Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.06.2012, Blaðsíða 27

Læknablaðið - 15.06.2012, Blaðsíða 27
RANNSÓKN 0% 10% 20% 30% 40% 50% 60% 70% 80% 90% 100% Konur ■ Eðlfleg BStígl □Stlgll □Stíglll Mynd 2. Hlutfallslegt algengi og fjöldi þeirra setn hafa LLT greint eftir aldri og kyni meðal þátttakenda í blástursprófi. lækni var með meðalpakkaára fjölda 30 ár, samanborið við tæp 16 pakkaár hjá þeim hópi sem ekki fékk ráðleggingar um reykleysi hjá lækni en hætti þó að reykja. Enginn munur var hins vegar innbyrðis á þeim hópi sem enn reykti hvað varðar pakkaár og að hafa fengið ráðleggingar um reykleysi hjá lækni eða engar ráð- leggingar. Báðir þessir hópar voru með um 30 pakkaár að baki. Hjá 97 einstaklingum með sögu um reykingar greindust 16 (16,5%) með LLT á blástursprófi en 81 (83,5%) höfðu eðlilega mæl- ingu. Af þeim sem voru með LLT vissu 10 (62,5%) einstaklingar ekki um þá greiningu og höfðu þrír (30%) sjúkdóminn á stigi I og sjö (70%) á stigi II. Nánari greining á niðurstöðum blásturs- prófa er sýnd á mynd 2. Af öllum hópnum sögðust 6,3% hafa verið greindir með lungnaþembu. Algengara var að þeir sem enn voru að reykja hefðu verið greindir áður með lungnaþembu. Fæstir þeirra sem greindust með skerta fráblástursgetu á GOLD-stigi I og II á blástursprófi höfðu áður verið greindir með lungnaþembu af lækni. Langvinn berkjubólga hafði áður verið greind hjá 11%. Fleiri þeirra sem höfðu mælanlega lungnateppu svöruðu því ját- andi að læknir hefði greint þá með langvinna berkjubólgu saman- borið við þá sem höfðu eðlilegt blásturspróf. Milli GOLD-hópa var tölfræðilega marktækur munur á svörunum milli stiga þannig að þeir sem höfðu teppu á hærra stig höfðu frekar svarað því játandi að læknir hefði greint þá með langvinna berkjubólgu. Alls sögðust 23,5% hafa verið greindir með astma, berkjubólgu af völdum astma eða berkjubólgu af völdum ofnæmis. Tafla I sýnir saman- tekt á svörun þátttakenda við spurningum um fyrri greiningu á lungnaþembu, langvinnri berkjubólgu (krónískur bronkítis) eða langvinnri iungnateppu (COPD). Hún sýnir með marktækum mun að þeir sem greinast með langvinna lungnateppu á blásturs- prófi eru mun líklegri til að hafa fyrri öndunarfæragreiningar, svo sem lungnaþembu, langvinna berkjubólgu eða langvinna lungna- teppu, samanborið við þann hóp sem ekki greindist með lang- vinna lungnateppu samkvæmt GOLD-stigun. Þegar einhliða dreifigreiningu var beitt á spurningar um ein- kenni mæði, hósta og uppgangs, kom fram að greinanlegur mun- ur var á meðalstigum fyrir einkenni á hósta og uppgangi eftir því hvort blásturspróf var eðlilegt eða mælanleg LLT og voru einkenni meiri meðal þeirra sem mældust með LLT. Auk þess var mark- tækur munur á meðalstigum fyrir einkenni á mæði (miðað við p<0,05. F(l,49)= 5,512. p=0,023). Stigun einkenna var í samræmi við það hvernig spurningum um þessi einkenni var svarað, mest var hægt að fá 6 stig fyrir hósta og uppgang sérstaklega hvort um sig en 15 stig mest fyrir mæði. Greinanlegur munur var á meðal- stigum fyrir einkenni hósta og uppgangs eftir hækkandi stigun GOLD og voru einkenni meiri eftir hærri stigun. Auk þess var marktækur munur á meðalstigum fyrir einkenni mæði (miðað við p<0,05. F(3,47)=3,410 p= 0,025). Þessar niðurstöður sjást á mynd 3. Umræða Saga um reykingar var algeng meðal skjólstæðinga heilsugæsl- unnar sem þátt tóku í rannsókninni. Blásturspróf greindi marga með LLT og fæstir þeirra vissu af greiningunni. Margir virtust Mynd 3. Dreifigreining á einkennum hósta, uppgangs og mæði hjá þeim sem hafa eðlilegt blásturspróf samanboriö við þá sem greindust með langvinna lungnateppu á stigum /-///. LÆKNAblaðið 2012/98 351
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.