Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.06.2012, Blaðsíða 51

Læknablaðið - 15.06.2012, Blaðsíða 51
UMFJÖLLUN O G GREINAR reyndin er nefnilega sú að vöðvar líkam- ans framleiða hormónið IL-6 sem gegnir mikilvægu hlutverki í baráttu líkamans gegn bólgum. En þessi framleiðsla á sér aðeins stað ef vöðvarnir eru á hreyfingu." Bird dregur upp einfalda en skemmti- lega mynd af þróun mannslíkamans. „í 100.000 ár hefur mannslíkaminn þróast til að gagnast okkur við veiðar og söfnun. Ef við hugsum okkur að hver 1000 ár í sögu mannsins séu jafngildi 10 mínútna þá eru 18 klukkustundir síðan við urðum veiðimenn og safnarar, fyrir 9 klukku- stundum hófst siðmenningin, fyrir þremur mínútum átti iðnvæðingin sér stað og fyrir einni mínútu urðum við kyrrsetunni að bráð. Við getum því varla ætlast til þess að líkami okkar hafi aðlagað sig að þessum nýju aðstæðum á svo stuttum tíma." Hann tekur dæmi af leik barna þegar hann ræðir um tilgang hreyfingarinnar. „Börn eru ekki að hreyfa sig í þeim til- gangi einum heldur er hreyfingin forsenda þess að hægt að sé að stunda leikinn. Það sama á við um flesta fullorðna. Þeir gefast upp á hreyfingu ef hún er tilgangslaus. I Bretlandi hefur því verið horfið frá því að ávísa hreyfingu í líkamsræktarstöðvar á sjúklinga. Það hefur sýnt sig að skila litlum árangri og nánast allir eru hættir að stunda slíka hreyfingu innan þriggja mán- aða. Við höfum því þurft að hugsa þetta að nýju. Mikilvægast af öllu er að finna hreyfingunni tilgang hvort sem það er að hlaupa á eftir bolta, skoða blóm eða fugla, eða ganga með vinum sínum. Upplifunin þarf að vera sterkari en tilgangurinn. Það er ekki auðvelt að finna leiðir til þess en við verðum að gera það. " Markmiðið er ekki að léttast Þegar rætt er um tilgang hreyfingarinnar segir Bird það slæman misskilning að til- gangur hennar sé að léttast. „Það er alltof mikil áhersla í samfélaginu á að léttast og „Það er alltofmikil áhersla í samfé- laginu á að léttast og margir sem byrja að hreyfa sig uppiifa það sem ósigur efþeir léttast ekki. Það er einfaldlega ekki tiigangurinn," segir William Bird heimilislæknirfrá Englandi. margir sem byrja að hreyfa sig upplifa það sem ósigur ef þeir léttast ekki. Það er ein- faldlega ekki tilgangurinn. Heilsa einstak- lingsins batnar við hreyfinguna þó hann léttist ekki. Gleymum því ekki að margir sjúklinga okkar eru alltof þungir, þjást af offitu, sykursýki og hjartasjúkdómum og þetta fólk kaupir sér ekki kort í næstu líkamsræktarstöð og byrjar að lyfta lóðum eða hlaupa á bretti. Ef ég get fengið slíkan einstakling til að fá sér göngutúr í 30 mínútur á dag þá er mikill sigur unninn þó hann léttist ekki neitt. Þetta eru tvö að- skilin vandamál. Offita er lítið vandamál en hreyfingarleysi er stórt vandamál. Það hefur líka komið í ljós að hreyfing er jákvæð fyrir krabbameinssjúklinga. Sjúklingum sem eru í geisla- og lyfjameð- ferð við krabbameini heilsast betur ef þeir stunda hreyfingu en hingað til hefur hvíld verið ráðlögð af læknum." Augu læknasamfélagsins eru að opnast fyrir þessum einföldu aðferðum að sögn Davids og hann kveðst verða var við mikinn áhuga meðal breskra heimilis- lækna. „Ég hef tekið að mér að fara á milli 66 heilsugæslustöðva í London og kynna gildi hreyfingar sem raunverulegs með- ferðarúrræðis fyrir fjölda sjúklinga. Þetta er í rauninni mjög hefðbundin og gamal- gróin læknisfræði þó engin áhersla hafi hingað til verið lögð á þetta í kennslu lækna. Það sem veldur hugarfarsbreytingu hjá nær öllum læknum sem ég kynni þetta fyrir eru niðurstöður rannsóknanna um bólgueyðandi áhrif hreyfingar. Það er eitt- hvað sem allir læknar skilja." LÆKNAblaðið 2012/98 375
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.