Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.2013, Blaðsíða 13

Læknablaðið - 15.11.2013, Blaðsíða 13
RANNSÓKN Tafla III. Samanburður á innlögðum og göngudeildarsjúklingum sem fengu bráðan nýrnaskaða á stigi 3, (%). Innlagðir (n=613) Göngudeild (n=80) p-giidi Aldur (ár) 69,3 ±15,4 65,8 ±16,4 <0,001* Konur % 41,6 42,5 0,953 Grunnkreatínín (mmól/L) 84(20-1787) 188(25-943) 0,002* Háþrýstingur 199(32,5) 31 (38,8) 0,261 Blóöþurrðarsjúkdómar í hjarta 203 (33,1) 19(23,8) 0,091 Langvinnur nýrnasjúkdómur 119(19,4) 29 (36,3) 0,001* Sykursýki 105 (17,1) 12 (15,0) 0,633 Langvinn lungnateppa 83 (13,5) 7 (8,8) 0,231 Langvinn lifrarbilun 16(2,6) 3 (3,8) 0,557 Aldur er meðalaldur ± staðalfrávik. Grunnkreatínín er miðgildi (spönn) grunngilda kreatíníns í sermi sjúklinga. ‘Tölfræðilega marktækur munur. nánar. Þeir voru þó með sama kynjahlutfall (41% kvenkyn) og þeir sem áttu gögn, en meðalaldur þeirra var hærri, eða 75,9 ± 15,5ár á móti 69,2 ± 15,5 ár (p<0,05). Alls voru 80 (11%) meðhöndlaðir á göngudeild og þeir voru yngri, höfðu hærra grunngildi kreatíníns og fleiri þeirra höfðu langvinnan nýrnasjúkdóm í samanburði við þá sem lagðir voru inn (tafla III). Áhættu- og orsakaþættir bráðs nýrnaskaða á stigi 3 Ahættu- og orsakaþáttum bráðs nýrnaskaða má skipta í þrjá meg- inflokka: Undirliggjandi sjúkdómar, líkamleg áföll og lyf. Undir- liggjandi sjúkdómar voru algengir meðal sjúklinga með stig 3 (tafla III) . Þar ber helst að nefna háþrýsting (33%), blóðþurrðarsjúkdóma í hjarta (32%) og langvinnan nýrnasjúkdóm (21%). Sjúklingar með bráðan nýrnaskaða á stigi 3 voru með háa tíðni líkamlegra áfalla, annaðhvort sem orsök eða meðvirkandi þátt sjúkrahúslegu (tafla IV) . Margir sjúklingar höfðu fleiri en einn áhættu- eða orsakaþátt. Helstu líkamlegu áföllin sem ollu eða juku áhættu á bráðum nýrnaskaða voru skurðaðgerðir, lost, hjartaáföll og blæðingar. Þær skurðaðgerðir sem oftast leiddu til bráðs nýrnaskaða voru kviðar- holsaðgerðir (32%) og brjóstholsaðgerðir (30%). Lost sem leiddi til bráðs nýrnaskaða var oftast orsakað af sjúkdómum í hjarta- og æðakerfi (56%), sýklasótt (28%) og blæðingum (19%). Algengustu áföll tengd hjarta- og æðakerfi sem leiddu til bráðs nýrnaskaða voru hjartabilun (20%), hjartavöðvadrep (10%) og hjartsláttar- óregla (10%). Blæðingar sem áhættuþáttur bráðs nýrnaskaða voru oftast frá meltingarvegi (42%), eftir skurðaðgerð (25%) og heila- blæðingar (21%). Alls voru 424 (61%) sjúklingar á lyfjum sem geta haft skaðleg áhrif á nýru (tafla IV). Meðferð og afdrif sjúklinga með bráðan nýrnaskaða á stigi 3 Af þeim sjúklingum sem lögðust inn var miðgildi (spönn) legu 15 (1-371) dagar. Af þeim lögðust 220 (32%) inn á gjörgæsludeild og var lega þeirra marktækt lengri en sjúklinga sem ekki lögðust inn á gjörgæsludeild, eða 23 (1-371) dagar á móti 10 (0-242) dögum (p< 0,001). Alls gengust 76 (11%) undir blóðskilunarmeðferð í legunni, Tafla IV. Áhættu- og orsakaþættir meðal sjúklinga sem fengu bráðan nýrna- skaða á stigi 3 (n=693). Áhættuþáttur n % Skurðaðgerð 150 22 Lost 162 23 Sýklasótt 99 14 Blóðþrýstingsfall tengt hjarta- og æðakerfi 222 32 Blæðing 72 10 Öndunarbilun 188 27 Slys 48 7 Lyf* 424 61 NSAID 292 42 Skuggaefni 15 2 ACEi/ARB 204 29 Eiturlyf 13 2 Ofskömmtun 18 3 'Hlutfall sjúklinga með stig 3 á neðantöldum lyfjum sem talin eru auka áhættu á bráðum nýrnaskaða. Margir sjúklingar voru á lyfjum úr fleiri en einum lyfjaflokki. NSAID = non- steroidal anti-inflammatory drug (bólgueyðandi gigtarlyf), ACEi = angiotensin-convert- ing-enzyme inhibitor (ACE-hemill), ARB = angiotensin receptor blocker (angíótensín viðtakahindri). af þeim voru 5 (0,7% sjúklinga) sem þurftu blóðskilun lengur en 30 daga og voru þá með tap-nýrnaskaða samkvæmt RIFLE-skil- merkjunum en enginn þurfti skilun lengur en 90 daga í beinu framhaldi af skaðanum og því reyndist enginn með lokastig bráðs nýrnaskaða. Hins vegar þurftu 63 (9%) sjúklingar langvinna blóð- skilunarmeðferð á einhverjum tímapunkti eftir útskrift og 50 (7%) lengur en 90 daga. Miðgildi (spönn) eftirfylgni var 203 (1-1627) dagar og fyrir 619 (89%) sjúklinga náðist eftirfylgni fram að dánardægri eða í að minnsta kosti eitt ár eftir skaðann. Alls voru 379 (48%) þeirra sjúklinga sem fengu bráðan nýrnaskaða á stigi 3 látnir innan árs frá hæsta kreatíníngildi sínu (mynd 2). 0 12 24 36 48 60 Tími (mánuðir) Mynd 2. Kaplcm-Meicrgraf sem sýnir lifun sjiiklinga með bráðan nýrnaskaða á stigi 3 á rannsóknartímabilinu. Eins árs lifun var 52%. n=693. LÆKNAblaðið 2013/99 501
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.