Læknablaðið - 15.11.2013, Blaðsíða 29
ÚR PENNA STJÓRNARMANNA LÍ
Um fjárveitingar
Björn
Gunnarsson
svæfingalæknir á
Heilbrigðisstofnun
Vesturlands á Akranesi
bjom.gunnar3son@hve.is
Óhætt er að segja að mönnum hafi komið
óþægilega á óvart þær fjárveitingar
sem ætlaðar eru heilbrigðiskerfinu í
fjárlögunum sem lögð voru fram á dög-
unum. Vonbrigði með fjárlagafrumvarpið
koma fram í ályktun sem samþykkt var
á síðasta aðalfundi Læknafélags íslands.
Miðað við umræðuna undanfarnar
vikur um fjárhagsvanda Landspítalans
og annarra heilbrigðisstofnana, atgervis-
flótta og fleira og fleira, hefði mátt ætla
að gefinn yrði ákveðinn tónn í fjárlögum
fyrir árið 2014. Ekki hefði þurft margra
milljarða króna innspýtingu í heilbrigðis-
kerfið til að senda þau skilaboð að nú ætti
að hefja uppbyggingu á nýjan leik. En
engin slík skilaboð komu fram. Samkvæmt
frumvarpinu er ekki gert ráð fyrir auknu
fé til rekstrar eða tækjakaupa í heilbrigðis-
kerfinu, engin viðbótarframlög, sem í raun
þýðir niðurskurður fyrir þær heilbrigðis-
stofnanir sem nú glíma við hallarekstur.
Þó svo að rætt sé um að þessu verði líklega
breytt í umræðum um fjárlagafrumvarpið
á Alþingi og fjárframlög til heilbrigðis-
stofnana verði trúlega hækkuð, hefði mað-
ur óskað eftir ákveðnum vísbendingum í
frumvarpinu sjálfu. Þótt maður virði óskir
ríkisstjórnarinnar um hallalaus fjárlög.
Umræðan miðast eðlilega mikið við
Landspítalann enda er hann flaggskip ís-
lenska heilbrigðiskerfisins, þó nokkuð sé
það fley orðið fúið. En heilbrigðisstofnanir
um allt land glíma í raun við svipaðan
vanda. Ef ég skoða hlutina út frá minni
eigin stofnun, Heilbrigðisstofnun Vestur-
lands, er niðurskurður á fjárframlögum
milli áranna 2008-2013 nú orðinn 23% eftir
að leiðrétt hefur verið fyrir vísitölu. Þetta
þýðir á mannamáli að nær fjórða hver
króna hefur horfið úr rekstrinum. Starfs-
mönnum hefur fækkað um 65 og margir
starfsmenn hafa tekið á sig umtalsverða
launalækkun. Fólk úti á landi hefur líka
þurft að hlaupa hraðar. Samkvæmt nýju
fjárlagafrumvarpi er nú enn gerð krafa
um svokallaða hagræðingu í rekstri, sem
nemur 44 milljónum, til viðbótar niður-
skurði undanfarinna ára. Þetta er því
hagræðingarkrafa upp á 1,4%. Sama er
upp á teningnum hjá öðrum stofnunum í
heilbrigðiskerfinu.
Það er hins vegar ekki bara erfiður
rekstrarreikningur sem veldur forstöðu-
mönnum heilbrigðisstofnana, læknum
og öðru starfsfólki áhyggjum. Umræðan
hefur líka snúist um bein framlög ríkisins
til tækjakaupa. Tækja- og búnaðarmál hafa
í umróti liðinna ára setið mjög á hakanum
og nú horfir til vandræða. í fréttum um
miðjan október var greint frá nýrri brjóst-
holssjá sem Pokasjóður verslunarinnar
hefur gefið Landspítalanum. í ofangreindri
frétt var haft eftir forstjóra Landspítalans
að þörf sjúkrahússins sé á milli 1-2 millj-
arðar króna á ári til að halda í horfinu við
endurnýjun búnaðar og uppsöfnuð þörf sé
orðin mjög mikil, því verulega hafi verið
dregið úr tækjakaupum í kjölfar krepp-
unnar. Svo ég líti mér aftur nær er áætluð
þörf Heilbrigðisstofnunar Vesturlands á
tækjabúnaði nú um 200 milljónir króna
næstu tvö árin en 70 milljónir króna væri
brýnt að fá nú þegar. Samkvæmt fréttum
Ríkisútvarpsins hafa einstaklingar og
félagasamtök lagt mun meira til tækja-
kaupa á Landspítala á síðustu árum en
hið opinbera. Ríkisvaldið er í raun farið að
gera ráð fyrir slíku gjafafé. Það er að sumu
leyti áhyggjuefni hve Landspítalinn og
raunar allar heilbrigðisstofnanir landsins
eru háðar gjafafé svo hægt sé að endurnýja
tæki og bæta búnað.
Það skýtur einnig skökku við að á sama
tíma og heilbrigðisstofnanir glíma við
atgervisflótta, meðal annars vegna brott-
flutnings lækna, sem rekja má til óánægju
með laun og til skorts á aðstöðu og tækja-
búnaði, virðast einkareknar læknastöðvar
geta aflað sér nýjasta og besta búnaðar
sem völ er á. Þar virðist ekki vera skortur
á rekstrarfé og að stærstum hluta hlýtur
þessi kostnaður á endanum að koma frá
hinu opinbera í gegnum Sjúkratryggingar
íslands eða þá beint úr vasa sjúklinga.
Eftir sitja hins vegar stofnanir hins opin-
bera með skarðan hlut. Er þetta kannski
eingöngu spurning um mismunandi
möguleika á fjármögnun?
Að sjálfsögðu er hér ekki verið að ráðast
á sjálfstætt starfandi lækna sem vitanlega
gegna veigamiklu hlutverki í okkar heil-
brigðisþjónustu. Það veldur hins vegar
áhyggjum hversu veikburða allar heil-
brigðisstofnanir ríkisins eru orðnar, bæði
hvað snertir nýtísku tækjabúnað og hæft
starfsfólk.
Er það útilokað að heilbrigðisstofnanir
í eigu hins opinbera hafi sömu möguleika
til fjármögnunar á tækjum og hátækni-
búnaði og einkageirinn hefur? Af hverju
geta þessar stofnanir ekki fengið dýran
búnað eins og myndgreiningartæki, óm-
tæki og annan hátæknibúnað á kaupleigu
(leasing) líkt og tíðkast á sumum sjúkra-
húsum í nágrannalöndum okkar; ég nefni
Svíþjóð sem dæmi. Á þennan hátt væri
hægt að endurnýja flókinn og dýran tækja-
búnað reglulega svo hann stæðist ávallt
nýjustu kröfur. Er það ófrávíkjanleg krafa
að opinberar stofnanir verði að eiga allan
sinn búnað, jafnvel þótt hann úreldist á
örfáum árum?
Stjórn LÍ
Þorbjörn Jónsson, formaður
Orri Þór Ormarsson, varaformaður
Magnús Baldvinsson, gjaldkeri
Salome Á. Arnardóttir, ritari
Björn Gunnarsson
Guðrún Jóhanna Georgsdóttir
Magdalena Ásgeirsdóttir
Ólöf Birna Margrétardóttir
Þórarinn Ingólfsson
í pistlunum Úrpenna stjórnarmanna Ll birta þeir sínar eigin
skoöanir en ekki félagsins.
LÆKNAblaöið 2013/99 517