Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.06.2012, Blaðsíða 49

Læknablaðið - 15.06.2012, Blaðsíða 49
UMFJÖLLUN O G GREINAR Mynd 1. Búnaður til Scldinger- þræðingar; 1. ástungunál; 2.„Kraga- járn", 3. leiðavír, 4. plastefni íæðaleggi. 1 og 1,5 mm í þvermál, og afgreitt í litlum rúllum. Alla leggi gerðum við sjálfir með hjálp mjög einfalds tækjabúnaðar; gatara, spritt- lampa og stálnaggs til að móta „kraga" á leggina (mynd 1). Með beittu eggjárni var skorinn hæfilega Iangur bútur af plastrúllunni, og hófst svo sjálf „smíðin": Kveikt var á litlum sprittlampa og í loga hans hitaður upp ryðfrír stálteinn með keilulaga enda. Þessi upphitaði endi var síðan borinn að rörinu með varúð og búinn til kragi sem síðan átti að slúta þétt að skrúfuhylki með Luer-sprautukrana. I hinn enda rörsins var síðan þræddur leiðaravír af þeirri gerð sem lýst var fyrr; sá var misgildur eftir ummálsopi æðaleggsins. Æðaleggsrörið var nú hitað yfir sprittloganum eða í heitu vatni á nokkurra sentimetra svæði, örstutt, en síðan var rörið dregið út yfir leiðarann, þannig að þarna myndaðist aflöng mjódd sem skyldi auðvelda innrennsli æðaleggs- ins í æðina eftir ástungu. Þessu var dýft í kalt vatn (eða spritt) og skilið á milli með hvössu eggjárni, venjulega skurð- hníf. Nú var leggurinn í raun tilbúinn, en þó voru oftast sett 4-6 hliðargöt rétt ofan við ástunguþrenginguna. Til þess var notuð sérstök ástungunál með stíl í, sem þá rak hið örlitla plaststykki útúr nálinni eftir hverja götun. Lokasmíðin var síðan að þræða áðurnefnda „múffu" upp að hálsinum og Ijúka verkinu með því að skrúfa krana með Luer-festingu á hana. Nú var ieggurinn tilbúinn og þá var hann lagður í sérstakan sótthreinsilög eða þurr- steriliserað. Alltaf voru nokkrir æðaleggir tilbúnir fyrir hverja rannsókn. Þegar ætl- unin var að gera „selektivar" inndælingar, til dæmis í nýrnaæð, truncus coeliacus eða annars staðar, voru gerðar fyrirframbeygj- ur á æðaleggina með því að setja leiðara í þá og halda þeim síðan með þeirri beygju, sem ætti við í það skipti, í heitu vatni um stund og svo snöggkæla. Fyrir aðgerðina voru leggirnir fiskaðir sterilt uppúr sótt- hreinsunarvökvanum og kirfilega skolaðir með steriiu vatni, oft með svolitlu heparíni í, þegar við átti, annars teknir úr steriliser- ingsumbúðum. Mynd 2. Æðarann- sókn af nýrna- og kviðarliols- æðum; um 1969 (Á.B.). Mynd 3. Vinstri kransæð, 2010 (Einar Jónmunds- son). LÆKNAblaðið 2012/98 373
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.