaðið - 15.06.2012, Qupperneq 45
UMFJÖLLUN OG GREINAR Siðferðilega réttur úrskurður Jón Snædal formaður siðfræðiráðs Læknafélags íslands „Úrskurður Persónuverndar er lagalegs eðlis og samkvæmt honum er lýtalæknum ekki heimilt að afhenda landlækni pers- ónugreinanlegar upplýsingar um sjúklinga sína. Þetta getur breyst ef ráðuneytið beitir sér fyrir lagabreytingu en þá situr eftir sú spurning hversu siðferðilega rétt það væri. Þar munu ný lög ekki breyta skoðun okkar lækna á því. Það er mikilvægt að landlæknir geti sinnt eftirlitshlutverki sínu sem best og að hann fái upplýsingar í þeim tilgangi en ekkert umfram það. Mér er þó til efs að persónugreinanlegar upplýsingar geri honum kleift að sinna eftirlitinu betur, þar sem hér er um að ræða eftirlit með því hvernig heilbrigðis- þjónustan er almennt veitt. Þegar kemur að læknisþjónustu við einstaklinginn hlýtur hann að ráða því hvort persónu- greinanlegar upplýsingar eru veittar eða ekki. Frá siðferðilegu sjónarmiði finnst mér úrskurður Persónuverndar þannig vera réttur. Mér finnst úrskurðurinn einnig vera í góðu samræmi við fyrri úr- skurði Persónuverndar en hún hefur ávallt túlkað þagnarskyldu lækna mjög þröngt og verið þar mjög í takt við hugmyndir læknastéttarinnar um hvernig beri að túlka þagnarskylduna. Hún er algild með örfáum undantekningum sem eru mjög skýrt skilgreindar í lögum, en samkvæmt þeim má einungis aflétta þagnarskyldu af læknum vegna dómsmála, barnaverndar- mála og sóttvarnarmála. Meginreglan sem Læknafélag íslands hefur staðið vörð um er að læknir upplýsi ekkert um sjúkling til þriðja aðila nema sjúklingurinn óski sér- staklega eftir því sjálfur eða leyfi það sé eftir því leitað." Mikilvæg niðurstaða Dögg Pálsdóttir lögfræðingur Læknafélags íslands „Þetta mál bar að með þeim hætti að Félag lýtalækna leitaði til Læknafélags íslands um hvernig bregðast ætti við bréfi land- læknis þar sem hann óskaði eftir að fá uppgefin nöfn og kennitölur allra kvenna sem fengið hafa settar í sig brjóstafyllingar á rúmlega 10 ára tímabili. Um er að ræða rúmlega 4000 konur. Lýtalæknar voru í miklum vafa um hvort þeim væri þessi upplýsingagjöf heimil, ekki síst vegna ríkr- ar trúnaðar- og þagnarskyldu lækna gagn- vart sjúklingum sínum sem er ein grunn- stoðanna í samskiptum lækna og sjúklinga og ákvæði um hana eru bæði í læknalög- um og í lögum um réttindi sjúklinga. Það jók svo óöryggi lýtalækna vegna þessa að margar kvennanna úr þessum stóra hópi höfðu samband við sinn lækni og lögðu blátt bann við því að persónugreinanlegar upplýsingar um þær yrðu sendar land- lækni. Stjórn Læknafélagsins var í einnig í miklum vafa um hvort lýtalæknum væri heimilt að veita landlækni þessar upplýs- ingar á persónugreinanlegu formi. Það var því ákveðið að óska eftir leiðbeiningum frá Persónuvernd til að hafa það algerlega á hreinu hvað lýtalæknar mættu eða mættu ekki gera í þessu sambandi. Við sendum því formlegt erindi til Persónuverndar og báðum fyrst um leiðbeiningar en breyttum erindinu síðar í beiðni um úrskurð í þessu máli. Jafnframt ráðlögðum við Félagi lýta- lækna að gera ekkert fyrr en niðurstaða Persónuverndar lægi fyrir. Stuttu síðar snýr landlæknir sér með sérstöku bréfi að þeim lýtalækni sem hafði notað PIP- brjóstapúða við brjóstastækkunaraðgerðir sínar og óskaði eftir að fá persónugreinan- legan lista yfir þennan hóp kvenna, sem munu vera kringum 400 talsins. Þá lá fyrir að umræddur læknir hafði sjálfur tekið saman slíkan lista og sent konunum bréf í samvinnu við heilbrigðisyfirvöld. Land- læknir kallaði sem sé eftir þessum lista. LÆKNAblaðið 2012/98 369
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.