Læknablaðið - 15.06.2012, Blaðsíða 46
UMFJÖLLUN O G GREINAR
Þessi lýtalæknir leitaði ráða hjá Lækna-
félaginu og vildi vita hvort honum væri
heimilt að afhenda landlæknisembættinu
listann. Læknafélagið taldi rétt að bæta
við fyrri fyrirspurn til Persónuverndar og
því var sent nýtt erindi til Persónuverndar
varðandi þetta atriði. Með þessu vildi
Læknafélagið einfaldlega tryggja það að
leiðbeiningar félagsins til læknanna væru
í samræmi við lagaskyldur lækna og rétt-
indi sjúklinga. Staðreyndin er nefnilega sú
að ef lýtalæknar hefðu afhent landlækni
þessar upplýsingar og einhver kvennanna
hefði síðan leitað álits Persónuverndar og
fengið þá niðurstöðu sem síðar kom um
að upplýsingagjöfin hefði verið ólögmæt,
hefðu lýtalæknarnir setið uppi með
afleiðingar þess og líklega bakað sér bóta-
skyldu gagnvart konunum. Ábyrgðin í
þessu er læknanna en ekki landlæknis.
Því má heldur ekki gleyma að þó að sá
sem skipaður er í embætti landlæknis sé
læknir er hann í öllum sínum störfum
stjórnvald. Það er því aldrei hægt að líta
á óskir hans um upplýsingar frá læknum
sem samskipti á milli lækna. Þetta er mjög
mikilvæg staðreynd varðandi öll sam-
skipti lækna og landlæknis.
Persónuvernd afgreiddi erindi LÍ með
tveimur leiðbeinandi niðurstöðum.
Niðurstaða Persónuverndar er ótvíræð
varðandi bæði erindin og mjög afdráttar-
laus. Vísað er í 71. grein stjórnarskrárinnar
um friðhelgi einkalífsins en bent á að hana
megi þó takmarka með sérstakri laga-
heimild. Persónuvernd fer í niðurstöðum
sínum vandlega yfir allt lagaumhverfið
og kemst að þeirri afdráttarlausu niður-
stöðu að hvergi sé lagaheimild fyrir því
að lýtalæknar megi afhenda landlækni
þær persónugreinanlegu upplýsingar
sem hann óskaði eftir vegna PlP-málsins.
Landlæknir byggði kröfu sína um að fá
persónugreinanlegar upplýsingar um
konurnar á 7. grein laga um landlækni
og lýðheilsu, þar sem segir m.a.: „Land-
læknir hefur heimild til að krefja heil-
brigðisstarfsmenn, heilbrigðisstofnanir
og aðra sem veita heilbrigðisþjónustu um
upplýsingar og gögn sem hann telur nauð-
synleg til að sinna eftirlitshlutverki sínu
og er þeim skylt að verða við slíkri kröfu."
Afstaða Læknafélagsins er að það væri
fráleitt að í svo almennu orðalagi fælist
heimild til að kalla eftir persónugreinan-
legum upplýsingum. I þessu sambandi
benti Læknafélagið einnig á það að í 8.
grein laga um landlækni og lýðheilsu eru
mjög skýrt orðaðar heimildir varðandi
persónugreinanlegar skrár sem Embætti
landlæknis er heimilt að halda. 1 lögskýr-
ingargögnum með 8. grein kemur fram að
þar séu tæmandi taldar þær persónugrein-
anlegu skrár sem embættið megi halda.
Það lá hins vegar fyrir í erindi landlæknis
til lýtalækna að embættið ætlaði tíma-
bundið að útbúa persónugreinanlega skrá
yfir allar konur sem gengist höfðu undir
brjóstastækkunaraðgerð á tilteknu árabili.
Fleiri lagagreinar voru tíndar til af hálfu
landlæknis en í fyrra áliti Persónuverndar
er afdráttarlaust að þagnarskylda lækna
sé svo rík að þeir megi ekki veita persónu-
greinanlegar upplýsingar án samþykkis
viðkomandi sjúklings, nema lagaákvæði
heimili annað og að slíkum lagaákvæðum
sé ekki til að dreifa. Álit Persónuverndar
gat því ekki verið afdráttarlausara en raun
bar vitni.
I máli hins einstaka læknis taldi
Læknafélagið að málið gæti hugsanlega
horft öðruvísi við, þar sem fyrir lá að PIP-
brjóstapúðarnir reyndust vera svikin vara
og gætu haft heilsufarslegar afleiðingar
fyrir konurnar sem fengu þá púða í sig í
aðgerð. Engu að síður taldi Læknafélagið
að það yrði að vera afdráttarlaust að um-
beðin upplýsingagjöf væri lýtalækninum
heimil, það er að þessar sérstöku aðstæður
gæfu lýtalækninum heimild til að rjúfa
þagnarskyldu gagnvart sjúklingum sínum
og afhenda landlækni persónugreinan-
legan lista. Álit Persónuverndar er á sömu
Iund. Lýtalækninum er ekki heimilt að
veita umbeðnar upplýsingar, til þess liggi
engin lagaheimild. Það er athyglisvert að í
áliti Persónuverndar er á það bent að heil-
brigðisyfirvöld á hinum Norðurlöndunum
hafi ekki talið sig þurfa persónugreinan-
legar upplýsingar til að ná til kvenna sem
fengu setta í sig PlP-púða. Læknafélagið
átti alveg eins von á því að niðurstaðan
yrði á annan veg en i hinu stærra máli og
þá útfrá heilsufarslegri áhættu vegna PIP-
púðanna. Af hálfu Læknafélagsins stóð
þetta mál aldrei um það að „vinna" eða
„tapa" þessum málum. Málið snerist um
það að fá leiðbeiningu um það hvaða pers-
ónugreinanlega upplýsingagjöf læknum
er heimit að veita. Læknafélagið taldi
mjög vafasamt að lýtalæknum væri heimil
sú umfangsmikla persónugreinanlega
upplýsingagjöf sem landlæknir óskaði
eftir og taldi ekki annað fært í stöðunni
en að leita til þess stjórnvalds sem fer
með persónuverndarmál. Niðurstaða
Persónuverndar er skýr og afdráttarlaus.
Það þarf skýr lagaákvæði til að unnt sé að
víkja til hliðar þagnar- og trúnaðarskyldu
lækna gagnvart sjúklingum. Það skiptir
máli fyrir lækna og sjúklinga að vita þetta.
Þess vegna er niðurstaða Persónuverndar
mikilvæg, bæði fyrir lækna og sjúklinga,"
segir Dögg Pálsdóttir lögfræðingur hjá
Læknafélagi íslands.
370 LÆKNAblaðið 2012/98