Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.06.2012, Blaðsíða 40

Læknablaðið - 15.06.2012, Blaðsíða 40
UMFJÖLLUN O G GREINAR Þegar þessum ráðleggingum var fylgt og einnig hvatt til aukinnar brjóstagjafar, skilaði það sér í mun betri niðurstöðum þegar rannsóknin var endurtekin 10 árum síðar hjá börnum á sama aldri. Eg vil þó taka fram að við hér á rannsóknarstofu í næringarfræðum áttum ekki stærstan þátt í þessum ráðleggingum til bættrar næringar ungbarna en þetta er engu síður mjög mikilvægt og samstarf margra aðila í þessum efnum er lykilatriði. Við teljum ennfremur að þessar breytingar hafi skilað sér í því að tíðni offitu hjá 6 ára börnum hafi lækkað frá því sem var, en í báðum rannsóknum var börnunum fylgt eftir fram að skólaaldri og við erum einmitt núna að skoða börnin úr síðari rannsókn- inni, sem fædd eru 2005-2006. í fyrri rann- sókninni gátum við sýnt fram á tengsl á milli mikillar prótíninntöku barnanna á fyrsta ári og líkamsþyngdarstuðuls við mælingu þeirra 6 ára. Við erum núna að fá mun betri niðurstöður úr mælingum líkamsþyngdarstuðuls 6 ára barnanna í síðari rannsókninni." Inga segir að rannsóknir á gæðum ís- lensku kúamjólkurinnar hafi leitt af sér til- gátu um tengsl við lægri tíðni sykursýki-1 meðal íslendinga en hjá öðrum þjóðum. „Sérstaða íslensku kúamjólkurinnar er greinileg og gæði hennar mjög skýr þó hún sé ekki besta næringin fyrir börn á fyrsta ári. " Af öðrum rannsóknum á vegum rann- sóknarstofu í næringarfræði nefnir Inga rannsókn styrkta af Sanco, heilbrigðisráði Evrópusambandsins, en þar er leitast við að hafa áhrif til að breyta mataræði með áherslu á skólabörn. „Þarna er snertiflötur næringarfræðinnar við félagsfræði og jafn- vel sálfræði en ég hef leitast við að setja upp fjölbreytt rannsóknarverkefni fyrir doktorsnemana mína svo þeir verði sér- fræðingar á sem flestum sviðum. Þannig byggjum við upp sterkan hóp sérfræðinga í næringarfræði." Við blasir sú staðreynd að tíðni sykur- sýki-2 er að aukast og offita er sívaxandi heilbrigðisvandamál með tilheyrandi fylgikvillum. Inga segir okkur eiga tals- vert langt í land með að breyta viðhorfum almennings og þar þurfi sameiginlegt átak allra sem haft geta áhrif á neyslu þjóðar- innar. „Heilbrigðisstéttirnar eru vel með- vitaðar um bætta næringu en samfélagið í heild á langt í land. Fræðsla í skólakerfinu þyrfti að vera mun markvissari og öflugri með áherslu á grunnþekkingu kennara ekki síður en nemendanna. Við sjáum einnig í rannsóknum okkar að menntun mæðra hefur mikið að segja varðandi nær- ingu barna þeirra. Hér á íslandi sjáum við hliðstæðar niðurstöður um fylgni offitu við menntun og félagslega stöðu fólks. Þess vegna er grunnskólinn besti vett- vangurinn til fræðslu, því þar fara allir í gegn." Inga dregur enga dul á þá skoðun sína að stjórnvöld eigi að hafa áhrif á neyslu þjóðarinnar með jákvæðum aðgerðum. „Ég hef verið ötull talsmaður þess að tekinn sé upp sykurskattur til að draga úr sykurneyslu þjóðarinnar. Sumir tala um neyslustýringu sem mjög neikvætt fyrir- bæri en við búum við stöðuga stýringu í formi áróðurs þeirra sem eru að selja syk- ur og orkuríkan skyndimat í ýmsu formi. Á hinn bóginn er opinber neyslustýring í átt að almennri hollustu mjög lítil, alltof lítil að mínu mati. Þörfin fyrir almenna fræðslu til þjóðarinnar um að holl næring sé hvorki dýrari en önnur, né kalli á sér- stakt og flókið mataræði, er mjög knýjandi. Það hefur sýnt sig að sykurskattur hefur afgerandi áhrif á neysluna og í ákveðnum fylkjum Bandaríkjanna hafa komið fram skýr tengsl við minnkandi tíðni sykur- sýki-2 og offitu og upptöku sykurskatts. Ég fæ oft þau viðbrögð að það megi ekki hafa áhrif á val almennings en hvaða val er verið að tala um? Sykurskattur dregur ekki úr valkostum, hann beinir hins vegar athygli almennings að hollari kostum. Það hlýtur að vera jákvætt markmið." 364 LÆKNAblaðið 2012/98
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.