Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.2013, Blaðsíða 19

Læknablaðið - 15.11.2013, Blaðsíða 19
RANNSÓKN Tafla I. Meðaltöl (M) og staðalfrávik (SF) fyrir og eftir ósértæka HAM-hópmeðferð á sjúklingum heilsugæslunnar með Becks-þunglyndiskvarða, BDI-II, og Becks- kviðakvarða, BAI. BDI-II Ekki umrædd lyf* (N=176) Benzólyf/z lyf (N=29) SSRI/SNRI lyf (N=108) Benzó/z + SSRI/SNRI (N=42) M Sf M Sf M Sf M Sf Upphaf 23,43 9,57 18,35 8,66 25,97 10,34 24,87 10,19 Lok 17,58 11,92 12,68 8,95 16,27 11,63 20,03 12,16 BAI Ekki umrædd lyf* (N=175) Benzólyf/z lyf (N=28) SSRI/SNRI lyf (N=106) Benzó/z + SSRI/SNRI (N=41) M Sf M Sf M Sf M Sf Upphaf 18,84 11,49 16,76 8,85 20,74 11,99 22,87 12,39 Lok 13,47 10,82 13,37 9,33 13,97 10,01 16,77 13,21 * Ekki á benzólyfjum, z-svefnlyfjum, SSRI/SNRI-lyfjum þessa var ekki hægt að notast við heildarskor listans við úrvinnslu á BAI-niðurstöðum þeirra. Tveir af þessum 5 einstaklingum sem skiluðu ekki inn fullgildum BAI-listum voru á SSRI/SNRI-þung- lyndislyfi, einn á benzó- og/eða z-lyfi, einn einstaklingur var á SSRI/SNRI-þunglyndislyfi og einnig á benzódíazepínlyfi og/eða z-lyfi og einn tók ekki lyf úr þessum flokkum (tafla I). Notast var við fervikagreiningu/marghliða dreifigreiningu (ANOVA/ANCOVA) og Gabriels eftir-á próf (post hoc test) við úr- vinnslu gagnanna, þar sem breyting var mæld á meðaltalsskori í upphafi meðferðar og við eftirfylgd milli ofangreindra hópa. Töl- fræðilegt marktæki tvískotta (two-tailed) p-gilda var sett við <0,05. Allir útreikningar voru gerðir í tölfræðiforritinu SPSS, útgáfu 12.1. Niðurstöður A því þriggja ára tímabili sem gögnunum var safnað tóku 557 ein- staklingar þátt í 5 vikna HAM-námskeiðum í heilsugæslunni. Af þeim skiluðu 355 einstaklingar BDI-II kvarða og 350 einstaklingar BAI-kvarða tvisvar eða oftar. Tölulegar niðurstöður rannsóknar- innar eru dregnar saman í töflu I. Þar má finna meðaltalsskor hinna fjögurra undirflokka úrtaksins á BDI-II og BAI-kvörðunum í upphafi meðferðar og við síðustu mælingu. Þunglyndiseinkenni (BDI-11) Munur var á upphafskorum á BDI-II milli hópa (F(3,351)=4,19, p>0,05). Niðurstöður Gabriels eftir-á prófs (post hoc test) sýndu að þunglyndiseinkenni þeirra sem voru á benzódíazepínlyfi og/ eða z-lyfi voru marktækt lægri við upphaf meðferðar heldur en þeirra sem voru á SSRI/SNRI-þunglyndislyfi (p=0,002) og þeirra sem ekki tóku lyf úr þessum algengu lyfjaflokkum (p=0,045). Ekki var munur á þunglyndiseinkennum í upphafi meðferðar milli annarra hópa (p>0,05). Megináhrif HAM-meðferðar í námskeiðs- formi voru marktæk (F(l,351)=92,96, p<0,001), skor allra þátttak- enda á BDI-II þunglyndiskvarðanum voru marktækt lægri í lok meðferðar en við upphaf hennar. Skoðað var hvort samvirkni væri milli árangurs meðferðar og lyfjaflokka. Marktæk samvirkni reyndist til staðar milli minnk- unar á þunglyndiseinkennum frá upphafsmælingu á BDI-II til lokamælingar og undirhópa (F(3,351)=4,22, p<0,05). Árangur meðferðarinnar var því ekki hinn sami í öllum hópunum. Gert var Gabriel-eftir-á-próf til að greina á milli hvaða hópamunur væri á árangri. Niðurstöður prófsins sýndu að árangur þunglyndis- meðferðarinnar var marktækt betri hjá þátttakendum sem tóku SSRI/SNRI-þunglyndislyf en þeim sem voru ekki á slíkum lyfjum (p=0,01). Einnig var marktækt meiri árangur hjá þeim sem voru á SSRI/SRNI þunglyndislyfi en hjá hinum sem einnig voru á SSRI/ SRNI-lyfi en jafnframt á benzó- og/eða z-svefnlyfi (p=0,037). Ekki reyndist marktækur munur á árangri milli annarra hópa. Taka verður fram að hópur þeirra sem tók benzó- og/eða z-lyf en ekki SSRI/SNRI-lyf var langfámennastur og kann ástæða þess að ekki fannst munur á breytingaskori þess hóps og þeirra sem taka SSRI/ SNRI-lyf að vera að styrkur prófsins sé ekki nægur vegna fárra þátttakenda í fyrrnefnda hópnum. Mynd 1 sýnir brey tingar á BDI-II skori fyrir og eftir hópmeðferð. Á myndinni má sjá að meðaltalslækkun skors þeirra sem voru á SSRI/SNRI-þunglyndislyfi en ekki á benzólyfi eða z-svefnlyfi var tæplega tvöfalt meiri en lækkun skora þeirra sem voru í öðrum flokkum úrtaksins. Af niðurstöðunum má því álykta að HAM- meðferð í námskeiðsformi skili árangri en ef til vill meiri árangri hjá fólki sem er einnig á SSRI/SNRI-þunglyndislyfi samanborið við þá sem ekki eru á umræddum lyfjum eða eru á SSRI/SNRI-lyfi en taka jafnframt benzó- og/eða z-svefnlyf. Ekki er hægt að álykta að meðferðin skili þeim sem eru ekki á SSRI/SNRI-lyfjum betri árangri en þeim sem eru á benzó- og/eða z-lyfi, hvort sem SSRI/ SNRI-lyf eru tekin samhliða benzó- og/eða z-lyfi eða ekki. Þunglyndiseinkenni Upphaf Lok ♦ Lyfjalaus “•■Benzód./Z -★-SSRI/SNRI —Bemód./Z og SSRI/SNRI Mynd 1. Skor ó BDl-llfyrir og eftir meðferð, greint eftir undirhópum. LÆKNAblaðið 2013/99 507
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.