Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.06.2012, Blaðsíða 9

Læknablaðið - 15.06.2012, Blaðsíða 9
RITSTJÓRNARGREIN Vangaveltur um lífeyrismál Tryggvi Ásmundsson Lungnalæknir tryggvi.asmundsson@gmail. com Sá sem þessar línur ritar játar að hafa ekki farið að hugsa verulega um lífeyrismál fyrr en fór að líða á starfsævina. Eg vil vara við þeim mistökum. Almenni lífeyrissjóður- inn, sem flestir læknar eru í, býður upp á persónulega ráðgjöf í þessum efnum, sem allir ættu að þiggja. Ef þeir gerðu það þyrftu þessi skrif máske ekki að verða lengri. En því er ekki að treysta svo ég held áfram! Læknum sem öðrum ber skylda til að vera í lífeyrissjóði. Lágmarksiðgjald er 15,5% af launum, læknar greiða 4% og vinnuveitandinn 11,5%. Lágmarksiðgjaldið skiptist þannig að 8% fer í samtryggingar- sjóð og 7,5% í séreignarsjóð. Vegna stuttrar starfsævi lækna er elli- og örorkulífeyrir þeirra lægri en hjá flestum öðrum stéttum. Þeir þurfa því klárlega tryggingar til við- bótar. Viðbótarlífeyrissparnaður sem allur fer í séreignarsjóð er hagkvæmasta sparn- aðarleið sem völ er á. Þá greiða læknar 2% af launum, sem er frádráttarbært frá skatti, og vinnuveitandinn greiðir 2% mótframlag. Inneignin er laus til útborgunar frá 60 ára aldri og hún erfist. Tekjuskattur er greiddur af þessum lífeyri sem og öðrum. En þetta er ekki nóg. Læknum er ráðlagt að hafa: 1. Afkomutryggingu sem tryggir 70% af launum fyrstu þrjú árin hjá þeim sem eru að hefja störf og 20-30% af launum eftir það. 2. Sjúkra- og slysatryggingu sem greiðir ein árslaun við örorku. 3. Sjúkdómatryggingu sem greiðir ein árslaun við greiningu alvar- legra sjúkdóma. 4. Líftryggingu sem greiðir langtímaskuldir og að minnsta kosti tvenn árslaun. Margir myndu ætla að með þessar trygg- ingar allar væri fólk orðið býsna öruggt um fjárhag sinn. En er það nú alveg víst? Við þekkjum vel þær hremmingar sem lífeyris- sjóðirnir hafa mátt þola og þá lækkun líf- eyris sem því hefur fylgt. Til að standa við skuldbindingar sínar þurfa lífeyrissjóðir að raunávaxta eignir sínar um 3,5% á ári. Færustu sérfræðingar telja það ómögulegt í dag. Sem betur fer hækkar meðalaldur fólks, en það eru ekki endilega góð tíðindi fyrir sjóðina að borga öllum þessum gaml- ingjum lífeyri endalaust! Vonandi er ekk- ert hrun framundan, en það er því miður ólíklegt að ekki komi til frekari skerðingar á lífeyri. Sparnaður er hugtak sem er Islending- um ekki tamt. Stjórnvöld virðast styðja þá hugsun og það er ekkert gert til að hvetja fólk til að spara. Himinhár fjármagnstekju- skattur og „auðlegðarskattur" er til marks um það. Það er jafnómögulegt fyrir einstak- linga og lífeyrissjóði að ávaxta eignir sínar á íslandi í dag. Ég leyfi mér samt að spyrja: Er það eftirsóknarvert þjóðfélag að búa í? Ég ætla engu að síður að ráðleggja læknum að leggja fyrir til elliáranna ef þeir eiga eitt- hvað afgangs. Vonandi eiga aðstæður eftir að batna og myndast skilningur á nauðsyn sparnaðar. Ég minnist þess að einmitt um það leyti sem ég var ekki búinn að eyða öllu um mánaðamót héldu læknafélögin námskeið um fjárfestingar. Fyrirlesarinn var bara einn, en skýr og skeleggur og ég á einhvers staðar í fórum mínum kennslubók eftir hann sem reyndist vel. Það situr enn í mér hvað hann lagði mikla áherslu á að dreifa áhættu eins mikið og maður hefði hugmyndaflug til. Muna eftir að fleira væri fjárfesting en fasteignir, hlutabréf og verðbréf. Gull, skartgripir, bækur, antik, listaverk! Kannske er kominn tími til að endurtaka svona námskeið? Veit samt ekki. Almenningur á Islandi vill ekki að læknar séu að hugsa mikið um peninga! Thoughts about pension Tryggvi, MD, retired chest-physician. LÆKNAblaðið 2012/98 333
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.