Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.2013, Blaðsíða 3

Læknablaðið - 15.11.2013, Blaðsíða 3
Stjórn Læknafélags íslands starfsárið 2013-14. Neðri röðfrá vinstri: Björn Gunnarsson , Þórarinn Ingólfsson, Þorbjörn Jónsson og Magnús Baldvinsson. Efri röð: ÓlöfBirna Margrétardóttir, Magdalena Ásgeirsdóttir, SalómeÁ. Arnardóttir og Guðrún Jóhanna Georgsdóttir. Á myndina vantar Orra Þór Ormarsson. Stjórn Ll starfsárið 2013-2014 Stjórnarkjör fyrir starfsárið 2013-2014 gekk einstaklega vel og snurðulaust fyrir sig á nýafstöðnum aðal- fundi Læknafélags íslands. Skemmst er frá því að segja að Þorbjörn Jónsson ónæmislæknir var endurkjörinn formaður til næstu tveggja ára og Magnús Baldvinsson röntgenlæknir var endurkjörinn gjaldkeri sama tímabil. Björn Gunnarsson svæfingalæknir, Magdalena Ásgeirsdóttir lyflæknir, Guðrún Jóhanna Georgsdóttir almennur læknir og Þórarinn Ingólfsson heimilislæknir voru endurkjörin meðstjórnendur til eins árs. Fyrir voru í stjórn kosin til tveggja ára, varaformaður Orri Þór Ormarsson barnaskurðlæknir og ritari Salóme Á. Arnardóttir heimilislæknir. Ólöf Birna Margrétardóttir verður áfram fulltrúi FAL í stjórninni. LISTAMAÐUR MÁNAÐARINS Framrás sögunnar veldur stöðugt heilabrotum. Hvað er orsök og hvað afleiðing, hvernig tekur sagan nýja stefnu, hvernig skilgreinum við söguleg straumhvörf? Sem hugsanlega orsakavalda er ýmist talað um tíðaranda, samfélagslegar róstur eða einstaka brautryðjendur. Loks er skilningur okkar háður sjónarhóli þeirra sem skrá söguna, greina atburðina úr fjarlægð og kunna að draga upp aðra mynd en er sannleik- anum samkvæm. Sigrún Hrólfsdóttir (f. 1973) setti nýverið upp sýninguna „Hin ókomnu" sem vakti meðal annars þessar áleitnu spurningar. Með verkum sínum óf hún saman vangaveltur um framvindu í ólíkum víddum alheimsins, einstaklingsins og listarinnar. Saman mynduðu verk- in táknmynd fyrir það andlega rými sem knýr fram nýjar hugmyndir. Eitt verkanna var Stund sannleikans (endurgerð), frá 2013 sem sjá má á forsiðu Læknablaðsins. Þessi vatnslitamynd er endurgerð Sig- rúnar af málverki frá árinu 1910 eftir Wassily Kandinsky sem samkvæmt venju er talið fyrsta óhlutbundna verk iistasögunnar. Tilkoma abstraktsins var einhver byltingar- kenndasta hugmynd sem varð i framvindu myndlistar á síðustu öld enda einkenndist hún af ólíkum útfærslum þar að lútandi. Þótt straumhvörfin séu nú gjarnan kennd við Kandinsky vitum við i dag að sambærilegar tilraunir voru í gangi meðal listamanna víðar í veröldinni sem ekki höfðu neitt samband hver við annan. Hugmyndin um abstrakt- list var i loftinu ef svo má segja og hending hver greip hana á lofti og gerði tilkall til hennar. Sigrún veltir fyrir sér vægi hlutanna i breiðu sam- hengi en einnig persónulegu. Svo vill til að plakat sem sýndi abstraktverk eftir Kandinsky hékk uppi á æsku- heimili hennar og kann að hafa haft mótandi áhrif á hugmyndir hennar um list og að verða síðar listamaður. Sá gjörningur hennar að mála eftir- mynd þessa sögulega verks snýr upp á hugmyndina um hið óhlut- bundna því verk hennar er raunsæislegt málverk af fyrirbæri sem sannarlega er til, rétt eins og kanna með blómvendi eða hver önnur fyrirmynd að kyrralífsverki. Um leið vinnur Sigrún með þær hugmyndir sem einkenna samtimann og snúa að vangaveltum um gildi hins upp- runalega og eftirmyndarinnar. Markús Þór Andrésson Læknablaðið THE ICELANDIC MEDICAL lOURNAL www.laeknabladid.is Hlíðasmára 8, 201 Kópavogi 564 4104-564 4106 Útgefandi Læknafélag íslands Læknafélag Reykjavíkur Ritstjórn Engilbert Sigurðsson, ritstjóri og ábyrgðarmaður Anna Gunnarsdóttir Gylfi Óskarsson Hannes Hrafnkelsson Sigurbergur Kárason Tómas Guðbjartsson Þórdís Jóna Hrafnkelsdóttir Þórunn Jónsdóttir Tölfræðilegur ráðgjafi Thor Aspelund Ritstjórnarfulltrúi Védís Skarphéðinsdóttir vedis@lis.is Blaðamaður og Ijósmyndari Hávar Sigurjónsson havar@lis.is Auglýsingastjóri og ritari Sigdís Þóra Sigþórsdóttir sigdis@lis.is Umbrot Sævar Guðbjörnsson saevar@lis.is Upplag 1750 Áskrift 12.400,- m. vsk. Lausasala 1240,- m. vsk. Prentun, bókband og pökkun Prenttækni ehf. Vesturvör 11 200 Kópavogi © Læknablaðið Læknablaðið áskilur sér rétt til að birta og geyma efni blaðsins á rafrænu formi, svo sem á netinu. Blað þetta má eigi afrita með neinum hætti, hvorki að hluta né í heild. án leyfis. Fræðigreinar Læknablaðsins eru skráðar (höfundar, greinarheiti og útdrættir) í eftirtalda gagnagrunna: Medline (National Library of Medicine), Science Citation Index (SciSearch), Journal Citation Reports/Science Edition og Scopus. The scientific contents of the lcelandic Medical Journal are indexed and abst- racted in Medline (National Library of Medicine), Science Citation Index (SciSearch), Journal Citation Reports/ Science Edition and Scopus. ISSN: 0023-7213 LÆKNAblaðið 2013/99 491
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.